Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 11
þessum mönnum og vann Asgrímur á sama verkstæði og hann. Þrátt fyrir allstranfit nám og starf, bjó alltaf með Engilberti þörfin að festa myndir á eft. oe á efri árum minntist hann ávallt með mikilli ánægju gönguferða þeirra vinnufélaga með málaratrönurnar i nágrenni Kaupmannahafnar, úti i Úlfadali og að Furusjó. Mikið félagslif var meðal islenzkra iðnaðarmanna, sem dvöldust um þessar mundir i Höfn viö nám og störf, og getur Ásgrimur þessa m.a. i minningabók sinni. Stofnuðu þeir með sér sérstakt félag iðnaðarmanna og varð Engilbert ritari félagsins, sem var all þróttmikið og gekkst m.a. fyrir skógarferðum, stofnaði glimuflokk og hélt fræðslu- og skemmtifundi fyrir íslendinga. í júni árið 1903, fór Engilbert alfari úr Kaupmannahöfn. Það sama ár var endursmiði Landakirkju i Vestmanna- eyjum nýlega lokið og var fyrsta verk Engilberts að loknu námi að mála kirkjuna, en settist hann siðan að i Reykjavik um hrið. Að eigin sögn sakanaði hann bernskuvina, en þó einkum náttúru og „mótiva" Vest- mannaeyja og flutti aftur þangað árið 1910. Dvaldi hann i Eyjum upp frá þvi. A Reykjavikurárum sinum þekkti Engilbert Jón Helgason, síðar biskup, en um margt er hlutur þessara manna islenzkri málaralist likur. Fyrir Vest- mannaeyjar er Engilbert hið sama og Jón Helgason biskup er Reykjavik og sögu hennar. Engilbert stundaði síðan alla ævi iðn sina i Vestmannaeyjum og var víðurkenndur fyrir vandvirkni og samvizkusemi, en sveinar þeir, sem hann útskrifaði voru taldir með beztu • málurum. Enn þann dag i dag má sjá fagurlega marmaramálningu Engii- berts i nokkrum húsum i Vestmanna- eyjum og Reykjavík. Ailar fristundir notaði Engilbert til að teikna og mála. Voru það mestu ánægjustundir hans að fara út i náttúru Vestmannaeyja með teiknibókina og leggja frumdrög að myndum sinum og málverkum. Fór hann þá iðulega með alla f jölskylduna á góðviðrisdögum. Sumar beztu myndir sinar málaði hann eða vann frumdrög að i morgunsárið, áður en almennur vinnutimi hófst. Hann var á manndómsárum sinum ávallt knúinn eldmóði listamannsins. Heimilis- og fjölskyldulif Engilberts var ánægjulegt og til fyrirmyndar. Hann kvæntist hinn 8. nóvember 1914, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Borg á Mýrum i A-Skaftafellssýslu. Bjuggu þau saman i ástriku hjónabandi i yfir 50 ár, en Guðriin andaðist 7. mai 1965. Þau hjón eignuðust 7 börn, komust 4 til fullorðinsára og eru: Gísli málara- meistari og kaupmaður, kvæntur Elinu Loftsdóttur, Asta gift Bent Jensen bakarameistara og eru þau búsett i Danmörku, Berta gift Eyjólfi Daviðssyni skrifst.manni búsett í R- vik, og Ragnar málarameistari, sem býr ókvæntur i Vestmannaeyjum. Þeir bræður, Gisli og Ragnar, sem báðir lærðu iðn föður sins, reka saman vax- andi verzlunar- og málningarfyrirtæki i Vestmannaeyjum. Daglegur gestur á heimili þeirra Engilberts og Guðrúnar, bernskuvinur barna þeirra, sagði, að þar hef ði ávallt rikt andi gleði og hljóðlátrar men- ningar húsráðenda. Hafa þau systkinin tekið þá lifsháttu i arf og naut Engilbert vel ellinnar hjá þeim. Með hógværð sinni og hiédrægni var Engilbert i framkomu hreinn og beinn og sagði sina meiningu, sem hann stóð fast á. Af öllum virtur og vel látinn. Hann var heiðursfélagi i Iðnaðar- mannafélagi Vestmannaeyja og árið 1965 sæmdi Landssamband islenzkra Iðnaðarmanna Engilbert gullmerki sinu. A elli árum sinum var hann mjög vel ern, fylgdist ávallt vel með, las og horfði á sjónvarp, þó að hann væri kominn langt yfir nirætt. Fótavist hafði hann fram til hins siðasta er hann andaðist 94ra ára gamall. Engil- bertkunni vel að gleðjast i vinahópi og á niræðisafmæli hans 12. október 1967, sótti hann heim f jöldi ættingja og vina og nutu þar góðs fagnaðar. Til dæmis um óvenjumikinn lifsþrótt og elju, má geta þess, að i verzlun sona sinna afgreiddi hann til 88 ára aldurs, en 92ja ára heimsótti hann dóttur sina og tengdason i Danmörku, mun slíkt fátitt um svo aldraðan mann. Er talið barst að málverkum, og hans yngri árum lifnaði Engilbert allur við. A æsku- og unglingsárum minum opnuðu myndir Engilberts Gislasonar mér sem flei'ri Vestmannaeyjingum nýja ævintýraheima, og allir i bænum þekktu hann sem máiara og mynd- listarmann. Á siðustu æviarum hans kynntist ég honum persónulega og þakka ég honum fróðlegar stundir og vinarþel. Blessuðsé minninghans. Guðjón Armann Eyjólfsson. Tv >( J Axel Guðmundsson frá Grimshúsum t>ú minntir á himbrimann. Með þér og hörpu var sannlega Léku þér ljóð á tungu. fagnaðarfundur, Ég lifði sem þögull fugl. og fiýði hvert hríðarél. Frá hjarta þínu hljómar í hillingum draumanna af gleði sungu. birtust þér öll þau undur, Ég hýsti mitt fánýta rugl. sem yljuðu löngum vort þel, Þin harpa ómaði vindblæ frá unz reiddust þér nornir og vori ungu, stýfðuð þá strengi sundur, mín vetrarins élja þrugl. er stilltirðu forðum svo vel. Á f jallið við st.örðum, Hví brást þér svo gæfan, sem stundum er kennt við ljóðin. er varst oss þó fremri flestum þú stefndir að tindum þess hám, á framans torgengu Ieið? sem roðaði sólskinið. Ég minnist þín, gáf aða sveinsins, Hugar- og hjartaglóðin í langferðalestum, var helguð æskunnar þrám. sem lostinn varst harmi og neyð. Ég sporum á hæla þér beindi, 'Mig dreymir, að mætumst við en brött var slóðin, seinna á hvítum hestum og tyllti þar aðeins tám. og hleypum glaðir á skeið. \ Janúar 1972. Þóroddur Guðmundsson. islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.