Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 16
glaðlyndur og andlega vel styrk- ur, þá var æðruleysi hans gagn- vart sjáanlegum ævilokum stund- um vart sikilianlegt. Bjartsýnin yf- irgaf hann ekki. Hann trúði á, að sér myndi batna, því enn voru 'mörg verkþfni óunni|n, von og kjankur brást ekki. Steindór var alhliða verklaginn og góður starfs maður. Það var sama að hverju hann gekk. Hann var kappsamur og hamhleypa við sum störf, enda vel fær og ósérhlífinn. Smíður var hann góður og sótti þann hagleik í béðar ættir. Hann fór ungur til sjós (15 ára) og stundaði sjó í nokkrum verstöðvum og á skipum. Steindór var félagslyndur, og góð- ur félagi. Hann var sérstaklega greiðvikinn oig hjálpfús. Hann hafði yndi af góðum hestum og átti um tíma góðhesta, enda átti hann ekki langt að sækja hesta- mennstkuna, því að faðir hans átti fallega hesta og fræga. fíteindór var félagi í Ungmenna- félaginu Samhygð og vann því fé- lagi af dugmiklum alhug fyrr og siðar. Á yngri árum átti hann við glímu og æfði glímu um tíma í Glímuféladnu Ármanni og mótað- ist þar. Ég glímdi við hann á hverri æfingu einn vetur. Hann var mikill og snjall glímumaður, táléttur og snar, og rammur þeg- ar þess þurfti við. Hann var bragð- fimur og brá til ibeggja hliða jafnt. Hann hafði hraða og glímumanns- lega áferð. Hann var hraustlega byggður, vel vaxinn, fríður sýnum og kvikur í hreyfingum. Steindór vann tvö ár í röð Skarphéðins- skjöldinn, þ.e. 1036 og '37. Hann vann og glímuna á landsmóti UFÍ árið 1940, í Haukadal, með glæsi- legum yfirburðum. Hann vann einnig ýmsar glímur á heimaslóð- um og var með í öðrum íþróttum. Steindór átti fagrar endurminn- ingar frá öllum mótum, sem hann tók þátt í, en þó var eitt, sem skyggði á, og hann varð hryggur við þegar á það var minnzt: Hann gaf sig fram í íslandsglímuna 1937, því þá var hann í góðri þjálfun, en þegar hann var mættur til keppni, var honum neitað um þátttöku vegna drengskaparleysis nokkurra manna. Þessu vildi hann aldrei trúa, fyrr en hann sá þessa menn endursýna sig við sonu hans. Ingveldur Guðjónsdóttir Ásbrekku, Gnúpverjahreppi Hún lézt í Borgarspítalanum 16. janúar s.l. eftir noikkurra vikna legu, og var jarðsungin að Stóra- Núpi við hlið manns síns, 29. jan. s.l. Fædd var hún a Eyrarbakka 28. júní 1898, og ólst þar upp í stórum systkinahópi, á þeim tíma, þegar húslestrar voru lesnir á hverju kvöldi allan veturinn, sög- ur lesnar á löngum kvöldvökum, o? sungnir rökkursöngvar. Þá voru engin umglingavanda- mál til, þá fóru börnin að vinna, strax og þau gátu gert nokkuð gagn, þá þótti ekki fínt að vera é sveitinni. Við þessi skilyrði ólst Inga upp. Hing- að í sveitina kom hún uppkomin stúlka, í kaupavinnu og hér kynnt- ist hún manni sínum, Zophaníasi Sveinssyni og giftu þau sig vorið 1922 og reistu bú í Glóru, sem nú heitir Ásbrekka. Þetta var lítil jörð, túnalítil og illa hýst. Inga sagði einu sinni við mig, að hún væri lítið meira en 15 mínútur að hlaupa í kringum landareignina. Og auðvitað hljóp hún, mér fannst hún alltaf hlaupa, enda dugði eng- in lognmolla eða silaskapur til þess að koma sér eins vel áfram eins og Ásbreíkkuhjónin gerðu. Þau eignuðust 5 börn, s>em fylgdu þeim strax að störfum, þeg- ar geta leyfði, og jafnvel hvítvoð- ungurinn var hafður með á enigj- arnar, og búið var þá um hann milli þúfna eða í fjórhúsjötu eftir ástæðum. Við Inga unnum mikið saman í kvenfélaginu bæði við leik og starf, og var þá oft glatt é hjalla. Einu sinni vorum við sam- an í spilanefnd, vorum fimm kon- ur, og höfðum þann hátt á, að spil- að var heima hjá mefndarkonunum til sskiptis, var spiluð framsóknar- vist og gefið kaffi á eftir, þótti þetta góð tilbreyting. Þegar gert var upp eftir síðasta spilakvöld, gemgu fimm krónur af, það hljóp galsi í okkur og ein konan sagði: „Við eigum nú skilið að Steindór kvæntist 10. júlí 1943 Margréti Ingibjörgu Elíasdóttur frá Hólshúsum í Flóa, myndar- og dugnaðarkonu. Þau eignuðust 9 börn, sem eru: Hafsteinn, bifr.stj. á Selfossi, kvæntur Lovísu Jónsdóttur, Magn- ús Þór, kvæntur Þóru Ragnarsd. og búsettur á Selfossi. Ester, verzl- unarstúlku í Reykjavík. Guðrún, gift Hjálmari Kristíansen, búsett á Selfossi. Guðmundur, kvæntur Grétu Svölu Bjarnad., búsettur á Selfossi. Sigurður Þráinn, kvæntur Pálínu Margréti Ólafsdóttur, bú- sett í Þorlákshöfn. Steindór, bifr. stj. í Reykjavík. Gréta og Gyða, báðar í •föðurhúsum. Þau hjónin ólu upp dótturson sinn, son Ester- ar, Steindór Kára Reynisson, og var hann sem einn af þeirra börn- um og augasteinn afa síns. Öll eru þessi systkini afburða myndarleg og hraustleikafólk. Meðal þeirra eru hinir velþekktu glímukappar Sigurður, Hafsteinn og Guðmund- ur. Ég kynntist Steindóri árið 1931, og tókst vinátta með okkur sem aldrei rofnaði. Steindór var djarf- ur í sikoðun og máli. Hann fór aldrei krókaleiðir með mál sín, til þess var hann of hreinlyndur. Ég sakna hans sem góðs drengs og vinar og tel hann merkan sam- tíðarmánn. Ég þakka honum góða kynningu á samleiðinni og trúi því, að hann gisti guðs ríki. Ég votta konu hans, börnum og óðrum ættingjum og tengdafólki mína dýpstu samúð. Hann var jarðsettur frá Gaul- verjabæjarkirkju fimmtudaginn 30. des. sl. Blessuð sé minning hans. Kópavogi 28.12. 1971. Lárus Salómonssou. 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.