Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 13
Pétur Jóhannsson Aðalstræti 3, Akureyri Undir siðustu jól lézt i Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri eftir nokkra legu, Pétur Friðbjörn Jóhannsson. Var hann elzti maöur á Islandi, fæddur 22.mai 1868. Han var jarðsunginn á Möðruvöllum i Hörgárdal 19.desember, og voru þá liðin 43 1/2 ár frá þvi, er kona hans Sigriður Soffia Manasesdóttir, var sungin þar til moldar. Var hún fyrst allra þeirra, er faðir minn jarðsöng i 37 ára prestskap. Hafði Sigriður farið til Möðruvalla- kirkju 10. júni 1928, er sira Stefán Kristinsáon prófastur á Völlum setti föður minn inn i embættið, en var liðin til ljóssins heims 5 dögum siðar. Bjuggu þau hjón þá á Efri- Vindheimum á Þelmörk. Siðan þetta varð, er mikiö vatn til sjávar runniö og allt orðið breytt.Ungirmenn hafa falliö og æskumenn hnigið.Kynslóð Péturs Jóhannssonar smám sáman horfin af jarönesku sviði og vegmerki hinna fyrri manna máð. Pétur eltist seint og litiö. Hann var að visu blindur siðustu árin og mjög heyrnardaufur, en svo hafði veriö frá þvi, er hann veiktist hastarlega af heilahimnubóigu um þritugsaidur. Ailt um dapra heyrn fylgdist hann ótrúlega vel meö háttaskiptum hins nýja tlma. Hann átti auövelt með að tileinka sér ýmist það, sem mörgum hefur reynzt óyfirstiganlegt við þessi gagngeru aldaskil i þjóðlifinu. Þaö var ekki af þvi, að hann væri svo nýjungargjarn, heldur frjór i hugsun og frjálslyndur. Honum þótti jafnvænt um hið gamla, þótt hann fagnaði því nýja. Þessum einkennum hans verður ekki lýst til nokkurrar hlitar i faeinum minningar- oröum, en sennilega má aö nokkru leyti rekja þau (auk eölislægra kosta) til samv. hans með skólastjóra og kennurum Mööruvallaskólans, svo vel Jóni A.Hjaltalin sem Stefáni Stefáns- syni og Ólafi Daviössyni og fleirum merkum visindamönnum, að gáfuðum og viösynum nemendum af Austur- og Norðurlandi ógleymdum. Einkum urðu kynni þeirra Stefáns grasa- fræöings náin, en Pétur gerðist fylgdarmaöur hans á rannsóknar- feröum, en hann var annálaöur hesta- maður og vel iþróttum búinn. Er minnilegt, hvernig hann sveiflaöi sér á islendingaþættir bak, eða stökk fimlega i hnakkinn. Og hann vilaði ekki fyrir sér aö standa á söðluöum hesti, er hann reið á sund, bæði til að vökna ekki og njóta iþróttar sinnar. Pétur var kominn töluvert á niræðisaldur, er hann sagði okkur i góðu tómi heima á Mööruvöllum frá sumarferðum sinum með Stefáni. Var unun að fylgjast með þeim um fjöll og dali, allt suður á Hornafjörð. En mér varð frásögn hins háaidraða manns enn ein sönnun um nákvæmt minni hans t.d. um afstöðu fjalla, dagleiöir og jökulárnar, enda hafði ég þá verið sumarlangt á Suö-Austur\andi og kynnzt fegurö þess og ýmsum sérkennum. Má óhikað telja, aö Pétur Jóhannsson nyti mikillar menntunar af félagi Möðruvellinga á ungu árunum, þótt hann stundaði ekki nám í skólanum að eiginlegum skilningi. Var og ánægjulegt,aö hann gat verið á Möðruvellingamótinu 1947 og rifjað upp gömul minni meö kunningjum,sem hann hafði suma ekki séð i hálfa öld. Pétur fæddist í Garðshorni f Kræklingahlið. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson, bóndi i Garðshorni og kona hans Málfriður Pétursdóttir, ættuö úr Höfðahverfi. Var Pétur með foreldrum sinum fram um fermingu, en fór þá að vinna fyrir sér, sem tiökanlegt var. Málfriður móöir hans dó, 1893, en Jóhann 1934, og hafði þá tvo um nirætt. 1896 kvæntist Pétur Sigrlði Soffiu Manasesdóttur, tigulegri friðleiks- konu. Var hún fædd 2.okt. 1868, dóttir hjónanna Manesar Manasessonar frá Möðruvöllum i Eyjafirði og Guörúnar Guðjónsdóttur frá Sörlatungu I Hörgárdal. Manses dó 1887 tæpra 53 ára, en Guðrún um ."ldamótin. Voru þau Pétur og Sigrfður þá á Nunnuhóli, þar sem þau höfðu 3 kýr, 50 fjár og 5 hesta, en 1900 - 1905 og svo 1907 - 1912 bjuggu þau á Hallgilsstööum, mun stærri búi, en fardagaárin 1905 og 1906 bjuggu þau á Þrastarhóli. Frá Hallgil- sstöðum fluttu þau að Syðri-Bægisá, en á tvegja ára fresti i Blómsturvelli i Glæsibæjarhreppi. Eftir 8 ára búskap þar hverfa þau hjónin til Akureyrar um eins árs sakir, siðan jafn skammt i Hólkoti, i Hörgárdal, en studdust þá við grasnytjar á Ytra-Brennihóli i Kræklingahlið, sem var eignarjörð þeirra og sföan ábýli til 1927 er þau fóru að Efri-Vindheimum á Þelamörk. Ari siöar var Sigriöur öll, eins og þegar segir, harmdauði ástvinum og þeim, sem bezt þekktu, aðejns tæpra 60 ára. Af kynnum minum við frænd- fólk hennar, eins og þær Sigurgeirs- dætur( Magdalenu i Hvammi og Svan- hviti i Hofteigi, álit ég, að hún hafi átt milda lund og miklu meiri greind, en hógvært hjarta konu með fallega framkomu lætur uppi úti i frá. Börn Péturs og Sigriðar voru 5. Guömundur Karl, yfirlæknir á Akureyri var þjóðkunnur maður og dáöur skurölæknir, gæddur hinu leiftrandi fjöri fööur sins. Steindór, einnig á Akureyri, fjöldamörg ár, Snorri bóndi á Skipalóni i Glæsibæjar- hreppi, og Þórdis húsfreyja á Djúpár- bakka i sömu sveit, en Lovisa á Akur- eyri. Dvaldist Pétur árum saman á Djúpárbakka og vann að smföum, en hann var völundur á tré og járn, siðar var hann á Skipalóni og loks hjá Lovísu á Akureyri, þar sem hann átti lögheimili öll siðustu árin. Var þeim systkinunum jafn ljúft að hafa gamla manninn, enda var hann mikill fjörmaður og skemmtilegur á heimili 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.