Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 1
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON FYRRYERANDI FORSETI ÍSLANDS I dag er kvaddur hinztu kveðju fyrr- verandi þjóðhöfðingi landsins. Ásgeir Ásgeirsson. Mér er bæði ljúft og skylt að kveðja hann með fáeinum orðum. Asgeir Ásgeirsson kom mjög við sögu islenzkra þjóðmála um nær hálfr- ar aldar skeið. Ungur að árum vakti hann á sér athygli með ágætri ræðu- mennsku, frjálslyndi, framfaraáhuga og óvenjulegri glæsimennsku. Hann kom á Alþing aðeins tuttugu og niu ára að aldri, árið 1923, og átti þar óslitið sæti til 1952, er hann var kjörinn For- seti Islands. Hann var forseti samein- aðs Alþingis 1930-1931, og var fram- koma hans á Alþingishátiðinni rómuð og vakti verðskuldaða athygli, bæði hér heima og erlendis. Fjármálaráð- herra var hann 1931-1934, og forsætis- ráðherra 1932-1934. Hann var fræðslu- málastjóri i nokkur ár og bankastjóri Otvegsbanka Islands var hann frá 1938 til 1952. Auk þess gegndi hann fjöl- mörgum trúnaðarstörfum, sem hér verða ekki talin. Forseti tslands var hann svo kjörinn 1952 og gengdi þvi æðsta embætti þjóðarinnar i samfleytt 16 ár. Þessi örstutta starfsferilsskýrsla segir sina sögu um óvenjulega hæfi- leika hans og traust það, er hann naut hjá samherjum og þjóðinni allri. Ásgeir Ásgeirsson var um langt skeið áhrifamikill stjórnmálamaður. Hann átti drjúgan þátt i þeirri um- bótabaráttu, sem hófst með valda- töku Framsóknarflokksins ár- flokksmaður, mun hann og jafnan hafa verið mikill ráðamaður i þeim flokki, þó að hann stæði þar ekki i allra fremstu viglinu. Þingsagan mun sýna, að þar léði Asgeir Asgeirsson mörgum góðum málum lið. Ég hygg, að i stjórnmálastörfum sinum hafi hann verið maður, sem kaus að bera klæði á vopnin — maður sátta og samninga fremur en valdboðs og hörku. Um stjórnmálastörf Ásgeirs As- geirssonar verður sjálfsagt deilt og dómar felldir, svo sem um starfsemi annarra þeirra, er á þvi sviði standa. Um hitt hygg ég, að öll þjóðin sé sam- mála, að hann hafi rækt sitt langa for- setastarf svo sem bezt varð á kosið. Þar naut hann sin vel, vann sér hvar- vetna traust og virðingu, jafnt heima og erlendis, jafnt i konungssölum sem ÍSLENDINGAÞÆTTIR 16. tbl. — 5. árg. — Fimmtudagur 12. okt. — Nr. 81. TIMANS

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.