Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 2
á alþýðuheimilum. Má og segja, að hann hafi verið vel undir það búinn að takast forsetastarf á hendur. Auk meðfæddra hæfileika hafði hann mikla og margháttaða starfsreynslu og stað- góða þekkingu á fólki og þjóðarhögum. Með virðulegri framkomu og eðlis- lægri háttvisi rækti hann hið vanda- sama þjóðhöfðingjastarf smáþjóðar og kom ætið fram á þann hátt, að Is- landi var sómi að. Min persónulegu kynni af Asgeiri Asgeirssyni hófust i fyrirferðarlitlum félagsskap — Félagi sameinuðu þjóð- anna á fslandi. Hann var elskulegur maður i samstarfi og allri viðkynn- ingu, eins og allir þekkja, sem honum kynntust. Honum var eiginlegt að laða menn að sér. Ég minnist allra samskipta okkar með ánægju. Asgeir Ásgeirsson var einstakur lánsmaður i einkalifi sinu. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Dóru Þórhallsdóttur, sem var manni sinum áreiðanlega ómetanleg stoð i vanda- sömum störfum. Var það honum mik- ill missir, er hún andaðist árið 1964. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna, eignuðust þrjú mannvæiileg börn, og hópur barnabarna og barnabarna- barna er oröinn stór. Atvikin höguðu þvi svo, að við As- geir Ásgeirsson vorum nágrannar sið- ustu árin. Hann var góður granni, naut hvildar og friðsældar eftir erilsamt ævistarf, sat oft að bóklestri i bókaher- bergi sinu. en hann var mikill bóka- maður og sögufróður. Ég mun sakna þess að sjá honum ekki lengur bregða fyrir við gluggann að bókaherberginu. Að loknum löngum starfsdegi er hann kvaddur af þjóðinni allri með virðingu og þökk fyrir mikil og vel unnin störf. Ólafur Jóhannesson. t örfáum kveðjuorðum langar mig til að varpa að likbörum þessa merkis- manns og tryggðavinar. Ég minnist hins glæsilega og gáfaða guðfræðings við fyrstu sýn árið 1919, er viö skyldum vinna saman að tillögum um skólamál, hversu sjónarmið hans hrifu mig þá. Og margoft siðar áttum við eftir að fást við slik málefni, þar sem hann var hinn vitri leiðtogi, við- sýnn og góðviljaður. Ég minnist þeirrar fagn- aðaröldu, sem koma hans vakti 1923, er hann gerðist þingmanns- efni Vestur-lsfirðinga. Það birti yfir samfundum við komu hans og málflutning, svo að mikið ánægju- efni var að vinna með bonum og sjá og finna hve menn heilluðust af persónu hans og drengilegri framkomu, og með hve mikilli gleði margir veittu honum þá brautargengi og hversu djúpstætt það traust reyndist meðan eftir var leitað. Ég minnist þess sumars, er hann kom með konu sina vestur, hina glæsi- legu úrvalskonu Dóru Þórhallsdóttur, þar sem þau fóru um sveitir og þorp kjördæmis hans i sumarbliðu meðal fagnandi vina. Það urðu ógleyman- legir dagar. Og nokkru siðar sáum við hann i for- setastól Alþingis á Þingvöllum setja þing á hátiðinni miklu 1930, þar sem honum fórst allt með sæmd og prýði. En allt eru þetta augnablik úr langri sögu. Og þó hið siðasta eftirminni- legast, er þjóðin hafði valið hann for- seta sinn, og ég i fylgd með honum þá nýkjörnum, sjá hversu vel Vestfirð- ingar tóku honum, og hve honum var innilega fagnað i hinu gamla kjördæmi hans. Og áreiðanlega mundi það vera að skapi hans, að ég nú sendi þeim gamla og glaða vinahópi kveðju og þökk af þessum blöðum, jafnt lifs sem liðnum. Hitt þykist ég með vissu vita, að sú kveðja og þökk mundi gagn- kvæm. Ferðum minum á Aragötuna mun nú lokið. Þangað kom ég stundum hin sið- ustu ár með blóm handa Dóru. Þeim hagræddum við hjá mynd hennar, en settumst siðan og röbbuðum um gamla daga vestur á Fjörðum, þegar báðir voru ungir og ótrauðir og áttum saman ótal stundir og spjall um lifsins gang þeirra tima, og hvernig hann ætti og þyrfti að vera. Frá þeim dögurrv þegar flest lék i lyndi og gaman var að lifa og starfa, gátum við rifjað upp margt, sem varð okkur að skemmtan og sifelld sálubót. Hálfrar aldar samfylgd, og vel það, er býsna langur timi einnar manns- ævi. Og alla þá tið var heimili Ásgeirs og Dóru hér mitt annað heimili, þegar hingað kom að vestan eða norðan. Að þvi hafði ég lykil i vasa og kom og fór eins og heimamaður. Börn okkar blönduðu snemma geði. og heims. oft hvert annað á sumrum. Og þau hjón glöddust einlæglega með okkur þegar vel gekk, og hughreystu okkur og hjálpuðu þegar andstreymi sótti að. Nú er glæsimenni og góður drengur horfinn af sjónarsviði, maður með vit- urt hjarta, sem sómdi sér með miklum ágætum hvar sem var, trölltryggur vinur á löngum æviferli. Ég kveð hann með einlægri þökk og sárum söknuði og bið honum eillfrar blessunar. Og öllu hans fólki sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur minar og minna. Snorri Sigfússon. f Með fyrrverandi forseta Islands, herra Ásgeiri Asgeirssyni, er genginn ástsæll þjóðhöfðingi, góður maður og eftirminnilegur. Atvikin höguðu þvi svo að við Asgeir Ásgeirsson urðum sessunautar, þegar ég tók fyrst sæti á Alþingi árið 1946. Ásgeir Ásgeirsson var þá einn reynd- astur þingmanna. Hann var hlýr og til- litssamur við nýliðann á þingi, eins og hans var von og visa. Við höfðum áður átt nokkuð náin kynni, þegar við báðir áttum sæti i þjóðhátiðarnefndinni sem undirbjó lýðveldis-hátiðarhöldin 1944. Það hlaut að hafa holl áhrif á mig að kynnast persónuleika Asgeirs Asgeirs- sonar. Ásgeir Asgeirsson mun jafnan talinn hamingjumaðuri einkalifi, en þar átti hann glæsilegan lifsförunaut, sem var eiginkona hans frú Dóra Þórhallsdótt- ir, biskups. Það bar mikinn skugga á forsetasetrið að Bessastöðum, þegar þáverandi forseti missti þennan lifs- förunaut, og eflaust þyngra áfall for- setanum en marga grunaði. 1 opinberu lifi var lifsferill Asgeirs Asgeirssonar einstæður. Hann var for- seti Sameinaðs þings, forsætisráð- herra og fjármálaráðherra og að lok- um annar rikisforseti lýðveldisins. Fjöldi annarra merkra starfa hlóðust á Asgeir Asgeirsson, svo sem m.a. bankastjórastarf við Útvegsbanka Is- lands. en hann hafði einmitt átt rikan þátt i stofnun Útvegsbankans. þegar hann tók við hlutverki Islandsbanka og vildu þá ýmsir ráða miður heilt i miklu deilumáli. Stendur styrr um stóra menn, og vissulega komst Ásgeir Asgeirsson ekki hjá þvi að vera umdeildur á stundum. Hann var forsætisráðherra á sviptingatimum i stjórnmálum og hann átti einmitt sinn rika þátt i rót- tækum breytingum á kjördæmaskipan og kosningalöggjöf landsins tvisvar sinnum á stjórnmálaferli sinum, en fá mál hafa reynzt viðkvæmari og um- deildari á Alþingi og jafnframt mikil- vægari. A sextán ára forsetaferli sat Asgeir Asgeirsson á friðarstóli. en bar hróður embættis þjóðhöfðingjans innan lands og utan með miklum virðuleik og sæmd. Þjóðin minnist með söknuði þessa mæta manns við útför hans i dag. Jóhann Hafstein. t 2 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.