Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 4
r Hreinn Heiðar Arnason Válynd eru veður á Holtavörðuheiði, og hvergi er þokan svartari. Löngum hefur heiðin verið viðsjál þeim, sem þar eiga leið um. Margir hafa lent þar i mannraunum og naumlega sloppið, og á liðnum timum hafa ýmsir lokið þar sinni hinztu göngu. Jafnvel hraustmenni i blóma lifsins hafa orðið aö lúta i lægra haldi fyrir óveðurshrammi heiðarinnar. Nú hefur hún hlotið enn eitt slikt herfang. Sunnudagurinn 24. sept. siðastliðinn skyldi verða eftirminnilegur dagur i Borgarfirði. Þann dag átti að verða stóðrétt i Þverárrétt i siðasta sinn, þar sem samþykkthafði veriðað reka ekki oftar hross á Holtavörðuheiði. Það var þvi ástæða til að gera sér dagamun af þessu tilefni, og búizt var við miklum mannfjölda til réttar. Og eftirminni- legur verður þessi dagur — en á annan hátt en búizt hafði verið við. Hann varð dagur vonar og ótta — og siðar sorgar. Að morgni laugardagsins 23. sept. fóru Stafholtstungumenn i göngur á Holta- vörðuheiði til að smala fé og hrossum til Þverárréttar. — A afrétti þeirra eru m.a. Snjófjöll og Tröllakirkja, bratt og erfitt leitarsvæði, þar sem hver urðin og melurinn er öðru likt, að minnsta kosti i þoku. Lagt var af stað i góðu veðri, en áður en langt leið skall á óveður, ásamt þoku um hluta leitar- menntast vel af lestri góðra bóka, þó að skólagöngu i nútimaskilningi væri ekki fyrir að fara. Hvergi lét hann mikið yfir sér og enginn hávaðamaður var hann á mannfundum, en kom vel fyrir sig orði, og hafði góða þekkingu á málefn- um bænda. Var hann þvi farsæll mála- fylgjumaður á sinn hægláta hátt. 1 banalegu sinni varðveitti hann þá festu og hugarró, sem honum var i blóð borin og ætið hafði einkennt hann. Hann var drengur góður og ég veit að allir, sem hann þekktu, minnast hans með söknuði og hlýjum hug. Konu hans og börnum, sem eiga á bak að sjá ástrikum eiginmanni og föður, votta ég samúð mina. G.T. Stafholtsveggjum svæðisins. Og er gangnamenn komu i náttstað siðdegis eftir hrakninga- saman dag, kom i Ijós. að einn félaga þeirra vantaði. — þann sem liafði efstu og verstu göngur. Brátt varð ljóst. að ekki var allt með felldu. Gangnamenn hófu leit og björgunarsveitum var gert viðvart. Umfangsmikil leit fór fram alla aðfaranótt sunnudagsins og fram eftir degi þann dag. Ég kom að Forna- hvammi skömmu eftir að leitinni lauk. Leitarmenn voru að tinast ofan af heiðinni og nokkuð margir þeirra voru staddir á hlaðinu i Fornahvammi. er mig bar þar að. Er ég leit svip þeirra þurfti ég einskis að spyrja um úrslitin. Sorgin var greypt i hvern svip. Hver og einn hafði af fremsta megni reynt að leggja fram sitt liðsinni til bjargar. en það hafði ekki dugað til. Þokan. illviðrið og kuldinn höfðu unnið sitt verk svo. að þar varð engu framar breytt. Hreinn Heiðar Arnason á Stafholts- veggjum i Stafholtstungum, sem lauk æfi sinni á heiðinni á þennan sviplega og átakanlega hátt var aðeins 23 ára að aldri fæddur 3Lmarz 1949. Hann var sonur hjónanna Elinar Guðmunds- dóttur og Árna Guðjónssonar bónda, Stafholtsveggjum. A Stafholtsveggj- um átti hann heima alla sina skömmu ævi, og hafði fyrir nokkru tekið þar við búi ásamt Guðmundi bróður sinum. Hann ólst upp i óvenju stórum syst- kinahópi, þvi systkinin voru tiu, og var Hreinn sá sjöundi i aldursröðinni. — Það var gaman að fylgjast með barna- hópnum á Stafholtsveggjum, að sjá hann dafna og stækka með hverju árinu sem leið. Það gefur auga leið að þröngt var i bæ, þar sem svona stór fjölskylda bjó. Marga þurfti að metta og klæða. En þau Elin og Árni hafa sýnt það, að þau voru fyllilega þeim vanda vaxin. sem fylgdi þvi að hafa fyrir svo mörgum að sjá. Stundum er svo til orða tekið, að einhver hafi,, runnið upp eins og fifill i túni” Og þannig finnst mér einmitt hafa verið, um Hrein og systkini hans. Fyrr en varði voru þau flest orðin fullorðið fólk og þau Elin og Árni svo rik að eiga alla þessa myndarlegu af- komendur. vel gerða til likama og sálar. dugmikið fólk, sem hefur sýnt foreldrum ræktarsemi og hvarvetna verið vel látið. Nú er allt i einu komið skarð i þennan hóp. Hreinn var hár maður vexti og karlmannlegur og vel á sig kominn i hvivetna. Hann byrjaði snemma að vinna á búi foreldra sinna eftir þvi sem hann hafði aldur til. Hann vandist öllum algengum sveitarstörf- um og vann lengst við þau. bæði heima og viðar. Einnig stundaði hann málaranám um skeið og var til sjós um tima. Siðustu árin vann hann mest við jarðrækt með stórvirkum vinnu- vélum og við vélaviðgerðir. sem þvi fylgdu. Við öll þessi störf reyndist hann ágætur verkmaður. úrræðagóður og ósérhlifinn. Auk þess var Hreinn einn af þeim allt of sjaldgæfu mönnum. sem er svo gott að hafa i nálægð sinni vegna léttrar lundar og glaðværðar. Hann lifgaði upp umhverfi sitt. Hygg ég ekki ofmælt. að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, sem honum kynntist. Nú drúpirsveitin höfði i hljóðri sorg. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.