Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 5
Petrína Jónsdóttir Jarðarför Petrínu Jónsdóttur fór fram 9. september 1972. Um tvo áratugi hef ég verið ná- ranni Petrinu, húsfreyju á Ytra- Hólmi i Innri-Akraneshreppi. Eigi er hægt að minnast húsfreyj- unnar á Ytra-Hólmi án þess að minnzt sé einnig manns hennar Péturs Otte- sen, fyrrverandi alþingismanns og héraðshöfðingja. Sá maður var alþjóð kunnur og hefur að vonum verið margt um hann ritað, að verðleikum. — Blessuð sé minning hans. — Það hefur verið hljótt um nafn hús- freyjunnar á Ytra-Hólmi, konunnar, sem var forsjá heimilisins, er börnin voru ung og bóndi hennar víðsvegar á ferðalögum að vinna að hag lands og þjóðar. 1 þvi sambandi má minnast á þingsetu Péturs Ottesen á Alþingi, óslitið i 43 ár. Margt má segja um húsfreyjuna á Ytra-Hólmi. Sem húsmóðir sá hún vitanlega um öll störf innanhúss, sem vera bar. I fjarveru húsbóndans hafði Petrina auknum skyldum að gegna, hún varð þá að hafa umsjón með öllum störfum utanhúss, er að búskap lutu. Það vita allir, sem til þekkja, að þetta tókst henni með ágætum. Má nærri geta að stjórnsemi húsfreyjunnar á Ytra- Hólmi hefur létt áhyggjum af eigin- manni hennar, Pétri, sem var oft að heiman auk þingsetunnar, en sjálfur var Pétur Ottesen áhugasafnur um allt, sem að búskap laut og sivinnandi Það er örðugt að sætta sig við þessa ráðstöfun forlaganna, en okkur er ekki gefið að geta grátið neinn úr heljú. En þungbærust er raun þeirra, sem stóðu honum næst. Hreinn felldi hug til myndarlegrar heimasætu úr Þverár- hlið.Guðbjargar Magnúsdóttur i Norð- tungu. Opinberuðu þau trúlofun sina siðastliðið vor og gengu i hjónaband fyrir aðeins örfáum vikum. Lifið virtist brosa við ungu hjónunum og það var enginn vandi að sjá, hve hamingjusöm þau voru, þvi að það blátt áfram ljómaði af andlitum þeirra. — Og svo allt ieinu — þetta. Guð gefi brúðinni hans ungu styrk til að ganga gegnum þessa átakanlega sorglegu lifsreynslu án þess að bugast. Ef samstilltir hugir manna mega sin einhvers — og ég held, að svo sé — heima á búi sinu þegar hann var heima. Petrina Jónsdóttir fæddist i Kára- neskoti i Kjós 5. des. 1889, en dáin 2. september 1972. Petrina kynntist Pétri Ottesen á Suðurnesjum, nánar sagt i Garðinum, en þar stundaði Pétur sjóróðra, enda átti hann til sægarpa að telja. Hugir þeirra Petrinu og Péturs lágu saman. Fluttist Petrina með unnusta sinum að Ytra-Hólmi árið 1913 og bjó þar siðan til æviloka. Langur var æviferill húsfreyjunnar á Ytra-Hólmi orðinn er yfir lauk. Mætti þar fara um mörgum orðum, þvi að af nógu er að taka. Min orð verða fá. Ég veit að hin hlédræga kona kæröi sig litt um hólið i jarðvist sinni. Ég býzt við, að hún sé sama sinnis enn, þótt hún hafi flutzt héðan. En hitt er, að mér er skylt að minnast hennar, enda þótt þau rök séu hulin, sem dýpst liggja. Eins og þeir vita bezt, sem til þekkja, þá var Petrina rómuö fyrir hugulsemi og hjálpfýsi við þá, er þurf- andi voru og bágt áttu. Húsfreyjan á Ytra-Hólmi var komin af léttasta skeiði lifs sins er ég kom i Innri-Akraneshrepp. Engu að siður er mér vel kunnugt um, að hún bar kyndil góðmennskunnar og lét margt gott af sér leiða. Má þá nærri geta um þraut- seigju hennar og fórnarlund fyrr á árum, meðan lifsþróttur hennar var vona ég, að hún fái styrk i þeirri inni- legu samúð og hlýhug, sem streymir til hennar þessa erfiðu daga. Við heimilisfólk á Kaðalsstöðum eigum Hreini fjölmargt gott upp að unna. Oft dvaldist hann hér um lengri eða skemmri tima við ýmis störf. Þá átti hann oft leið hingað og var ætið au- fúsugestur. Raunar fannst okkur Hreinn alltaf fremur vera heima- maður en gestur. Sá heimamaðurer nú horfinn, og við kveðjum hann með söknuði og þökk. En eftir lifir minningin um góðan dreng. Guðbjörgu, foreldrum Hreins, syst- kinum og tengdafólki sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Þórunn Eirlksdóttir. meiri og fátæktin nágrannanna enn meiri en siðar var og ég þekkti til. Petrina Ottesen bjó á Ytra-Hólmi til æviloka, sem fyrr segir, Hjá henni vann að bústörfum, Anton Ottesen, bróðursonur Péturs og fóstursonur þeirra hjóna, Péturs og Petrinu. Þau Pétur og Petrina áttu tvö börn: Sigurbjörgu, búsetta i Reykjavik og Jón bónda á Ytra-Hólmi. Eins og vænta má hvildu búsáhyggj- urnar siðustu ár ævi hennar á herðum sonarins, Jóns Ottesen og konu hans, Bryndisar Guðmundsdóttur. Mér er vel kunnugt um umhyggju þeirra og ástúð, sem þau sýndu hinni öldruðu heiðurskonu. Hvers var annars að vænta? Petrina Ottesen uppskar eins og hún sáði til. Fátt eitt er sagt hér um ævistarf göf- ugrar konu og hjálpfýsi hennar á langri ævi, enda fá orðin litið tjáð i þvi efni, þvi að þar tala verkin. Minningarnar lifa þótt maðurinn hverfi, eigi siður er göfugrar konu minnzt. —Lifsgeislar dyggðarinnar og góðleikans eru ávallt bjartir, en bjart- asta hef ég fundið þá geisla frá fórn- fúsu konuhjarta. Petrina var i fremstu röð dyggðugra og starfsamra kvenna. — Nú er hún horfin: Vertu sæl Petrina. Þökk og þakkir frá mér og konu minni. Frá fjölskyld- unni áKjaransstöðum.Einnig hjartans þakkir og kveðjur frá börnum okkar hjóna, sem fjarstödd eru, en sem nutu einnig velvildar þinnar. Vertu sæl. Guð blessi þig. — öllum ástvinum hinnar látnu heiðurskonu flyt ég samúðarkveðjur frá minu fólki. Sérstaklega þó börnum hennar, tengdadóttur og barna- börnum, — Guð blessi ykkur öll. Þú ert horfin langt i ljóssins geim ljóssins til, — i sælurikan heim. Hjarta, sem að mörgum flutti friö flytur með sér gleði og sólskinið. Geislar mildir flytja frið og yl, flytja meö sér allt, sem bezt er til. Flytja hjörtum minninganna mál um mæta konu, kærleiksrika sál. Hér með þökk er heiðurskona kvödd. Kærieiksyl ber hjartans milda rödd. Fylgja þér til friðarkynna heim fagrir geislar ljóss um himingeim. Þú treystir guði, — blitt þitt bænamál. Bjart var yfir lifi þinu og sál. Trúarkyndill, — ljósið lausnarans, er lýsir þér um byggðir himnaranns. Þórarinn Jónsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.