Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 6
HELGI ARASON Þau bregða um þig ijóma liðnu árin, nú lofa þig — þin eigin verk. — D.St. Helgi Arason á Fagurhólsmýri i öræfum andaðist á heimili sinu 24. ágúst s.l. 79 ára. Starfsþrek hans hafði farið þverrandi að undanförnu sökum sjúkdóms, en hann þurfti þó ekki á sjúkrahússvist að halda. Helgi fæddist á Fagurhólsmýri 16. marz 1893. Foreldrar hans voru hjónin Ari Hálfdánarson og Guðrún Sigurðar- dóttir, en þau bjuggu á Fagurhólsmýri um langt skeið. Þau voru bæði af merkum skaftfellskum ættum. Heimili þeirra á Fagurhólsmýri var meðal hinna fremstu i héraðinu og jafnan fjölmennt. Þar fór saman i heimilis- háttum atorka, framfarahugur, bók- leg fræðsla, reglusemi, greiðvikni og glaðværð i viðmóti. Þar ólust upp sjö börn þeirra hjóna. Yngstir i systkina- hópnum voru tviburarnir Helgi og Hálfdán. Helgi naut góðs af þvi, eins og systkini hans, að alast upp á traustu menningarheimiii. Dagfar hans alla ævi, bar þess vott, að hann var sjálfur gæddur þeim dyggðum, sem rótgrónar voru á heimilinu. Fór þar saman eðlis- far og uppeldisáhrif. Og er hann var á barnsaldri kom það fram i handtökum hans, að snemma beygist krókúrinn að þvi er verða vill. Fyrr en varði bar samt að nokkra erfiðleika, svo að brautin til aukins þroska varð ekki svo greiðfæi* sem skyldi. Þegar Helgi var niu ára fékk hann meinsemd i annað hnéð, svo að af þeim sökum lá hann þungt haldinn margar vikur. Eftir að þrautir minnkuðu komst hann i sjúkrahús i Reykjavik. Með hjálp færustu lækna og á löngum tima fékk hann aftur styrk i fótinn, svo að hann gat gengið til vinnu hvar sem var og hlifði sér hvergi. Samt hlaut hann jafnan að reyna það, að betra er heilt en vel gró- ið. Eftir að Helgi hafði unnið bug á sjúkdómnum, hélt hann kyrru fyrir heima um sinn og vann að ýmsu. Greip hann þá m.a. til skósmiði. En er hann var kominn á þritugsaldur fór hann til Seyðisfjarðar, réðst til Jóhanns FAGURHÓLSMÝRI t Hanssonar og starfaði þar i vélsmiðju um skeið og i framhaldi af þvi vann hann með Jóhanni við tilraunir með að ná á flot togara sem strandað hafði i öræfunum. Helgi var samstarfsmaður Jóhanns Hanssonar fáein ár, þótt lög- heimilið væri ávallt á Fagurhólsmýri. Það kom brátt i ljós að Helgi var svo vel að sér, að honum var nálega undir- búningslaust treyst til að leysa af hendi vandasöm verk i járnsmiði. Helga fór likt og hinum merka brautryðjanda, er á 19. öld ferðaðist um fjarlæg lönd til að kynnast menn- ingu og háttum annarra þjóða. ekki einungis vegna sjálfs sin. vegna hinna, sem áttu þess ekki kost að fara að heiman, og bað samstarfsmenn sina að muna eftir tslandi. Dvöl Helga á Seyðisfirði var ekki eingöngu vegna atvinnu i vélsmiðjunni. Hjá honum féll starf og nám i einn farveg. Miklu verki skyldi skilað, en jafnframt með glöggu auga gefa gaum að nýjungum. er leitt gætu til aukins hagræðis og þæginda. Ennfrerhur skyldi ávallt munað eftir sveitinni og þvi. er þar mætti til leiðar koma og til framfara horfði. A þessum árum tókst Helga að eignast rit eftir norskan verkfræðing, er varð honum — og siðar fleiri sjálfmenntuðum raf- fræðingum i Skaftafellssýslu — gagn- leg lærdómsbók. Um leið og Helgi kom heim frá Seyðisfirði, og þó áður en starfi hans með Jóhanni Hanssyni lauk að fullu, hófst hann handa um sum þau verk, er hann hafði hug á að leysa af hendi á heimili sinu og viðar i sveit sinni. A árinu 1922 lauk hann smiði raf- stöðvar á Fagurhólsmýri. Jafnframt kom hann þar upp aðstöðu til járn- smiði. Með þessu verki ruddi hann brautina á þessu sviði i sveitinni og viðar, enda voru ekki margar raf- stöðvar á landinu á þessum tima. Þegar Helgi hafði komið þessu i verk, var hann ekki orðinn þritugur að aldri. Og hér var ekki tjaldað til einnar næt- ur. Við ævilok Helga hafði rafstöðin á Fagurhólsmýri — að visu með nokkr- um endurbótum — skilað orku i heim- ilin þar i hálfa öld. Athafnir Helga og framkoma báru vott um svipaða hugsun og hjá kenni- mannfnum og búnaðarfrömuðinum, er kvaðst ekki byggja fyrir sig einan heldur sveitungana og vilja hjálpa grönnum sinum við margháttaðar framkvæmdir. Þegar öræfingar sáu, hverju rafstöðin á Fagurhólsmýri fékk orkað, varð þeim það mikil hvatning til framtaks á þessu sviði, svo að á ein- um áratug voru flest heimili i öræfa- sveit raflýst frá vatnsaflsstöðvum, er reistar voru i grennd við bæina. Þótt fleiri hagleiksmenn en Helgi komi þar við sögu, þá á hann þar stærstan hlut. Járn úr togurunum, sem strandað höfðu. notaði hann allmikið, smiðaði sjálfur sumt, er þurfti i rafstöðvarnar og annaðist kaup á öðru efni. Starf Helga á þessu sviði var ekki bundið við öræfasveitina eina. Hann kom upp rafstöðvum á nokkrum bæjum i öðrum byggðarlögum. Með þessu framfara- spori. sem stigið var fyrir 40-50 árum. hafði öræfingum tekist þrátt fyrir ein- angrun. að stiga lengra fram en ibúum margra annarra byggðarlaga. Vakti það athygli ýmissa manna. er komu í sveitina. Þessu til sönnunar er um- sögn. sem þjóðkunnur lærdóms- og 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.