Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 7
gáfumaður birti, eftir að hann hafði komið að Fagurhólsmýri og séð sumt af verkum Helga. Þar segir svo: (Sig. Nordal: Vaka 1927, I. árg.): „Eitt af þvi sem vakti athygli mina og aðdáun á ferð minni um Skaftafellssýslur i sumar, voru rafstöðvarnar. Þær eru þar á allmörgum bæjum og orkan nægilega mikil til þess að rafmagnið geti sýnt alla kosti sina. Þar eru ekki aðeins ljós í hverju horni i bænum, heldur i útihúsum og úti á hlaði.... Auk rafalsins geta vatnsvélarnar rekið ýmis önnur tæki. Vatnvélin á Fagurhólsmýri snýr kvörn, hverfi- steini, rennismiðju og blæs að kolum i smiðjuaflinum.... Sumir munu halda, að Skaftfellingar hafi orðið á undan öðrum i þessu efni, af þvi að staðhættir séu þar sérstaklega auðveldir. Nú er að visu nóg vatn i Skaftafellssýslu. En ekki gagnast að Kúðafljóti né Skeiðará til virkjunar. Til þess eru bæjarlækirn- ir betri, og þeir eru viðar á íslandi. Sannleikurinn er sá, að staðhættir eru mjög upp og ofan, þar sem stöðvar hafa verið gerðar, sums staðar ágætir, sums staðar i meðallagi eða tæplega það. Skaftfellingar hafa komizt á und- an öðrum, af þvi að þeir hafa lært að hjálpa sér sjálfir. Hagleikur virðist lengi hafa legið þar i landi og smiðjur eru viðar á bæjum, en nú gerist al- mennt. Einstöku hagleiksmenn, sem að miklu leyti hafa verið sjálf- menntaðir, hafa ráðizt i að setja upp stöðvar, smiða mikið af þeim heima, jafnvel vatnsvélarnar, en panta hitt sjálfir, sem til þurfti. Með þessu móti hefur þeim tekizt að gera stöðvarnar furðanlega ódýrar. Ef þeir hefðu átt allt til Reykjavikur að sækja, er hætt við að kostnaðurinn hefði orðið lítt kleifur. Auk þess má ekki gera litið úr þeim þroska og trausti á sjálfa sig, sem bændum eykst við slikar fram- kvæmdir. Með þessu eina móti geta þeir lfka haft menn við höndina til við- gerða, ef eitthvaö bar út af. Ég vildi óska þess, að hagleiksmenn viðsvegar af Islandi vildu taka sér ferð á hendur og skoða stöðvarnar i Skaftafellssýslu og kynnast sumum smiðunum þar eystra eins og þeim Bjarna Runólfs- syni i Hólmi i Landbroti og Helga Arasyni á Fagurhólsmýri i öræfum. Þeim myndi vaxa áræði og bjartsýni «við þá kynningu. Það myndi verða ljós úr henni — bókstaflega”. Umsögn hins glöggskyggna gests, sem hér er vitnað til sýnir góðan skiln- ing á málinu. En sá veit bezt, sem reynir. Ef bændurnir i einangraðri byggð, þar sem verzlunarviðskipti voru erfiðleikum bundin, hefðu átt allt til Reykjavikur að sækja i sambandi við rafstöðvarnar, er hætt við að kostnaðurinn hefði orðið litt kleifur. Og oft var leitað til Helga um lagfær- ingar og viðgerðir. Lagði hann gjörva gjörva hönd á marga hluti og voru þau viðskipti jafnan á þann veg eins og sjálfsagt væri, að hann veitti hverjum þeim, sem til hans leitaði, ókeypis að- stoð við slikar endurbætur. Helgi lét ekki við það eitt sitja að vinna að vélsmiði og annast ýmsar endurbætur. Marga smiðisgripi stóra eða smáa gerði hann fyrir sjálfan sig eða aðra. Mátti einu gilda, hvort efni viðurinn var járn, stál, kopar i renni- bekkinn eða deigluna, álkúlur af fjöru eða tré. Yfirleitt bera þessir hlutir það með sér, að þar hefur hagur maður farið höndum um. Framtak Helga birtist i verki á við- ara sviði en við smiðar. Hann átti mik- inn þátt i þvi að kaupa fyrstu bifreið- ina, sem öræfingar eignuðust og var hún notuð til flutninga um sveitina. Jafnframt öðrum verkum vann hann að bústörfum eftir þvi sem timi gafst til i góðu félagi við bróður sinn og fleiri vandamenn. Hann stóð fremstur i flokki heimilismanna við byggingar húsa á jörðinni. Hafði hann ávallt m jög glöggt auga fyrir hagræðingu við störf utan húss og innan. Helgi hafði lengi á hendi ýmis opin- ber þjónustustörf. Hann var simstöðvarstj- um 40 ára skeið. Hann annaðist afgreiðslu flugvéla á Fagur- hólsmýri og veðurathugun. Fáein ár var hann deildarstjóri i öræfadeild Kaupfélags Skaftfellinga og þá annað- ist hann vöruafgreiðslu i sveitinni á vegum kaupfélagsins. Yfirburði manns má stundum greina i tvo þætti: varanleg verk og heillavænleg áhrif á samfélagið. Mest er um vert, þegar þetta fer saman. Verkahringur Helga var að mjög miklu leyti bundinn við öræfasveitina. Þeir, sem bezt þekkja til verka hans og geta haft fyrir augum sumt það, er eft- ir hann liggur, munu nú við ævilok hans með hlýjum hug minnast hans á sama hátt og þjóðskáldið segir: Þau bregða um þig Ijóma liðnu árin, nú lofa þig — þin eigin verk. En bak við verkin stendur maðurinn sjálfur. „Allar nýjar endurbætur eiga sinar dýpstu rætur i fylgsnum hjart- ans, fleygri sál”. Menn, sem hafa mik- ið skapandi afl sjá i huga sér myndir, sem ekki eru þá til i hinum sýnilega heimi. Þær eru i huga manns eins og fullgerður uppdráttur af mannvirki, sem ekki er farið að reisa. Hin glöggva úsjón Helga á verklegu sviði benti á þennan hæfileika. Arvekni og kapp við störf var i samræmi við eðli hans. Einnig hafði hann sivakandi áhuga á þvi að búa vei i haginn fyrir sjálfan sig og aðra, lyfta heimili sinu og sveit sinni til aukinnar velmegunar og lifs- þæginda. Þegar maður hefur fengið þessar miklu vöggugjafir Hugsjónir, mikinn hagleik, vakandi áhuga og einlægan vilja til að vinna að viðtækum fram- förum og ávaxtar þær með störfum sinum, þá getur ekki hjá þvi farið að hann verði mikill umbótamaður á starfssvæði sinu. Þótt jarðnesk ævi Helga Arasonar sé öll, geyma sveitungar og aðrir vinir hans i hug sér þannig mynd af merk- um manni og mikilhæfum. Sú alúðarkveðja, sem hér er flutt, skal að lokum bundin við hin fögru, fornu orð: Láti Guð honum nú raun lofi betri. — Þ.Þ. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.