Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 10
PÁLL PÁLSSON Þúfum Magnús Rögnvaldsson verkstjóra eru tengdar þessum atburðum. Fyrir æsku sakir auönaðist mér ekki að taka þátt i þeim leiðöngrum, sem hér var minnzt á. Siðar átti ég þess kost aö starfa hjá Magnúsi mörg sumur að almennri vegagerð. t huganum geri ég för mina um Bröttubrekku og Suður-Dali og virði fyrir mér staðina, þar sem við slógum tjöldum okkar. Það er sól yfir þessum stöðum og sérstakar minning- ar tengdar hverjum og einum. Þegar ég hugsa til þessara gömlu góöu daga, þá verður mér efst i huga virðing og þakklæti við hinn látna heiðursmann. Auk þess aðalstárfs Magnúsar, sem þegar er getið, hlóðust á hann marg- visleg félags- og trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. 1 hreppsnefnd Laxár- dalshrepps var hann 1958 til 1962, gjaldkeri sjúkrasamlags hreppsins frá 1944 til 1958, i bygginga- og skipulags- nefnd hreppsins frá 1962 og i bygginga- nefnd félagsheimilisins Dalabúð. Magnús fékkst lengst af nokkuð við verzlunarstörf, hann starfrækti bók- sölu i Búðardal frá 1946 og um árabii var hann umboðsmaður Oliuverzlunar Islands á staðnum. Vörubifreiða- akstur stundaði hann fyrr á árum, og áður en hann gerðist verkstjóri rækti hann ýmis störf utan héraðs, var m.a. nokkrar vertiðir i Vestmannaeyjum. Ég get hér aðeins þess, sem mér eru handbærar heimildir um og þykist viss um, að ekki sé öllum störfum Magnúsar þar með til skila haldið. Hann var þekktur að áhuga sinum á skógræktarmálum og virkur félagi i Lionshreyfingunni. Ég hygg, að Magnúsi Rögnvaldssyni hafi látið vel að ráða fyrir fólki og þvi fór honum verkstjórastarfið vel úr hendi. Hann var maður myndarlegur á velli og það sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann var einarður i skoðunum og átti gott með að túlka sitt mál. Fróður var hann um menn og málefni og skemmtilegar frásagnir hans munu seint úr minni liða. þeim er hann þekktu. Nú þegar Magnús Rögnvaldsson er kvaddur hinztu kveðju, streyma hlýjar samúðarkveðjur til eftirlifandi eigin- konu hans. dóttur og fósturdætra, syst- kina og annars venzlafólks, Blessuð sé minning hans. Reykjavik i september 1972 Sigurður Markússon. 10 Páll Pálsson, hreppstjóri i Þúfum lézt snögglega i Landspitalanum hinn 8. september. Páll fæddist 10. septem- ber 1891 á Prestbakka i Hrútafirði, sonur prestshjónanna þar, Páls prófasts Ólafssonar og Arndisar Pétursdóttur. Séra Páll fékk Vatns- fjaröarprestakall árið 1900 og fluttist þangað næsta vor með mörg og þrótt- mikil börn, sem þá voru reyndar á æskuskeiði. Páll gerðist brátt mjög dugandi við bústörf og mun stjórn bús- ins bráðlega hafa færzt á hans herðar, enda bráðþroska, sem þeir bræður allir. Páll tók próf frá Hvanneyrar- skóla 1916. Tók hann nokkru siðar við búskap i Vatnsfirði, fyrst á móti föður sinum, og siðan einn, unz séra Páll fékk lausn frá embætti 1928. Keypti Páll Pálsson þá jörðina Þúfur, er var kirkjujörð og bjó þar siðan til þess að hann lét jörðina i hendur tengdasyni Sinum. Ásgeiri Svanbergssyni fyrir fáum árum. Það kom brátt á daginn að Páll var búmaður ágætur. Þúfur var lengstum talin fremur léleg jörð. En við komu Páis þangað breyttist það álit. Jókst bú Páls brátt og var jafnan með stærstu búum við Isafjarðardjúp. Hann efldi og bætti jörðina að húsum og ræktun og lét afrakstur búsins jafnan standa undir umbótum. Hann kvaðst aldrei hafa tekið vixillán á langri ævi. Hygg ég fá dæmi sliks. Efni hans jukust ár frá ári Mun hann um langt skeið hafa verið einhver efn- aðasti bóndi á Vestfjörðum. Þótt Páll væri búhöldur ágætur. var hugur hans engan veginn bundinn við eigin búskap. Hann var alltaf áhuga- samur félagsmálamaður og tók af kostgæfni þátt i málefnum sveitar og sýslu. Var hann ávallt mest ráðandi i sveit sinni. Hann var i sveitarstjórn um rúmlega hálfrar aldar skeið og nær ávallt oddviti. Hann sat i sýslunefnd jafn lengi að ég hygg. Var fyrst kjörinn i nefndina 1919. er faðir hans lét af þeim störfum. Sóknarnefndarfor- maður var hann hygg ég alla sina búskapartið. Hreppstjóri var hann skipaöur 1938. og lét af þvi starfi um leið og hann skilaði af sér sveitar- stjórnarstörfunum i hendur Ásgeirs tengdasonar sins. 1 stjórn Kaupfélags lsfirðinga var hann i áratugi, og lét sér mjög annt um að efla viðskipti i sveit sinni. Kom hann þvi til leiðar, að slátrun hófst i Vatnsfirði á vegum kaupfélagsins, hreppsbúum til mikils hagræðis. Ég átti þess kost að vera oft á fund- um með Páli i Þúfum, einkum búnaðarsambands og kaupfélags. Hann var maður viðfelldinn i sam- vinnu. Lagði sig ekki eftir þrástagli né þrætum, en vildi oftast miðla málum og komast að fastri niðurstöðu. Mér fannst hann helzt eiga heima i miðflokki þar sem tekið væri tillit til sem flestra sjónarmiða, en ekki gefinn fyrir kappsama málafylgju. Auðvitaö hefur slikt stundum sina ágalla. Hann var varfærinn um að rasa ekki um rað fram og deigur að tefla á tvær hættur, einkum i fjármálum. Hann andæfði þvi stundum nýmælum, en gerðist þó oft drjúgur liðsmaður þeirra siðar meir. Koma mér þar i hug mjólkurmál Djúpmanna á fyrri árum kaupfélags- ins. Hann tók ekki undir það mál i fyrstu en gerðist siðar öruggur liðs- maður þess. Páll var jafnan góður fyrirgreiðslumaður sveitunga sinna, oft varðandi lán og búvélakaup. Þess konar liðveizla var oft eigi metin sem skyldi. einkum ef ekki næst æskilegur árangur. Páll var lika þeirrar skoð- unar. að bændur yrðu að varast að stofna til skulda . sem greiðslugetu þeirra væri ofvaxin og hafði þar dæmi sjálfs sin i huga. Páll var hamingjumaður i einkalifi sinu. Kona hans var Björg Andrés- dóttir frá Blámyrum i ögursveit, i föðurætt af kunnu Djúpfólki. en i móðurætt af sterkum ættum úr Breiðafjarðareyjum. Hún var val- kvendi, samhent manni sinum um heimilisstjórn og mun forstaða búsins oft hafa hvilt á hennar herðum. þvi maður hennar hafði löngum timafrek- um störfum að sinna utan heimilis. Björg lézt 1962 og varð harmdauða öll- um ,er kynntust henni. Lengstum var Páll hraustur til heilsu og gekk ótrauður að bústörfum fram á áttræðisaldur. en tók að hrörna nokkuð siðustu árin. Átti hann dvöl i Hveragerði i sumar. en ætlaði að þvi loknu vestur að Borg og dvelja þar timakorn. áður en hann héldi heim i Þúfur. Lagðist hann. að þvi er virtist islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.