Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 14
EIRÍKUR SIGURÐSSON F. 1. mai 1889. D. 21. ágúst 1972. Haustið 1952 tók Langholtsskólinn i Reykjavik til starfa. Byggingarfram- kvæmdir höfðu dregizt á langinn og seinkaði það skólahaldi um nokkrar vikur. Allir voru orðnir þreyttir á biðinni, skólastjóri, nemendur, for- eldrar. Allir nema kennararnir sögðu meinlegar tungur. Þá var þaö einn rigningardag ná- lægt haustnóttum, að barið var að dyr- um á skrifstofu skólastjóra, sem vann að undirbúningi skólahaldsins. A þröskuldinum stóð fremur lágvaxinn maður en þrekinn um herðar, nokkuð við aldur en þó hinn vörpulegasti. Hann var rjóður i andliti, útitekinn og votur af regninu, svipurinn stillilegur og andaði frá honum hlýju. Hér var kominn einn af þeim kennurum, sem ráðnir höfðu verið að hinum nýja skóla, Eiríkur Sigurðsson. Erindi Eiriks að þessu sinni var að grennslast um það hjá skólastjóra, hvort hann gæti ekki á einhvern hátt lagt lið við undirbúning skólahaldsins, meðan á biðinni stóð. Skólastjórinn, Gisli Jónasson, spurði góðlátlega, hvort hann væri orðinn leiður á að- gerðaleysinu. ,,Ónei”, svaraði Eirikur, ,,ekki er nú það. Það stendur nú þannig á, að ég er að byggja ibúðarhús að Drekavogi 8, svo að i sjálfu sér má segja, að þessi timi komi sér vel fyrir mig. Það er bara þetta, að ég kann svo illa við að • taka á móti launum fyrir að gera ekki neitt”. Sú mynd, sem ég mótaði mér af Eiriki Sigurðssyni við þessi fyrstu kynni átti ekki eftir að breytast mikið, heldur aðeins verða fyllri. Einkum vantaði þá i hana bros . hans, sem yljaði mörgum i návist hans. Og þó var það ekki ætlað til að ganga i augun eða bera á torg, heldur varð það til eins og ósjálfrátt innra með honum sjálfum likt sólargeisla, sem kemur og fer. Annað mjög eftirtektarvert einkenni i fari Eiriks var hinn einstaki grandvar- leiki hans i orðum. Hann talaði fremur hægt og seint og var sem hann sleppti engu orði ógrunduðu. Einkum gætti þessa, þegar tilrætt var um menn. Hann bar engan oflofi og aldrei lasti, en vildi, að hver nyti sannmælis fyrir^ 14 það, er hann hefði vel gert. Kæmi þar tali manna, að farið væri niðrandi eða háðulegum orðum um náungann, lagði Eirikur aldrei til mála, en fram á varir hans læddist stundum góðlátlegt, tvi- rætt bros, sem ég vissi aldrei gerla að hvorum var fremur stefnt, þeim er um ræddi eða þeim, sem um var rætt. Þegar hér var komið sögu, á haust- dögum 1952, var Eirikur enginn ný- græðingur i kennarastarfinu. Hann hafði þá um árabil verið farkennari á ýmsum stöðum á Austfjörðum, jafn- framt þvi sem hann fékkst við búhokur sér til lifsframfæris, þvi fáir litu á það sem alvöruvinnu að segja til krökkum. Ég býst þvi við, að Eirikur Sigurðsson hafi verið þvi fremur óvanur að taka laun sin á þurru, eins og fram kom i fyrstu heimsókn hans i Langholtsskól- ann. A þessum árum hefur hann sjálf- sagt ekki verið neinn hálaunamaður, en komizt bærilega af, i anda þess við- horfs, að sá, sem ekki girnist meira en hann þarf, hefur oftast allsnægtir. En þótt Eirikur tæki þannig hendinni til á Austfjörðum með einum og öðrum hætti, varð hann þar ekki allur. Leiðin barst frá farskólanum i sveitinni til Reyðarfjarðar og Siglufjarðar, þar sem hann fékk fjölþætta reynslu af kennslustörfum og loks var hann. hing- að kominn til Reykjavikur. Sem kennari fór Eirikur varfærnum höndum um nemendur sina, skildi vel aðstöðu þeirra, sem minni máttar voru og áttu erfitt með nám. Hins veg- ar var það honum fjarri skapi að leggja árar i bát, hvorki fyrir sina hönd né annarra. Þess vegna var hann ýtinn við að laða nemendur sina til náms og nokkurs árangurs og missti aldrei sjónar af lendingarstað, þótt af og til kynni að bera úr horfi. Kæmi það fyrir, að Eirikur hefði nemendur, sem fremur skorti vilja en hæfileika og nýttist ekki kennslan vegna leti eða kæruleysis, þótti honum stórum mið- ur. Fylgdi hann þá kröfum sinum eftir af þeim þunga, aðoft nægði til bóta. Að þessu leyti speglaðist skapgerð Eiriks i kennslu hans. Hann hafði alla tið fyrst og fremst gert kröfur til sjálfs sin og sjálfrátt eða ósjálfrátt varð honum að ætlast til þess sama af öðrum. Haustið 1959 lét Eirikur af kennslu, þá nýlega orðinn sjötugur. Heilsa hans var ennþá góð, en skert heyrn nokkúð farin að baga hann i starfi. Það var þó engan veginn ætlun hans að setjast i helgan stein, þótt nú ræki ekki lengur nauðir til, að hann legði á sig vinnu. Hann réðst starfsmaður i Fiskimjöls- verksm. Kletti, þar sem hann vann erfiðisvinnu um nokkur ár, fullan vinnudag, og stundum vel það, við hlið sér yngri manna. Enginn kvartaði þó um, að á gamla manninn hallaði i starfi og kom sér ennþá vel sú seigla og likamlega þjálfun, sem þátttaka i erfiðisvinnu og iþróttum hafði búið hann. Á áttræðisaldrinum upplifði Eirikur svo það, sem ég hygg, að hann hafi verið litt kunnur áður. Hann hafði skyndilega meiri peninga handa á milli, en honum fannst þörf fyrir, þar sem hann fékk bæði eftirlaun sin og góð laun fyrir þá vinnu, sem hann stundaði. Ekki þurfti hann þó að hafa af þvi áhyggjur til frambúðar, hvernig hann ætti að koma peningum sinum i lóg. Skattheimta þess opinbera var fljót að finna þetta breiða bak, saman- rekið og sinastælt úr Fljótsdalnum, og gekk að þvi eins og hverju öðru misk- unnarverki að hirða kúfinn af launum hans. Nú á tveimur siðustu árum tók heilsu Eiriks mjög að hraka. Likami hans var út slitinn og önd hans var smám saman að leggja af sér hin islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.