Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 16
Jón Þórðarson Miðfelli n allskonar gleðskapur, meðan hinn glæsilegi barnahópur var heima. Þrátt fyrir allan ókeypis greiða bjó Sigbjörn bænda bezt. Ég býst við, að Eirikur hafi talið sig lánsmann og ekki sizt með konuvalið. Ekkert þekkti ég inn á búskap þeirra, en þó hygg ég. að þau hafi ekki þurft að leggja höfuðið i bleyti til að koma undan skatti. Búskapur á rýrðarkotum gaf ekki mikið i aðra hönd. Ég hygg lika, að meira hafi veriö lagt i að halda fornri hefð og koma börnunum til náms og þroska en dorga á krónumiðum. Meðan Eirikur stundaði farkennslu á Héraði, hlýtur búskapurinn að hafa hvilt mest á herðum Kristinar á vetr- um. Hún mun heldur ekki hafa talið eftir handtökin, hvort sem var úti eða inni. Kristin lifir mann sinn, en hefur ekki gengið heil til skógar hin siðustu ár. Slikt setur hún ekki fyrir sig, tekur bara hlæjandi inn sin meðul. Að ræða við hana er likast þvi að tala við mann- eskju, sem er að leggja út i lifið. Þau Kristin og Eirikur eignuðust fjögur börn: Margrét er húsfreyja i Ytri-Njarðvik, Sigbjörn kennari i Reykjavik, Sigurður deiidar- stjóri i Landsbankanum og Ragnhild- ur las verzlunarfræði og stundar skrif- stofustörf. Ég hefi verið beðinn þess af Kristinu og börnum þeirra, Margréti, Sigurði og Sigbirni, að færa Ragnhildi sérstak- ar þakkir fyrir þá einstöku fórnarlund og alúð, sem hún sýndi föð- ur sinum þar til yfir lauk. Ragnhildur hefur i mörg ár staðið fyrir heimilinu að öllu leyti, nema það sem móðir hennar hefur getað lagt hönd að heilsunnar vegna. Jafnframt hefur hún unnið fulla vinnu á skrifstofu og eftirvinnu. Að koma þar inn er samt eins og ekki hafi verið gert annað all- an daginn en fina þar til. Meðan faðir hennar lá á spitala tók hún sér klukkutima fri hvern dag til að sitja hjá honum. Og þegar hún varð að taka hann heim, varð hún að vaka að mestu yfir honum hverja nótt. Þetta langaði þau til að kæmi hér fram. Að siðustu viljum við hjónin þakka Eiriki fyrir kynninguna og margar ánægjustundir á heimili þeirra. Astvinum hanssendum við innilegar samúðarkveöjur. Halldór Pjetursson. t Fæddur 29. janúar 1874 dáinn 27. scptember 1972 Að morgni þann 27. september andaðist að heimili sinu Jón Þórðar- son bóndi. Mig langar aö minnast Jóns, þar sem ég var svo lánsamur að dveljast á heimili hans og tveggja barna hans, þeirra Þóru og Þórðar i tvö ár. Afi minn, kölluðu börnin þig, og þetta nafn áttir þú skiliö, þvi að þú varst afi allra barna, sem þú kynntist. Okkur kom alltaf svo vel saman, þó svo að þú værir kominn langt yfir ni- rætt, en ég aðeins 14 ára gamall, gerðum við að gamni okkar, spiluðum og áttum mörg önnur áhugamál. Ég minnist allra ánægjustundanna, sem við áttum saman þennan tima, þú F. 13.7. 1894 - D. 20.2. 1972 Kall er komið, klukkur hringja, kvöld er nú i hinzta sinni hljóðlát kona, heil i öllu, hennar geymist þakklátt minni. Á Búlandi sem barn hún fæddist, barst ei þaðan sina daga. Hjá henni hið góða gladdist, gjörðist þannig lifsins saga. Allar stundir árs að starfi, önnum kafin flesta daga. Alltaf eins og þjónninn þarfi þurfti margt að bæta og laga. Þrek og dugnað þrávalt sýndi. Þróttmikil til góðra verka. Gullin blóm við götu tindi gjörði starfið hana merka. Trú i verki, trygg i hjarta. Traust var hennar vinsemd lika. varst alltaf svo kátur og ánægður. Ég mun sakna þess, þegar ég kem austur, að fá ekki að sjá þig, elsku afi minn, en þess i stað mun ég minnast þin i þeirri mynd, sem ég sá þig siðast. Einnig veit ég ekki hvernig ég get þakkað Þóru og Þórði fyrir alla þá umhyggju, sem þau hafa borið til min, þvi að þau hafa verið mér eins og beztu foreldrar. Ennfremur vil ég þakka Steinu dóttur þinni, ættingjum og öllu kunningjafólki i sveitinni fyrir þann hlýhug, sem mér hefur verið sýndur. Mamma og systkinin senda þér hinztu kveðju méð þakklæti fyrir góða kynn- ingu. Við vottum börnum þinum og ættingjum okkar innilegustu samúð. Hvil þú i friði og blessuð sé minning þin. Ragnar Blöndal. Æskudaga átti bjarta, aldrei vildi slæmu flika. Ævin leið við önn og sýslan, alltaf var þvi mörgu að sinna. Fegin var þvi hvild að kvöldi, framar þarf ei þar að inna. Og nú er hennar aldur allur, orðin þreytt var höndin stirða. Við felum hana góðum Guði, gæzka hans mun starfið virða. Kvödd er hún með kærleik hreinum. Kristur hana styrki og leiði. Læknuð er af lifsins meinum, ljósið henni faðminn breiði. V.H. + Yigfúsína Vigfúsdóttir 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.