Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 18
Guðmundur Sigurðsson Þegar efri árin siga aö, fara gamlir samfylgdarmenn að tygja sig sem óð- ast af sviðinu, unz gamall maður stendur nær einn eftir á ströndinni, horfinn samferðamönnum og sálu- félagi. Slikar hugsanir hvarfla fast að mér við fráfall frænda mins og vinar, Guðmundar Sigurðssonar bankafull- trúa, enda er hér lokið langri sam- fylgd, sem hófst uppi i Borgarnesi fyr- ir tæpum hálfum fimmta tug ára, meðan við vorum báöir ungir og áttum lifið framundan. Guðmundur fæddist i Skildinganesi við Skerjafjörð 27. febrúar 1912 og var þvi aðeins liðlega sextugur er hann féll frá. Foreldrar hans voru: Sigurður Helgason, Iengi bóndi i Hvammi i Hvitársiðu, og Helga Jónsdóttir, kona af borgfirzkum ættum og lengi siðan húsfreyja i Reykjavik, en nú látin fyrir nokkrum árum. Guðmundur barst ungur upp i Borgarnes i fóstur hjá ágætum hjónum, er tóku við hann tryggð sem sonur þeirra væri og studdu hann eftir föngum á náms- brautinni. Ungur hóf hann störf i Kaupfélagi Borgfirðiriga, en þaðan lá leiðin i Samvinnuskólann, þar sem hann lauk prófi árið 1930, en fór skömmu seinna til Þýzkalands til framhaldsnáms i verzlunarfræðum i Kiel og Frankfurt am Main. Eftir heimkomuna réðst hann til starfa i endurskoöunardeild Landsbankans, þar sem hann vann á árunum 1934-39, er hann gerðist fulltrúi hjá Skipaút- gerð rikisins og gegndi þar störfum ár- in 1939-1956. Hann vann siðan um nokkurt skeið hjá Innflutnings- og gjaldeyrisskrifstofunni, en hvarf 1957 aftur að störfum við Landsbankann og var þar fulltrúi i aðalbókhaldi til dauðadags. Guðmundur var tvikvænt- ur: Fyrri kona hans var Anna Guð- mundsdóttir Björnssonar, sýslumanns i Borgarnesi. Þau skildu, en áttu einn son, Guðmund lækni, kvæntan Hrefnu Björnsdóttur hjúkrunarkonu. Siðari kona hans var Fjóla Haraldsdóttir Sigurðssonar, trésmiðs i Vestmanna- eyjum, og eignuðust þau tvö börn: Steinunni, gifta Fróða Jóhannssyni garðyrkjufræðingi, og öttar lækna- nema. Guðmundur fékkst töluvert við rit- störf, enda mun hugur hans oftast hafa hvarflað á þær slóðir. Árið 1962 gaf hann út dálitla ljóðabók: Dýrt spaug (Heimslystarvisur og hermiljóð). Þá fékkst hann nokkuð við blaðaútgáfu og samdi einn, eða i félagi við aðra, nokkra gamanleiki, auk fjölda skop- þátta, sem fluttir voru i útvarpi og við- ar. Hann var einnig vinsæll útvarps- maður, t.a.m. i visnaþáttum útvarps- ins fyrir nokkrum árum og spurninga- þáttum sjónvarpsins á siðastliðnum vetri. Um störf hans að bankamálum og skipaútgerð er mér allt gjörókunn- ugt. Um þau efni mun hann hafa talað fátt að jafnaði, og naumast hafa þau verið eftirlæti hans eða sérstakt hugaðarefni. Þó hygg ég, að þau hafi farið honum vel úr hendi, og vinsæld- um átti hann þar að fagna eins og ann- ars staðar. Guðmundi var mikil hagmælska i blóð runnin, svo að hann mátti mæla samfellt mál i hendingum, ef hann vildi við hafa. Sú ofrausn hefur orðið mörgu ungu skáldefni f jötur um fót og hefndargjöf, þegar sækja skyldi á hin- ar torsóttari brautir ljóðagerðar, en kannski hefur Guðmundur aldrei hugsað til þess i fullri alvöru, enda virtust mér bæði aðstæður hans og eðli risa gegn þeirri einbeitingu, sem ein skapar öndvegisverk. Hann var i rauninni of mikill marghyggjumaður til þess að keppa að torsóttu takmarki. Hann vildi lifa lifinu, njóta fagnaðar þess, fjölbreytni og veiga, sitja i hópi góðra vina,sem glaður gestur eða gest- gjafi, þar sem margt bar á góma og hann ræddi áhugamál sin, eins og þau voru þann daginn, hvort heldur voru uppi á teningnum bókmenntir, listir eða annað bjástur makindarinnar. Oft var þá dregið dár að umstangi og öðr- um fánýtum tilburðum samferða- mannanna, og flugu þá stundum ónotaleg skeyti um bekki, þótt oftar væri brugðið á léttari tóna en gripiö til hinna þyngri vopna. Af þeim rótum runnu flest ljóð hans, eða heimslystar- visur, eins og hann kallaði þau sjálfur, og gamanleikir allir. Kvæðin voru skopmyndir, sem hann hirti naumast um að gefa almennt og varanlegt gildi, senn gleymd eins og yrkisefnin sjálf og þeir menn, er að þeim stóðu. Guðmundur þjáðist á annan tug ára af hættulegum sjúkdómi og varð oft að dvelja langdvölum i sjúkrahúsum við dapurlegar horfur. Dánarfregnin kom þvi engum á óvart, er til þekkti, frem- ur hitt, hve lengi hún lét á sér standa. Þetta setti að sjálfsögðu mark á manninn, en við samfundi urðu vinir hans og kunningjar þess litt varir. Hann hafði spaugsyrði á vörum um krankleika sinn, þótt sennilega væru honum fleira i hug en hann mælti, er hann horfði fram á veginn. Nú er þeirri göngu lokið, en eftir er minning um góðan og glaðværan dreng, sem manni býður i grun, að ef til vill hafi verið borinn til meiri starfa en honum auðnaðist að ljúka. llaraldur Sigurðsson. 18 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.