Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 3
28 árin var einmitt hjá Slysavarnar- félagi fslands sem kunnugt er. — As- prestakall hefur fengið að njóta félagsmálakrafta hans Alls staðar hefur Henry Alexander komið heill til leiks. Ég vil á þessari kveðjustundu þakka forsjóninni fyrir,að ég átti þess kost að kynnast þessum manni og eiga með honum hið mikla samstarf.sem raun ber vitni. Það munu vera margir, sem kveðja hann á þessari stundu, þar á meðal öldruð móðir hans, Þorkatla Þorkels- dóttir, sem komin er hátt á niræðis- aldur og býr að Hrafnistu. Kona hans, Sigriður Guðrún Þorsteinsdóttir frá lsafirði,kveður hann eftir 40 ára sam- búð ásamt sex börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum. Þeim, ásamt öllum öðrum ástvinum vottum við innilega samúð við fráfall hins mikilhæfa drengskaparmanns. Blessuð sé minning hans. Böðvar Steinþórsson. f Nokkur kveðjuorð! Mér varð bylt við er ég heyrði i út- . varpinu þ. 9. nóvember s.l. að vinur minn og samherji Henry A. Hálfd- ánsson, skrifstofustjóri, hefði látist daginn áður. Þurfti það þó ekki að koma á óvart, þvi að hann hafði þá fyrir löngu orðið fyrir þeim heilsu- bresti, að dauðann gat borið að hvenær sem var. — En maður trúir þvi i lengstu lög, að þeir menn, er mikið af- reka og margir hafa sett traust sitt á til forgöngu þjóðheillamála, megi end- ast lengur en þeir, sem minna fá komið i verk. Starfsferill Henrýs var orðinn langur og heillarikur fyrir þau marg- vislegu framfara- og mannúðarmál, sem hann beitti sér fyrir. — En það er ekki á minu færi að rekja það til nokk- urrar hlitar. Vænti ég að þeir, sem kunnugri eru, geri þvi betri skil. — En óhætt mun um það, að stórt skarð myndi vera ófyllt i slysavarnarmálum fslands, ef Henry Háfldansson hefði ekki helgað þeim krafta sina. En það var á öðrum vettvangi, sem kynni okkar Henrýs hófust, og mig langar að fara um þau nokkrum orð- um i þessum fáu kveðjuorðum minum til hans. Það mun hafa verið árið 1944, að ég tók fyrst eftir nafni Henrýs Hálfdáns sonar á prenti, en að var undir grein, sem hann skrifaði i sjómannablaðið ,,Vikinginn”. Bár hún yfirskriftina: „Man nú enginn Grænland?”— Þar sá ég að fór maður, sem voru þau mál, sem greinin fjallaði um, engin hé- gómamál, heldur fór þarna heilshugar fslendingur, sem þorði að tjá hug sinn um þau á falslausan hátt. Það var þó ekki fyrr en rúmum ára- tug siðar að samskipti okkar Henrys um þessi mál hófust að nokkru marki. — Arið 1957 kaus Fiski- og far- mannasamband Islands nefnd á 18. þingi sinu, sem haldið var hinn 10.-14. október i Reykjavík það ár. Skyldi nefnd þessi vinna að þvi með áhuga- mönnum um Grænland, að stofna landssamband þeirra, sem hefði að markmiði ,,að kynna fyrir þjóðinni fornan rétt Islands til Grænlands”. Var Henry kosinn formaður nefndar- innar. — Þessi nefnd hélt siðan nokkra fundi og var ég svo lánsamur að geta verið þátttakandi, ásamt öðrum utan- nefndarmönnum i störfum hennar. Þá kynntistég þvi fyrst, hversu vel Henry var inni i islenzkum þjóðmálum og þekkti vel á þá strengi, er hrærast með þjóðinni, og kunni að beita þvi lagi, sem þarf til þess að koma góðum málum til framdráttar. Er nefnd þessi hafði starfað um hrið kom málum svo að Landssamband is- lenzkra Grænlandsáhugamanna var stofnað hinn 1. desember 1957. — Var Henrý A. Hálfdánsson einróma kjör- inn forseti þess. Var nú hafi-t handa að kynna stefnumál sambandsins og stofna deildir úti á landi. Er óhætt að segja að Henrý lá ekki á liði sinu við að hafa samband við áhugamenn viðsvegar um land. Naut hann og náins sam- starfs við dr. Jón heitinn Dúason að þessu marki. — Er mér óhætt að full- yrða að erfiðlega hefði þessum sam- tökum gengið að feta sin byrjunar- spor, ef þekkingar og starfskrafta Henrýs hefði ekki við notið. Þessi samtök héldu svo áfram að þróast, unz þau gátu haldið sitt fyrsta sambandsþing, þ. 7. febrúar 1960, með fulltrúum viðsvegar að. — Þetta þing var að mörgu leyti mjög merkilegt þing, sem gerði margar ályktanir um verkefni samtakanna og framtiðar- áform. — Henry var jafnan kosinn for- seti samtakanna, þótt hann að siðustu bæðist undan þvi, vegna þeirra miklu anna, sem starf hans hjá Slysavarna- félaginu bakaði honum. En nú tók að syrta i álinn fyrir Sam- bandi Grænlandsáhugamannanna. Annarleg stjórnmálaöfl i landinu settu sér það mark, að reyna að hefta starf- semi þess með öllu og beittu til þess baktjaldatökum við ýmsa þýðingar- mikla þátttakendur þess. — Þetta hefur heft alla starfsemi Sambandsins seinasta áratuginn. — Henrý var þetta mikil raun, sem og öðrum samherjum hans. En ég veit að það var draumur hansað Sambandiðgæti risið til starfa á ný og hafið gagnkvæm kynni milli tslendinga og Grænlendinga, svo sem til var stefnt með stofnun þess, — En nú er hann burtkallaður frá þessum draumi sinum. Og mundi nú ekki ósk hans vera sú, að ungir forystumenn kæmu fram á sviðið og reistu við hið fallna merki og hæfu það fram til þess sigurs, sem þvi i upphafi var mark- aður? Henrý unni mjög islenzkum fræðum, og ég veit að i fristundum sinum, sem mikinn hluta æfi hans voru fáar og sundurlausar, fékkst hann við söfnun til þeirra og rýni á því sem fyrir var. Um leið og ég enda þessi fátæklegu kveðjuorð, vil ég votta eftirlifandi konu hans og börnum þeirra mina dýpstu hluttekningu. Vér, sem unnum Grænlandi eins og hinni islenzku móöurjörð, höfum verið sviptir foringja vorum. Minningin um þennan mæta mann og kynnin við hann hlýtur þó að gleðja hug vorn mitt i sorginni yfir missinum. Henrý A. Hálfdánsson gat sér þann orðstir, sem ekki mun deyja. Ragnar V. Sturluson. 1 siðasta tölublaði Islendingaþátta birtist minningargrein um Halldór Ölafsson frá Kolbeinsá, en engin mynd fylgdi greininni. Nú er bætt úr þessu og er meðfylgjandi mynd af Halldóri Ólafssyni. íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.