Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 5
Hjálmar Eliesarson skipstjóri Þann 10. okt. s.l. fór fram frá Kópa- vogskirkju útför Hjálmars Eliesers- sonar, skipstjóra, en hann drukknaði i Reykjavikurhöfn 2. s.l., er hann var að koma frá borði báts sins eins og kunnugt er af blaðafregnum. Hjálmar var fæddur á Bakkafirði i Skeggjastaðahr. 3. des. 1913 og hefði þvi orðið 59 ára i des. n.k. hefði hann lifað. Foreldrar hans voru Þorgerður Albertsdóttir og Elieser Sigurðsson. Hann ólst upp á Seyðisfirði og hóf snemma að stunda sjómennsku bæði á bátum og togurum. Mátti segja, að •þar með væri lifsbraut hans ráðin. Sjó- mennskan varð athafnasvið hans og kunni hann hvergi betur við sig en á sjónum. Hjálmur lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum 1949ogvar skipstjóri * á eigin bát frá 1952. Hann fór ekki var- hluta af amstri og erfið- leikum þeirra, er við útgerð fást af takmörkuðum efnum. en það var fjarri honum að vilja gefast upp þótt á móti blési og fá sund virtust fær fjár- hagslega. Ég varpaði þvi fram við hann i samtali á siðastliðnum vetri, hvort hann þyrfti ekki að fara að fá sér þægilegra og áhyggjuminna starf, en hann kvað sjóinn toga fast og erfitt að slita sig frá löngu og að mörgu leyti heillandi lifsstarfi. Á æskuárunum eystra komst Hjálmar fljótt i kynni við verkalýðs- hreyfinguna og hina róttæku stjórn- málahreyfingu alþýðunnar er þar vár að risa á legg. Varð hann ötull og og matjurtir. Á vorum og sumrum undi hún löngum stundum við að snyrta og fegra garðinn sinn. Garður þessi þótti mikil heimilisprýði og verðug umgerð hins stilhreina og stóra ibúðarhúss, sem tengdafaðir hennar reisti fyrir 90-100 árum og mun þá hafa verið með glæsilegustu ibúðarhúsum i sveit hér á landi. Meö Stefaniu á Brekku er gengin göfug kona og merk. Hjálmar Vilhjálmssor frá Hánefsstöðum. góður liðmaður verkalýðshreyfingar- innar á Seyðisfirði og skipaði sér fljótt lengst til vinstri i stjórnmálaarmi hennar. Hann þekkti af eigin raun kjör alþýðunnar, eins og þau voru á árum fátæktar og kreppu og lagði ótrauður lið sitt til þeirrar baráttu, er háð var fyrir betri kjörum og bjartara lifi verkalýðsins. Hjálmar fluttist vestur á Hellissand 1940 og átti þar heima til 1947. Koma hans þangað var mikið happ fvrir verkafólkið i þessu þá frumstæða og fátæka fiskiþorþi. Hóf hann strax far sæl afskipti af félagsmálum þess, gerðist ötull forvigismaður i kjara- baráttu verkalýðsfélagsins Aftur- eldingar og sat um skeið i stjórn félagsins og var þar mestur frum- kvöðull og atkvæðamaður. Hann varð fulltrúi verkalýðsins i hreppsnefnd, beitti sér fyrir úrbótum i verzlunar- málum o.fl. Þá gerðist hann og mikill talsmaður þess, að byggð yrði lands- höfn i Rifi. Hjálmar skildi til fulls að betri og traustari lifsafkoma fólksins á Snæfellsnesi byggðist þegar til lengdar lét á bætti hafnaraðstöðu i námunda við hin gjöfulu fiskimið undir Jökli. Taldi Hjálmar enga fyrirhöfn eftir sér. er til þess gat orðið að vinna þessu áhugamáli hans og hagsmunamáli sjómanna á Snæfellsnesi fylgi og lið- sinni. Er efamál að nokkur einn maður hafi átt drýgri hlut að þvi en Hjálmar Eliesersson, að landshöfn i Rifi varð að veruleika til ómetanlegs hags fyrir útgerð og sjómenn á utan- verðu Snæfellsnesi og raunar viðar. Árin, sem Hjálmar dvaldi á Hellis- sandi voru honum að ýmsu leyti erfið. Hann var sjálfur fátækur alþýðu- maður og fyrirvinna heimilis, en stétt- visi hans og sannfæring bauð honum að ganga fram fyrir skjöldu, skipu- leggja verkafólkið og eggja þaö og hvetja til þess að risa upp úr basli fátæktar og trúleysis á eigin mátt og sækja rétt sinn til bærilegra lifs i krafti samtaka sinna. Slik forganga var að sjálfsögðu ekki vel séð af þeim, sem réðu atvinnufyrirtækjum og töldu sig máttarstólpa byggðarlagsins. A hin u leitinu var svo takmarkaður skiln- ingur og oft vantrú á mátt sam- takanna hjá þeim,sem áttu að standa saman og unnið var fyrir. Hafa margir brautryðjendur og baráttu- menn alþýðumálstaðar átt við svipaða örðugleika að etja og mátt á öllu taka til þess að yfirvinna þá og tapa ekki trúnni á málstaðinn og möguleika vinnandi fólks til þess að bera hann fram til sigurs. Hjálmar Eliesersson var gæddur nægri skapfestu og seiglu til þess að láta erfiðleikana ekki buga sig. Hann varð þvi einn þeirra manna, er skiluðu verkalýðshreyfingunni áleiðis til aukins styrks og viðurkenningar og lögðu grundvöll að bættum lifskjörum þeirra, er minna máttu sin og lengi báru skarðan hlut frá borði. Hann var stilltur vel en fastur fyrir og kunni ágætlega að halda á þeim málum, sem hann vann að, hvort sem þau voru á sviði verkalýðsmála, almennra at- vinnumála eða hreppsmála. Hann náði þvi oft ótrúlegum árangri, þar sem öðrum sýndust flestar leiðir lokaðar eða litt færar. Hjálmar var að eölisfari viðkvæmur i lund og bjó yfir rikum tilfinningum. Hann tók þyi oft nærri sér áföll og mót- byr, 3em honum, eins og flestum öðrum, hlutu að mæta á lifsleiðinni. Þetta vissu vinir hans, enda þótt hann væri aö eðlisfari dulur um eigin hagi, og það væri fjarri honum að bera til- finningar sinar á torg. Fráfall Hjálmars Elieserssonar á góðum starfsaldri og með óvæntum hætti er öllum vinum hans og kunn- ingjum saknaðarefni. En sárastur harmur er þó kveðinn að eiginkonu hans, Jensinu Jóhannsdóttur, börnum þeirra fimm og öðrum nánustu vandamönnum. Minningin um um- hyggjusaman heimilisföður og góðan dreng er þó dýrmæt eign og harmabót á viðkvæmri skilnaðarstund. Þeim eru öllum færðar einlægar samúðar- kveðjur. Guðmundur Vigfússon. t íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.