Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 6
Elísabet Stefánsdóttir F. 8. sept. 1917 Dáin 5. nóv. 1972. Elisabet Stefánsdóttir, húsmóðir, Meðalbraut 14 i Kópavogi andaðist i Landakotsspitala þann 5. nóv. sl. 55 ára að aldri. Var útför hennar gerð þann 15. s.m. frá Fossvogskirkju. Ebba, eins og hún var alltaf nefnd af vinum og vandamönnum hafði átt við langvarandi vanheilsu að striða. Kom þvi fráfall hennar þeim er vel þekktu til ekki á óvart. Hitt gengdi meiri íurðu, af hvílíku þreki og bjartsýni henni tókst að mæta veikindum sinum og hve frábært úthald hún hafði i orustunni við skæðan sjúkdóm. Ekk- ert var fjarri henni en uppgjöf eða vonleysi og það jafnt þótt augljóst væri að hverju dró. Af vörum hennar heyrð- ist aldrei æðruorð eða kvörtun um eigin hag. hversu nærri sem sjúk- dómurinn gekk henni. Langtum fremur hafði hún oft á orði að margir aðrir bæru þyngri byrði veikinda og vanliðunar. Ég hef engri manneskju kynnzt. sem haldið hefur jafn vel hugarró og lifsgleði, þrátt fyrir þung- bær veikindi og sjúkrahúslegur árum saman. Ebba var gædd óvenju sterkri lifslöngun og lifstrú og þeir eiginleikar entust henni þar til yfir lauk.' Ebba var fædd á Kolbeinsá i Bæjar- hreppi i Strandasýslu 8. Sept. 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Lýðsdóttir og Stefán ölafsson, er þar bjuggu. Hún míssti föður sinn kornung, en móðir hennar hélt þar áfram búskap og ól upp börn sin bæði, Ólaf og Ebbu. Öx Ebba upp við venju- leg skilyrði i sveit á þeim árum og vandist öllum störfum, er þar féllu til. Á Kolbeinsá var mikil fjölbreytni i störfum, þvi ásamt venjulegum bú- skap f sveit þurfti að nýta margháttuð hlunnindi, svo sem selveiði. æðarvarp. fuglatekjur og reka. Gekk Jóhanna, móðir hennar, að þeim störfum öllum af einstakri alúð og atorku og naut til þess aðstoðar barna sinna. er þau komust á legg. Eftir að Ebba fluttist hingað. suður minntist hún oft giaðra stunda i upp- vexti sinum i Hrútafirði. Hafði hún jafnan yndi af að heimsækja sveitung- ana og -æskustöðvarnar og rifja upp gamlar endurminningar i þeirra hópi. Sveitungarnir komu einnig oft á heimili hennar og voru þar velkomnir. Siðustu ferðina norður á æsku- stöðvarnar fór hún með vinum og frændfólki sumarið 1971 og hafði mikla ánægju af þeirri för. Dáðist samferða- fólkið að dugríaði hennar, er hún þrátt fyrir veikindi sin og bilað þrek lét ekki sinn hlut eftir liggja i gönguferðum um landareignina, skoðunarferðum um fjörur, vikur og nes, þar sem ungt fólk undi sér bezt á áhyggjulausum æsku- dögum. Ebba lærði ljósmóðurfræði i Landsspitalanum og var um tima ljós- nóðir i Bæjarhreppi og siðar stundaði hún þau störf i Kópavogi. Var hún heppin og vinsæl ljósmóðir og kunni þvi starfi ágætlega. Siðar starfaði hún við hæli vangefinna i Kópavogi, og var sérstaklega vel látin af samstarfsfólki og sjúklingum. Henni var einkar lagið að hjúkra og hjálpa og lagði sig fram i þvi efni langt fram yfir það, sem þrekið leyfði siðustu árin. Ebba giftist þann 15. mai 1943 Sigurði Ólafssyni verzlunarmanni, siðar skrifstofustjóra Kópavogs- kaupstaðar. miklum ágætis- og mann- kostamanni. Var hjónaband þeirra ákaflega farsælt og þau samhent vib að leysa hvern þann vanda er að höndum bar og takast á við mótlæti og erfiðleika. Þau eignuðust fjögur börn, Jóhönnu. Snorra, Jón og Arndisi og ólu einnig upp dóttur Sigurðar. Asthildi. Eru þær hálfsysturnar Ásthildur og Arndis báðar giftar og búsettar i Vest- mannaeyjum. Jón og Snorri dvelja enn i foreldrahúsum. en Jóhanna er á hælinu að Sólheimum i Grimsnesi. Umhyggja og ástúð einkenndi allt við- horfið til barnanna og þá ekki sizt til dótturinnar sjúku, sem oft dvaldi á heimili þeirra, einkum á hátiðar- stundum og var heimsótt austur eins oft og kostur var á. öll framkoma og viðhorf barnanna til móður sinnar var einnig til sannrar eftirbreytni. Hjálpsemi þeirra og hugulsemi i hennar garð var einstök og samheldni allrar fjölskyldunnar vakti athygli allra, er til þekktu. Móðir Ebbu, Jóhanna heitin Lýðsdóttir skildi aldrei við dóttur sina og lézt öldruð á heimili hennar og Sigurðar fyrir allmörgum árum. Jóhanna var dugmikil heiðurskona og voru miklir kærleikar með þeim mæðgum og Jó- hanna i sérstöku afhaldi hjá fjöl- skyldunni allri. Er óhætt að full- yrða, að Jóhanna átti góða elli hjá dóttur sinni, tengdasyni og barna- börnum og lá heldur ekki á liði sinu heimilinu til gagns. Ebba var ágætlega greind og hafði til að bera rika réttlætiskennd. Hún var einörð i skoðunum en ákaflega orðvör og umtalsgóð. Samúð hennar með þeim, sem minna máttu sin eða halloka fóru i lifinu, — var einlæg og heit. 1 brjósti hennar vakti sterk þrá eftir betra og réttlátara þjóðfélagi. Ebba var eindreginn verkalýðssynni og sósialisti allt frá æskuárum og hafði mikinn áhug á framjjangi allra mála, er alþýðu mátti til heilla verða. Áttu þau Sigurður i þvi efni sem öðrum fulla samleið. Ekkert hefði verið fjær skapferli Ebbu en margorðar sorgartölur við þær aðstæður sem nú eru orðnar. Ekki skal þó undan dregið, hve eftirlifandi eiginmaður, börnin og fjölskyldan öll hefur mikils misst við fráfall hennar og hve söknuður þeirra er þungbær. Og sá söknuður nær einnig til okkar hinna, sem lengst og bezt höfum þekkt hana og heimilið og notið vináttu þeirra allra. Mikið skarð er ófyllt við andlát hennar. En að svo miklu leyti, sem það verður bætt, mun samheldni og samstaða fjölskyldunnar, arfurinn, sem Ebba skilur eftir sig, verða þyngst á metunum og drýgst til þess að draga úr erfiðleikum og græða sárin. Fjölmennur hópur vina og frændfólks vottar þeim öllum einlæga samúð. Ekki sizt vil ég votta Sigurði, börnum hans, tengdasonum og barna- börnum innilega hluttekningu mina og konu minnar, en hún á nú á bak að sjá náinni vinkonu og frænku, sem tengd var henni traustum böndum allt frá uppvaxtarárunum nyrðra. Guðmundur X'igfússon f Það er eins og penninn vilji ekki hlýða mér þegar ég nú geri tilraun til að skrifa um vinkonu mina, hana Ebbu. Það er svo margs að minnast. Við höfum þekkzt siðan við vorum litlar islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.