Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 10
Ragnheiður Guðmundsdöttir Glaðir minjageislar skina, Guð, ég þakka vini mina, gefna mér af gæzku þinni, gleði oft þeir veita mér. Svo er stóra sorgarstundin, syrtir að, og gljúpnar lundin, er þeir burtu frá mér fara. Ég fel þér alla, Drottinn, þér. Ragnheiður, ég má þig muna, við minningu þeirra stunda una, er ég naut þess, vina, að vera vafin hlýjum yl frá þér. Þú varst stór i þinu verki, þú barst göfugleikans merki, góðleiks þins oft gat ég notið, en gjaldið, það varð smátt frá mér. veikleika, sem hundeltir alla menn i einhverju formi, og ekki eru faldir af náungum vorum fyrr en dánardægur vort rennur upp, þá var hans smávægilegi feill svo samræmdur uppbyggingastarfi þessa ágæta læri- sveins meistara sins, að eigi kom að sök, eða sagði ekki Kristur eitt sinn: Gjör þú mig dýrðlegan, faðir, svo ég geti gjört þig dýrðlegan,— Sigfús Eliasson hnignaði LIKAMLEGA siðasta árið, sem hann lifði. — Hann var orðinn mjög hold- grannur og beygður, — sem reyndar er aðalsmerki þeirra sannleiksleitenda, sem ekki fita sig á svita annarra — Það er aö segja, — sækja ekki vizkuna eingöngu i annarra manna bækur. Þvi miður gerir dauðinn ekki boð á undan sér, eins og æskilegt væri i sumum tilfellum —' þvi vannst ekki timi til að rétta Sigfúsi þakkarhönd fyrir það, hve trúlega hann hefur ávaxtaðsina talentu á bókarspjöldum, með þvi að æskja inngöngu honum til handa i dálitið samfélag-, „ Félag islenzkra rithöfunda”. En það er hægt að virða hann með öðrum hætti.þvi fátt mundi gleðja Sigfús Eliasson meir, en að þær manneskjur, litlar og stórar óskyldar, sem hann var alltaf að gleðja, þakka eða virða, minntust hans iátin<? Með virðingu 23/10 1972 Guðrún Jacobsson 10 Veiti Drottinn vinum þinum vernd og skjól af kærleik sinum. Nú ég kveð þig, kæra vina, með kveðjunni er þökk frá mér. Drottinn þig til lifsins leiði, ljóssins englar veg þér greiði. Þar, ég horfnum vinum vona, veitist náð að heilsa þér. Drottinn gefur, Drottinn tekur. Drottinn þá til lifsins vekur, er hér vilja treysta og trúa, á tign og kærleik Frelsarans. Hann úr hverju böli bætir, blessar, lifgar, styrkir, kætir. Ver þú ásamt vinum þinum vafin kærleiks örmum hans. Guðrún Guðmundsdóttir, frá Melgerði. t Allir eru feigir fæddir, það er öllum kunnugt. Samt sem áður verður manni á að staldra við i dagsins önn og horfa afturi timann, þegar fréttir berast um andlát gamalla sveitunga. Við andlátsfregn Ragheiðar frá Heydalsá, hlýtur hugur allra kunn- ugra að leita fyrst og fremst norður i Tungusveit, þar sem hún stjórnaði sinu stóra heimili mestan hluta ævi sinnar. Engum kunnugum mun gleymast sú einlæga islenzka gestrisni, er rikti þar hjá henni og hennar hrein- lynda heiðursmanni Guðbrandi Björnssyni. Það var mér fögur reynsla,er ég heimsótti hana á hennar siðasta dvalarstað, að sjá og finna sömu hlýju gestrisnina. Hún bjó þá i einu herbergi, en samt var það heimili snyrtimennsku og góðvilja. — Og hennar fyrsta verk að bera á borö fyrir gesti sina,það sem var henni sjálfri fært. Sönn var birtan i svip hennar, birta mikils þroska, þessa þroska, sem þeir einir öðlast,er tekið hafa þungar byrðar á herðar sér og valdið þeim óbrotnir langa ævi. Þvi þungar voru byrðar Ragnheiðar frá Heydalsájþað dylst engum,sem til þekkti. Hvert foreldri mun geta skilið, hve þung sú þraut er að horfa á lang- varandi veikindi og dauða barna sinna, — sjálf vanheil — bera svipleg- an missi tveggja mikilhæfra sona sinna á bezta aldri að manni sinum látnum. Hún sannaði með lifi sinu þá stað- reynd að ,,sá sem að gefur öðrum allt, er efalaust rikastur sjálfur”. Á okkar landi eru dagar stuttir um þetta leyti árs, þó hygg ég,að mörgum finnist rökkrið dekkra og dagurinn ennþá styttri,sem hún verður kvödd i siðasta sinni i kirkjunni að Kollafjarð- arnesi. Þvi sem imynd ljóss og hlýju mun hún geymast i minningu allra, sem hana þekktu. Enginn hefur sannað, að annað lif biði okkar.engum hefur tekizt að af- sanna það heldur. Sé svo, að löng þroskabraut biði okkar, að þessari göngu lokinni, þá óska ég þér góðrar ferðar Ragnheiður frá Heydalsá. Þessum kveðjuorðum er ekki ætlað að rekja æviatriði Ragnheiðar, það munu aðrir, mér kunnguri, gera. Börnum hennar og öllum ástvinum vil ég senda minar samúöarkveðjur og óska þeim, að brosið, sem lýsti andlit úennar i dauðanum, fylgi þeim sem leiðarljós um alla ókomna daga. Guðbjörg Jónsdóttir. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.