Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 11
Kristín Jónsdóttir frá Borðeyri Laugardaginn 2. september siðast- liðinn var jarðsungin frá Prestbakka- kirkju í Hrútafirði, Kristrún Jónsdóttir frá Borðeyri. Kristrún andaðist á elli- heimilinu á Hvammstanga 30. ágúst. Kristrún var fædd 8. júni 1886 að Stóru- Hvalsá i Bæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Sigriður Kristbjörg Kristjánsdóttir, er bjuggu þar en fluttust siðar að Valdasteins- stöðum i sömu sveit. Börn þeirra hjóna voru: Ingólfur eldri, dó ungur, Kristrún, Jóna, ekkja Ólafs Þorsteinssonar bónda á Hlaö- hamri, Ingólfur yngri dó 1932. Rúna, ,,en svo var hún kölluð i dag- legu tali” ólst upp hjá foreldrum sinum, en ung réðist hún sem vinnu- kona hjá hjónunum á Prestbakka, Kristjáni Gislasyni og Höllu Björns- dóttir. Rúna var hjá þeim alla þeirra búskapartið, en Kristján dó 1927, en Halla brá búi árið 1928. Halla fluttist til Borðeyrar og fór Rúna þá með henni og voru þær saman af og til eftir það þangað til Halla dó. Rúna átti heima á Borðeyri alla tið siöan og var hún kennd við þann stað. A þessum árum vann Rúna viöa, var til dæmis ráðskona simafólks á Borð- eyri og mörg önnur störf, sem of langt mál væri upp að telja. Kunnust var Rúna fyrir hvað hún var góð að umgangast sjúka og hjúkra þeim. Ekki er vafi á að hugur hennar hefur beinzt I þá átt, en þá var erfiðara fyrir stúlkur að komast til náms en nú er. Heimili foreldra minna var eitt þeirra, sem Rúna kom til hjálpar þegar veikindi og erfiðleikar kölluðu að. Tvisvar kom hún, i bæði skiptin var um veikindi barna að ræða. í fyrra skiptið var Rúna ráðin ráðskona, en hún fékk sig lausa til að hjálpa. Hjúkr- unarfólk var fámennt á spítölum og þurfti að útvega konu til aö hugsa um börn, er svo mikið voru veik. I siðara skiptið var um mig aö ræða, og Rúna kom og sat yfir þessum litla strák, sem óvist var hvort lifi héldi. Foreldrar minir telja, að þau geti aldrei fullþakkað Rúnu aðstoö hennar á þessum erfiðu timum. Það eru mörg heimilin beggja megin islendingaþættir Hrútafjarðar, sem Rúna kom á og hjálpaði þegar mikið lá við. Rúna giftist ekki og var að vissu leyti einstæðingur, en hún var vina- mörg, eins var hún félagslynd og átti gott með að umgangast fólk. Var Rúna alltaf hress og það var eins og friskur blær væri, þar sem hún var. Það voru margir sem komu til hennar þegar hún var á Borðeyri, og voru þá oft fjörugar samræður yfir kaffibollanum og margar ánægjustundir. Siðustu æviárin dvaldist Rúna á elli- heimilinu á Hvammstanga. Ég er ekki i vafa um að handan landamæra lifs og dauöa verður Rúna að hjálpa og likna þar sem með þarf. Guð blessi þig Rúna min og minn- ingu þina. Tómas Gunnar Sæmundsson. Eanar Axel Fæddur 26. april 1951 Uáinn 29. september 1972. Sofðu nú hér sofðu , mitt hjarta skal vaka hjá þér. A ljómandi guðsdýrðar landi lifir þinn andi. (E.J.) Ég er stödd á Akureyri á leið til Reykjavikur, ásamt manni minum. Það er laugardagskvöld, kyrrt og svalt. Komið er haust og lauf trjánna búin að klæðast haust skrúða sinum. I kyrrð kvöldsins er okkur tilkynnt gegnum sima dánarfregnEinars Axels Ingólfssonar. Við vissum, að þessi sáru örlög biðu hans, en harmi lostin settist ég niður og reyndi að átta mig. Hann er látinn drengurinn, sem búinn var að velja i sveitinni á heimilinu okkar i ijögur sumur. I blóma lifsins er hann frá okkur hrifinn á annað tilveru- stig. Það er stundum erfitt að skilja tilgang lifsins, en það er ástvinum Ingólfsson huggun i harmi, að minningin er ljúf. Einar var hið mesta prúðmenni, sem ég hef kynnzt. Hægur og bliður um- gekkst hann okkur og brosið hans bjarta og fagra gleymist ekki þeim, sem fengu að njóta návistar hans. Ég ætla ekki að rekja æviferil Einars, það munu aðrir gera, en þessi fátæklegu orð, er ég hef skrifað niður eru smá þakklætisvottur til hans og ástvinanna frá okkur. Hornfirzka sveitabýlið sunnan fljóta og við, sem þar búum, fögnuðum honum vor hvert, er hann var kominn til okkar. Hann gat verið svo kátur og spaugsamur, hafði gam- an af að rabba um vinina sina góðu, sem hann átti á Höfn og litlu systur sinni heima unni hann i hjarta sinu og þurfti svo oft að segja okkur frá henni. Hann unni æskuheimilinu, þar sem hann ólst upp i systkinahópi, hjá ást- kærum foreldrum, er nú þurfa að sjá á bak drengnum sinum góða. Rikur þáttur i fari Einars var hjálp- Framhalö á bls. 23 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.