Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 12
Minning hjónanna á Osi í Borgarfirði eystra bað hverfur nú, sem vonlegt er, óðum af vettvangi hins daglega lifs, starfs og strits, fólkið er var að fæðast i þennan heim, vaxa upp og hljóta sina vigslu til starfs og dáða um og eftir siðustu aldamót. Margt af þvi er þegar horfið yfir „móðuna miklu”, aðrir þrauka hér enn, sumir meö einhverja starfsorku, svo að þeir geta eitthvað ,,bardúsað” ennþá i lifsins önn, en fleiri þó algjörlega dæmdir úr þeim leik og allir biðandi eftir þvi.að lúð- urinn gjalli. beir verði fyrr eða siðar kallaðir i þá för, sem enginn okkar kemst hjá að fara. Og þegar komið er að kveldi,leita auðvitað margar spurn- ingar á huga manns. ,,Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa? bess verður þú spurður um sólarlag”, sagði skáld- ið. Slikar spurningar eru auðvitað fyrst og fremst persónulegar spurn- ingar hvers einstaklings og svörin sömuleiðis, allt eftir þeim efnivið, sem til úrvinnslu er hverju sinni.og þvi mati.sem hver leggur á þá hluti. bað sem gefur mér meðal annars tilefni til þessara hugleiðinga nú er það, að á þessu ári hafa horfið af þessu tilverustigi hjónin á Ósi hér i hreppi, þau Bergrún Árnadóttir og Jóhann Helgason, en ég tel, að þau hafi verið ágætir fulltrúar þess fólks, er hlotið hefur samheitið ..Aldamótamenn”, bæði vegna þess,að það lifði og starfaði á fyrri hluta þessarar aldar og all miklu lengur þó, en ekki þó siður vegna þess, að ég hygg.að i innri með- vitund okkar hafi ekki aðrir hlotið þennan titil en það fólk, sem taldist hafið yfir alla meðalmennsku. Með öðr um orðum, það er sæmdarheiti. En þaö er sannfæring min, að þau Oshjón, Bergrún og Jóhann.beri það heiti með sóma og pryði. Slikt var þeirra fram- lag til samfélagsins. Ég vil nú i stuttu máli geta nokkurra atriða úr lifi þessara mætu hjóna, er þau eru horfin af þessum heimi að loknu löngu og ströngu, en óvenjulega gifturiku lifs- starfi. Já horfin segi ég, það er nú reyndar ekki rétt, þau lifa áfram i niðjum sinum um ókominn tima, einnig i minningu okkar samferða- mannanna,sem áttummeðþeim langa samfylgd. Og sú minning mun ávallt 12 verða okkur fersk og hlý, þótt árin liði. og Samfylgd þeirra Bergrúnar og Jó hanns var lika orðin löng, þvi að þau höfðu deilt geði saman i 54 ár og 18 dögum betur, er Jóhann andaðist 10. febrúar á þessu ári. Aðskilnaður þeirra á milli tilverustiga varð ekki langur, þvi að Bergrún var kölluð af þessum heimi 25. júni s.l. Jóhann Helgason fæddist i Njarðvik i Borgarf jarðarhreppi hinn 30. desember 1891. Hann var sonarsonur Jóns Sigurðssonar bónda og fræði- manns i Njarðvik, sem fékk viður- nefnið ,,hinn fróði” og var þjóðkunnur maður af gáfum sinum og fróðleik. Bergrún Arnadóttir fæddist i Brúna- vik i Borgarfjarðarhreppi hinn 3. októ- ber 1896. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jónsdóttir, Sveinssonar, bónda i Litluvik i Borgarfjarðarhreppi,og Árni Steinsson, þá bóndi i Brúnavi, en siðar hreppstjóri og útvegsbóndi i Bakka- koti i Bakkagerðisþorpi. bað var hinn 23. janúar 1918, sem þau Bergrún Arnadóttir og Jóhann Helgason gengu i hjónaband. Sam- fylgd þeirra i lifinu var þvi orðin nokkru lengri en almennt gjörist i slikum tilfellum, þegar „maðurinn með ljáinn" batt endi þar á. En það er ekki fyrst og fremst árafjöldinn, sem hér skiptir sköpum, að það hefur gerzt hér stórbrotin og glæsileg hetjusaga, heldur fyrst og fremst þær erfðir og þeir meðfæddu eiginleikar, sem aðal- persónur hennar hlutu i vöggugjöf, og má þar meðal annars nefna óvenju- lega atorku og ábyrgðartilfinningu. betta, að gjöra fyrst og fremst kröfur til sin sjálfs, axla sjálf byrðar sinar i lifinu, jafnvel þótt þungar reyndust, en láta það ekki öðrum eftir. Mætti það fordæmi þeirra óshjóna, Bergrunar og Jóhanns verða okkur, sem nú lifum i þessu þjóðfélagi til nokkurrar um- þenkingar. þegar kröfupólitikin tröll- riður þjóðfélaginu,og við erum, óvit- andi ef ekki vitandi vits, að verða þrælar þessarar lifsgæðapólit;kur. Hún er auðvitað ekki nema nálfsögð saga þeirra óshjóna, þótt sögð sé sú, er blasir við öllum kunnugum sjáanleg opinber og áþreifanleg og vissulega mikil hetjusaga. Hin sagan, sagan bak við söguna, sem að ég vil nefna svo, innri persónusaga þessara hjóna, sem vissulega er mikil baráttusaga, en lika mikil sigurganga, hún var sameiginlegt leyndarmál þeirra hjóna og verður þvi ekki á letur færð. En þrátt fyrir það er sú saga ekki án vitnisburðar. bvi það er mikið afrek af hálfu einna hjóna, sem ekki eru borin til arfs að veraldlegum verðmætum, að skila þvi dagsverki, sem að þau Bergrún og Jóhann á Ósi hafa gjört. Ég nefndi hér að framan nokkrar erfðir, sem ég tel að þau hafi hlotið i vöggugjöf i rikara mæli en allur þorri fólks, og sem reyndust þeim undra vel i harðri og oft óvæginni lifsbaráttu. Enda munu þeir eiginleikar reynast mönnum haldbetra veganesti á lifs- leiðinnbheldur en þótt menn séu bornir tilauðs og nægta en þessar dyggðirséu af skornum skammti. Um það er saga þeirra Bergrúnar og Jóhanns á Ósi órækur vitnisburður. bau hafa skilað þjóðfélaginu 12 mannvænlegum þegnum og einum betur þó, þvi að auk sinna eigin barna ólu þau upp að öllu leyti dótturdóttur sina og nöfnu Ber- rúnu Jóhönnu Borgfjörð. Og þegar þess er gætt, að mestan hluta þess tima, er þau stóðu i ströngu við að koma sinum stóra hóp til þroska,geis- aði heimskreppan mikla vitt um ver- öld og fór auðvitað ekki fram hjá okkur hér við yzta haf; má það reynd- ar undravert kallast, hversu giftusam- lega tókst hér til. En augljóst er, að ekki hafa þau að jafnaði hvilzt á mjúkum hægindum.og lýsir það betur en langt mál manndómi þessara hjóna. Enda hefur lengi verið og er enn og ekki að ástæðulausu mjög á orði haft hið óvenjulega þrek og harðræði Jóhanns Helgasonar i harðri lifs- baráttu, en auðvitað kom það fyrst og fremst i hlut hans að draga björg i bú. Meira að segja Elli kerlingu virtust fangbrögðin við hann óvenju erfið, þvi nokkuð fram á seinni helming 8. tugs æviára sinna gekk hannaðnvers konar stritvinnu, sem bauðst, beinn i baki, snar i snúningum og hvergi kulsæll, notaði t.d. litt hött né vöttu, þótt kalt blési. Siðustu æviár sin barðist hann við skæðan og kvalafullan sjúkdóm, en íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.