Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 13
hélt þó karlmennsku sinni og æðru- leysi þar til að yfir lauk. Ekki lét Bergrún heldur sinn hlut eftir liggja til þess að sjá heimili þeirra hjóna farborða. Nægir að benda á það, að um allmörg ár, á meðan börnin voru flest enn i bernsku.stund- aði hún vinnu utan heimilis til þess að afla heimilinu tekna umfram þá björg, sem bóndi hennar dró i búið. Þetta var enn furðulegra vegna þess, að hún var löngum ekki hraust likamlega. Það er órækur og fagur vitnisburður um hennar — ef það mætti orða það svo — innri og ytri gerð. Ekki mun það hafa auðveldað þeim Bergrúnu og Jóhanni harða lifsbar- áttu, að þau voru allmörg fyrstu sam- vistarár sin staðfestulaus að kalla. Fyrstu hjúskaparár sin dvöidu þau á Vikingsstöðum á Völlum og Hjarðar- haga á Jökuldal. Er þau stofnuðu sitt eigið sjálfstæða heimili, bjuggu þau fyrst i Brúnavik og Kjólsvik i Borgar- fjarðarhreppi og siðan i Tungu og á Hrauni i Bakkagerðisþorpi. Það var fyrstárið 1935, er þau keyptu húsið Ós og fengu jafnframt þvi allmiklar landsnytjar, að segja mætti, að þau hefðu fast land undir fótum. Það hús endurbyggðu þau og stækkuðu mikið, stór peningshús voru reist og mikið land ræktað. Og á Ósi hefur um langt skeið verið og er enn rekið myndarlegt sauðfjárbú. Þessi börn Bergrúnar og Jóhanns komust til þroska: Helga Sesselja. fædd 29. des. 1920. Húsfreyja i Jörfa i Borgarfirði, maki Ólafur Ágústsson. Árný Ingibjörg, fædd 2. jan. 1921. Húsfreyja á ökrum i Hraunhreppi Mýrasýslu, maki ólafur Þórðarson. Ólöf Þóranna, fædd 26. sept. 1922, ljósmóðir i Reykjavik, maki Finnur Benediktsson. Sigursteinn, fæddur 3. sept. 1924, verk- stjóri, Merki Borgarfirði, maki Þórdis Sigurðardóttir. Magnús, fæddur 6. marz 1926, verka- maður, Ósi Borgarfirði, maki Lára Arnadóttir. Hannes Óli, fæddur 3. marz 1927, stöðvarstjóri Pósts og Sima Sólgarði, Borgarfirði. maki Erla Sigurðardóttir. Anna Guðný, fædd 31. júli 1928, húsfreyja i Þorlákshöfn. maki Áskell Bjarnason. Jón Þór, fæddur 11. ágúst 1930, fram- kvæmdastjóri ' Véladeildar SIS, Reykjavik, maki Bryndis Þorleifsdótt- ir. Þorgeir Stefán, fæddur 25. marz 1932, íslendingaþættir verziunarmaður i Reykjavik, maki Valgerður Magnúsdóttir. Ida Borgfjörð, fædd 1. júli 1933, nú lát- in, var gift Braga Eggertssyni, Reykjavik. Guðni Sveinn, fæddur 20. septem ber, matsveinn í Þorlákshöfn, maki Geirlaug Sveinsdóttir. Guðmundur, tviburi á móti Sveini, bóndi á Ósi, ókvæntur. Auk þessara barna fæddust þeim tvö sveinbörn.er dóu i frumbernsku. Gamalt máltæki segir, að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Ég tel,að það sannist fyllilega á afkomendum þeirra Bergrúnar og Jóhanns á Ósi. Hinn óvenjulegi stóri barnahópur þeirra er sérstaklega efnilegt og gjörfulegt manndómsfólk. Þessi mörgu systkin hafa hvarvetna reynzt vel hlutgeng i þeim margvislegu störf- um,sem þau hafa hlotið, sem munu vera i flestum starfstéttum þjóð- félag*sins. Almennri verkamanna- vinnu og framkvæmdastjórn i stóru og umfangsmiklu verzlunarfyrirtæki og flestum starfsgreinum þar á milli. Það er lika ánægjulegt og mjög til eftirbreytni hversu þessi mörgu syst- kini eru samhent og trú uppruna sin- um, ekki siður þau.sem búsett eru i öðrum landshlutum og rækja á hugljúfan hátt tengslin við heima- byggð sina og æskustöðvar. Má t.d. benda á það, að árið 1966 færðu þessi systkini frá Ósi Bakkagerðis- kirkju nýtt og vandað orgel að gjöf til minningar um systur sina Idu, sem þá var nýlega látin i blóma lifsins, virt og hugþekk öllum.er henni kynntust. Ég tel, að fyrir það og fleira eigi Borgfirð- ingar þessum systkinum þakkarskuld að gjalda fyrir ræktun þeirra við fæðingarbyggð sina. Þessi systkini, sem búsett voru i öðrum landshlutum komu lika öll saman hér á Borgarfirði sumarið 1966 i tilefni 70 ára og 75 ára afmælis foreldra sinna og dvöldu hér i nokkra daga, þeim og öilum Borgfirð ingum til mikillar ánægju. Þá var tek- in mynd af Bergrúnu og Jóhanni og afkomendum þeirra 60 að tölu er þá voru á lifi. Og hygg ég, að fágæt sé svo fjölmenn fjölskyldumynd. En þegar þau létust.munu afkomendur þeirra hafa verið 73 lifandi. Ég hygg, að þrátt fyrir það, að tiðum hafi þau Bergrún og Jóhann þreytt harða og krappa siglingu um lifsins kólgusjó, þar sem mikið reyndi á þrek og þor, bjartsyni og drifsku, en þó ekki siður hugarró og forsjálni, megi segja, að þau hafi siglt sinu fari heilu i höfn, ekki aðeins á þessu sýnilega og áþreifanlega tilverustigi, heldur á þvi friðarlandi, sem biður þeirra handan tjaldsins mikla, sem hafa fengið i hendur mikið pund og ávaxtað það með þeim ágætum, er raun ber vitni. Og með þá spurningu i huga, sem ég vék að hér að framan. „Hvað vannst þú Drottins veröld til þarfa?”, vil ég segja þetta, án þess að ég telji sæmi- legt að setja nokkurn rannsóknar rétt i þessu máli. Já, svo sannarlega unnu þau óshjón mikið og lofsvert starf, að þvi að skapa fegurra, full komnara og betra mannlif hér á 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.