Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 15
Ólafía Magnúsdóttir frá Hænuvík Fædd 14. desember 1890. Dáín 28. september 1972. „Bognar ekki, brotnar i bylnum stóra seinast”. Þessar ljóðlinur komu mér i hug, er mér var sagt lát Ólafiu Magnúsdóttur. Það voru margir stóru byljirnir, er skullu á henni um ævina, en hún bognaði ekki heldur tókst á við sorgina og erfiðleikana af stillingu og æðru- leysi. Annars kynntist ég ekki Ólafiu fyrr en hún fluttist til Reykja- vikur, er þau hjónin frá Hænuvik brugðu búi á efri árum. Þá settust þau að i húsi dóttur sinnar og tengdasonar og bjuggu þar.unz yfir lauk fyrir báð- um. Ég ætla ekki að fara að rekja ævi- feril Ólafiu. Þessar linur eiga að vera þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast þessari hljóðlátu og elskulegu konu. Hvenær sem maður hitti hana, mætti manni hlýja brosið og þægilega við- mótið. Hún heyrðist aldrei hallmæla neinum, heldur dró það bezta fram i fari hvers manns.er hún talaði um, og mátti mikið af henni læra i þvi efni. Hún var orðin þreytt og öldruð, eftir langa og starfsama ævi. Alltaf var hún sivinnandi i höndunum, og þær eru ófáar litlu hendurnar og fæturnir, sem hafa vermzt i vettlingum og sokkum, sem hún prjónaði af einstakri smekk- visi og gaf svo mörgum. Siðast er hún kom til min, blessunin, kom hún með sokka til að gefa fyrsta barnabarninu minu og þessu fylgdi svo mikill kær- leikur og hlýja; svona var ólafia. Okkur nágrönnunum finnst kólna i kringum okkur.er við eigum ekki kost á þvi lengur, að ólafia liti inn til okkar, en ég veit að henni var hvildin kær, þvi eftir að hún missti eiginmann sinn fyrir einu og hálfu ári, var hún tilbúin að fara hvenær sem var, þvi þá missti hún svo mikið. Ólafia min, við erum hér tvær nágrannakonur.sem kveðjum þig með söknuði og þökkum þér alla alúð og hlýju við okkur og okkar fólk, er þú sýndir okkur alltaf eftir að við kynntumst þér. Mætti heimurinn eiga marga þina lika, þá væri vel. Guð gefi þér góða heimkomu á fund ástvina þinna, sem á undan voru islendingaþættir farnir. Guð blessi þig og þökk fyrir allt. Ragnheiður og Ingunn. t Ein af þeim, sem horfið hafa sjónum okkar nú i haust var Ólafia Magnús- dóttir, lengi húsfreyja i Hænuvfk við Patreksfjörð, en siðan til heimilis að Kaplaskjólsvegi 56 — um 16 ára skeið. Ólafia var fædd á Hnjóti i örlygs- höfn 14. desember 1890. Voru foreldrar hennar Magnús Árnason böndi á Hnjóti og kona hans Sigriður Sigurðar- dóttir, bæði vestfirzkra ætta og rómuð fyrir dugnað og myndarskap. Þar i foreldrahúsum ólst Ólafia upp.ásamt stórum systkinahópi.og vandist strax allri algengri vinnu, eins og þá var titt og einnig flestum óhjákvæmileg nauð- syn. Og vinna varð hennar hlutskipti ævina út. Hún var bráðþroska og kappsöm að hverju sem hún gekk og yfirleitt svo vel virk, að orð fór af. En auk þess að vera mörgum fremri til verka, var hún vel gerð andlega og naut til hlitar þeirrar litlu fræðslu, sem hún átti kost á i æsku. Þetta varð henni gott veganesti langa ævi og létti henni lifsstarfið, en kjarkur og festa ásamt góðri greind urðu henni sú kjölfesta, sem nægði til að geta siglt skipi sinu heilu i höfn. Arið 1913 (23. marz) giftist Ólafia Sigurbirni Guðjónssyni á Geitagili.og varð sambúð þeirra bæði löng og far- sæl — 58 ár. Bjuggu þau fyrstu 10 árin á Geitagili i sambýli við foreldra Sigurbjarnar, en 1923 fluttu þau að Hænuvik og bjuggu þar i 33 ár, eða þangað til þau fluttust til Reykjavikur 1956. En afkomendur þeirra búa enn I Hænuvik og horfur á,að svo verði lengi enn. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.