Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 16
Sigurbjörn lézt 16. april 1971 og var hans að nokkru getið i 61. blaði íslend- ingaþátta (30. júli 1971). Eru þar til- færðir meginþættir i hjúskaparsögu þeirra hjóna og þvi minna sagt hér en ella myndi. Þess verður þó að geta.að hlutur Ólafiu við heimilishald og bú- skapinn var jafnan mikill og vegna ýmissar félagsmálastarfsemi manns sins varð hún oft að leggja meira að sér en e.t.v. hefði annars verið. En hún leysti jafnan öll sin störf svo úr hendi að til var tekið og betur varð varla gert. bar var ekki miðað við 8 stunda vinnudag, né 40stunda vinnuviku. Hitt væri heldur, að nótt væri lögð með degi ef þurfa þótti— og það aldrei eftirtalið. Mikil gestakoma var jafnan á heim- ili þeirra hjóna, bæði vegna þeirra starfa, sem Sigurbjörn hafði á höndum, og einnig vegna þess.að um Geitagil og Hænuvik lágu þá alfaraleiðir byggðar- lagsins i kaupstað og verstöðvar. Þá voru hvorki komnir bilar né vegir til að auðvelda samgöngurnar og þvi oft- ast farið gangandi.þótt um langleiðir væri að fara og um torleiði. En sjálf- sagt þótti að veita öllum þann beina, sem föng voru til. bótt Ólafia flyttist á efri árum sinum i nýtt umhverfi, hélt hún alltaf nánu sambandi og tryggð við æskuslóðir og heimahaga, enda frændgarður hennar stór þar vestra. Meðan Sigurbjörn lifði fóru þau hjónin jafnan vestur á hverju sumri og stundum oftar en einu sinni samsumars. Tengslin við ættingja og vini rofnuðu þvi aldrei, enda þau bæði ættrækin og vinföst eins og bezt má vera. Og nú siðast i sumar dvaldi Ólafia langdvölum hjá sonum sinum og venzlafólki þar vestra. Fór vel á þvi, að henni skyldi auðnast að halda þann- ig iifandi sambandi við það fólk, sem henni var hugstæðast, bæði vestra og hér syðra. Eins og aðrir, sem komizt hafa á fullorðins ár, en áttu sina æsku um og upp úr síðustu aldamótum, hafði Ólafia kynnzt þeirri gjörbyltingu, sem orðið hefur siðan á kjörum og háttum fólksins, og óhjákvæmilega virkur þátttakandi i þeirri framvindu. Svo virtistsem hún ætti auðvelt með að að- lagast þeim breyttu viðhorfum , sem fylgdu i kjölfarið, enda maður hennar áhugasamur um flest, sem hann taldi, að betur mætti fara. Þó varð ekki hjá þvi komizt að sakna að nokkru sums af þvi, sem gat áður gefið lifinu sérstakt gildi og aukna fyllingu, en er nú talið litils virði eða einskis nýtt. Gamli tim- inn átti lika sin verðmæti — og hugðar- efni. Þó að hugur ólafiu væri löngum bundinn við heimastöðvarnar við Patreksfjörð, þar sem æskuminningar og meginþættir lifssögunnar runnu saman, undi hún vel hag sinum á sið- asta áfanganum i góðu sambýli við dóttur sina og tengdason. Og sam- neytið við barnabörnin og tengdafólkið gaf þenni þá lifsfyllingu sem hún naut heilshugar. Siðasta árið mun hún þó hafa þráð þau umskipti, sem nú eru orðin, þótt hún flikaði þvi litt. Og nú hefur henni orðið að þeirri ósk sinni — eins og mörgum öðrum. Ólafia Magnúsdóttir var merk kona, sem skilað hafði góðu og miklu lifs- starfi langrar ævi. G.Þ. t ,,Bognar ekki, brotnar i bylnum stóra seinast”. Þessar ljóðlinur koma mér I hug, er mér var sagt lát Ólafiu Magnúsdóttur. Það voru margir stóru byljirnir, er skullu á henni um ævina, en hún bognaði ekki heldur tókst á við sorgina og erfiðleikana af stillingu og æðru- leysi. Annars kynntist ég ekki Ólafiu fyrr en hún fluttist til Reykjavikur, er þau hjónin frá Hænuvik brugðu búi á efri árum. Þá settust þau að i húsi dóttur sinnar og tengdasonar og bjuggu þar unz yfir lauk fyrirbáðum. Ég ætla ekki að fara að rekja æviferil Ólafiu. Þessar linur eiga að vera þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast þessari hljóðlátu og elskulegu konu. Hvenær sem maður hitti hana, mætti manni hlýja brosið og þægilega við- mótið. Hún heyrðist aldrei hallmæla neinum, heldur dró það bezta fram i fari hvers manns er hún talaði um, og mátti mikið af henni læra i þvi efni. Hún var orðin þreytt og öldruð, eftir langa og starfsama ævi. En alltaf var hún sivinnandi i höndunum, og þær eru ófáar litlu hendurnar og fæturnir, sem hafa vermzt i vettlingum og sokkum, sem hún prjónaði af einstakri smekk- visi og gaf svo mörgum. Siðast er hún kom til min, blessunin, kom hún með sokka til að gefa fyrsta barnabarninu minu og þessu fylgdi svo mikill kær- leikur og hlýja, svona var Ólafia. Okkur finnst kólna i kringum okkur nágrönnunum, er við eigum ekki kost á þvi lengur, að Ólafia liti inn til okkar, en ég veit að henni var hvildin kær, þvi eftir að hún missti eiginmann sinn fyrir einu og hálfu ári, var hún tilbúin aðfara hvenærsem var, þvi þá missti hún svo mikið.ólafia min. viö erum hér tvær nágrannakonur, sem kveðjum þig með söknuði og þökkum þér alla alúð og hlýju við okkur og okkar fólk, er þú sýndir okkur alltaf eftir að við kynntumst þér. Mætti heimurinn eiga marga þina lika, þá væri vel. Guð gefi þér góða heimkomu á fund ástvina þinna, sem á undan voru farnir. Guð blessi þig og þökk fyrir allt. Ragnheiður og Ingunn. Helgi Arason Framhald af 18. siðu. Þannig verður lif okkar auðugra að blessun. Þess vegna ber okkur og að þakka þeim, sem gefa okkur slikl. A þessum kveðjudegi vil ég þakka þér, Jonni, fyrir langa samfylgd og góða. Þakka fyrir vináttuna, tryggðina, hjálpsemina og þó mest fyrir gleðina. ,,Við sátum við glaðværð og glymstrengjaleik”. Slikt gleymist ekki, heldur er geymt i sjóði minninganna. Ég segi að lokum: ,,Þú varst. góðkhvergi veill né hálfur, heill i orði og verki, sannleik trúr. Þina götu gekkstu og ruddir sjálfur, góður vinum, skjól og hlifðarmúr.” Og þú kæra Ólöf og synir ykkar. Þið hafið misst mikið. Við hjónin sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðju. Geisli samfylgdar þinnar er slokknaður. En þó finnur þú, að ekki á við, að sorgin setjist að völdum i huga þinum. Ég veit, að þú þakkar, að þú hefur i nær þrjá áratugi notið sam- fylgdar hans. sem gerði götu þina bjarta. Það var þin lifshamingja. Og þú bregzt við eins og hetja, sem kann að breyta harmljóði i sigursálm. Þú varst ætið Sigurjóni samhent, varst hinn tryggi förunautur, er leiddir birtu og gleði i lif hans og barna ykkar. Við.vinir þinir, vonum og biðjum, að þér veitist umbun þessa. Og vitum þó, að það. sem vel er gert, ber umbun i sjálfu sér Við biðjum.að þú fáir styrk með raun. Þú átt samúð allra þinna vina. Við biðjum. að sú samúð veiti græðandi smyrslum i sárin. Fjölskyldunni allri sendum við hjónin kveðju og biðjum ykkur öllum blessunar Guðs. Minnist þess öll, að ,,Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp i nauðum.” Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað. 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.