Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 19
Asa Guðbrandsdóttir Fædd 28. októbcr 1903. lláin 30. október 1972. Mánudagsmorguninn 30. október vöknuöum við systkinin til þess kalda veruleika, sem fylgir andlátsfregn ná- komins ættingja. Ása amma hafði dáið þá um nóttina. Sjúkdómsstriðið var orðið langt og erfitt.og þó mátti segja, að hún gengi til sinna húsmóðurstarfa fram á siðasta dag, eftir þvi sem kraftar hennar leyfðu. Hjá manni og heimili, börnum og barnabörnum var hugur hennar jafnan' bundinn, og þvi var það okkur öllum mikið fagnaðar- efni. þegar hún að aflokinni þungri sjúkdómslegu á s.l. vetri komst til þeirrar heilsu að geta aftur komizt heim á heimili sitt, sem hún unni svo mjög. Þessa siðustu mánuði var heilsu hennar þannig farið, að varla mun hafa iiðið sá dagur, að hinn mikli vá- gestur minnti ekki á nærveru sina. Hún vissi þvi, að kallið gat komið, þeg- ar minnst vonum varði. En hún æðrað- ist ekki. og hennar nánustu gátu ekki merkt, að henni væri á nokkurn hátt brugðið. örlögum sinum mætti hún af þeirri rósemi hugans, sem sanntrúuðu fólki er öðrum fremur gefin, og þvi veit ég, að henni var ekkert að van- búnaði. þegar kallið kom. bað, sem einkum einkenndi ömmu mina, var fágæt ljúfmennska í allri framkomu. Ég held ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt styggðaryrði hrjóta henni af vörum. Manni sinum og börnum unni hún framar öllu, og þeim helgaði hún krafta sina til hinztu stundar. Ása Guðbrandsdóttir fæddist á Spá-' gilsstöðum i Laxárdal i Dölum 28. október 1903. Foreldrar hennar voru G.uðbrandur Jónsson. bóndi þar, og eiginkona hans Sigriður Margrét Sigurbjörnsdóttir. Systkinin voru ellefu. auk tveggja fósturdætra, og var Ása fjórða barn þeirra hjóna. Af þeim Spágilsstaðasystkinum eru nú fjögur á lifi. svo og fósturdæturnar báðar. Spá- gilsstaðaheimilið var annálað fyrir góðvild og hjálpsemi þeirra, sem þar réðu húsum. Auk hins stóra systkina- hóps áttu þar jafnan athvarf ýmsir þeir, sem miður máttu sin fyrir sakir sjúkleika og elli, vandabundnir sem vandalausir. Á þessu mannmarga heimili ólst amma min upp fram undir tvitugsaldur. Eftir það lá leið hennar hingað suður og hér átti hún heimili nær óslitið alla tið siðan. Á yngri ár- um. þður en hún stofnaði heimili,starf- aði hún nokkuð á sjúkrahúsum og sið- an aftur um nokkurra ára skeið, eftir að börn hennar voru uppkomin. Eftirlifandi maður Asu er Hjálmar Sigurðsson, sonur Sigurðar Jónssonar, skipstjóra og útvegsbónda i Görðum i Skerjaf. og eiginkonu hans Guðrúnar Pétursdóttur. beim varð fjögurra barna auðiö, er upp komust. bau eru i aldursröð: Garðar bifvélavirki, sem lézt árið 1963, aðeins 26 ára að aldri, mikill myndar- og efnismaður, harm- dauði öllum, er hann þekktu, hann var kvæntur Eddu Jónsdóttur. Sigurður, skipstjóri. búsettur i Hafnarfirði, kvæntur Rannveigu Sigurðardóttur. .Vlargrét, hjúkrunarkona hér i borg, heitbundin Sigurði Eyþórssyni, teikni- kennara. Guðmunda, verzlunarmær, enn i föðurhúsum. Fimmta barn þeirra Ásu og Hjálmars, hið yngsta, lézt við fæöingu. bá eignaðist Ása son, áður en hún giftist, hann er Sigurðui Markússon, framkvæmdastjóri hér i borg, faðir þeirrar sem þetta ritar, kvæntur Ingiriði Árnadóttur. Alls voru barnabörnin orðin tiu.og það leyndi sér ekki, að hún unni þeim öllum mjög — öllum saman og hverju fyrir sig. Á þessari skilnaðarstundu streyma hlýjar samúðarkveðjur okkar allra ti! Hjálmars afa með þakklæti fyrir sér- staka nærgætni hans og umhyggju fyrir Ásu ömmu i löngu sjúkdómsstriði hennar. Sorgin gleymir engum, ekki heldur þeim yngstu. Kannski sizt af öllu þeim yngstu. bessa siðustu daga hafa bræð- ur minir gengið hljóðlátari skrefum um húsið og farið varfærnari höndum um hlutina en þeir eiga vanda til. Ég veit, að þeir eru með hugann bundinn við Ásu ömmu. Við vitum öll, aö nú er hún horfin til þess Guðs, sem var henni i senri veruleiki og sannleikur. Ég þekki engan. sem þar ætti von betri heimkomu. Elskulega amma min, ég veit ég mæli fyrir munn allra þinna barna- barna, þegar ég að leiðarlokum kveð þig með þakklæti fyrir allt það.sem þú varst okkur. bin ljúfa og bjarta minn- ing mun fylgja okkur um ókomin ævi- ár. Hvil þú i friði. Friður Guðs blessi þig- Hrafnhildur. islendingaþættir 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.