Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 21
Sigurður Davíðsson Hinn 5.„október.s.l. lézt eftir örstutta legu i Fjórðungssjúkrahúsi Akureyr- ar, Sigurður Daviðsson bóndi á Hróarsstöðum. Hann var nær áttræður að aldri. áigurður fæddist 19. janúar 1893 að Veturliðastöðum i Fnjóskadal, og voru foreldrar hans Davið Sigurðs- son á Vetúrliðastöðum og Aðalbjörg Jónsdóttir frá Arndisarstöðum i Bárðardal. Voru þau vel virt sæmdar- hjón. Bjuggu þau eitt ár áArndisarstöð um og siðan niu ár á Hallgilsstöðum i Fnjóskadal. Eignuðust þau nokkur börn, en aðeins tveir synir náðu full- orðinsaldri; Sigurður, sem var elztur, og Þorsteinn, sem um áratugaskeið var forstjóri Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri. Árið 1904 lézt Aðalbjörg og var hún á bezta aldursskeiði. Það sama ár brá Davið búi og bjó eigi eftir það. Ólst Sigurður upp hjá frænd- og vinafólki sinu i Fpjóskadal. Eftir fermingarald- ur var hann nokkur ár i vinnu- og Hröarstöðum kaupamennsku á ýmsum stöðum. A þeim árum var hann nokkrar vikur i tvo vetur nemandi i unglingaskóla Sig- urðar Baldvinssonar á Ljósavatni. Nýttist honum vel af þvi námi og minntist þeirrar dvalar með gleði. Arið 1913, 20. júni kvæntist Sigurður Kristinu Benediktsdóttur frá Bakka i Fnjóskadal. Var hún dóttir Benedikts bónda Jónatanssonar frá Þórðarstöð- um og fyrri konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur frá Snæbjarnarstöðum i sömu sveit. Það sama ár hófu ungu hjónin búskap á litlum hluta Viðivalla i Fnjóskadal. Arið 1916 fluttust þau að Bakka og bjuggu þar i 8 ár. Vorið 1924 fluttu þau svo i Hróarsstaði og bjuggu þar.unz Kristin deyr 5. mai 1971. (Minningargrein um Kristinu var birt i 4. árg. 65tölublaði íslendingaþátta i október 1971). Sigurður og Kristin bjuggu i 58 ár i sömu sveitinni, eða lengst allra hjóna það sem af er þess- ari öld, og óvist er, að nokkur önnur þess. Siðar var hún formaður þess um margra ára skeið. Kvenfélagið þarna hefur unnið mjög vel og er virkur fé- lagsskapur. Þar kom Ingibjörg mikið við sögu og vann gott starf, er allir kunna að meta, sem til þekkja. Arið 1916 fluttist Kjörseyrarfólkið að Bæ, er Guðmundur G. Bárðarson, tengdasonur Finns, er þá hafði búið þar i nokkur ár, seldi jörðina og hóf búskap i Bæ. Þau hjón, Finnur og Jó- hanna, ásamt þeim börnum, sem þá voru heima, fluttust þangað lika. Guð- mundur bjó þar ekki nema i fá ár, þvi að hann gerðist kennari við gagn- fræðaskólann á Akureyri. Finnur og Jóhanna, ásamt dætrum sinum Þór- unni og Ragnhildi, dvöldu áfram i Bæ. Eftir lát foreldra sinna héldu þær heimili saman systurnar þrjár, Ingi- björg fluttist þangað lika eftir að hún hætti starfi sinu við simstöðina. Það var gaman að heimsækja þær systur, og notfærði ég mér það oft. Það fylgdi þeim hressandi blær, frásagnargáfan litrik og skýr, og þær bjuggu yfir geysimiklum fróðleik. Þær systur voru einstaklega samhentar, og erfitt er að íslendingaþættir minnast einnar þeirra, án þess að hinna sé getið um leið. Þórunn og Ragnhildur eru dánar fyrir allmörg- um árum. Þegar Ingibjörg var orðin ein eftir, lá leið hennar til Reykja- vikur, og á Hrafnistu dvaldist hún sið- ustu árin. Hún átti þvi láni að fagna að vera heilsugóð og halda óskertum sálarkröftum til æviloka, en hún lézt snögglega i herbergi sinu á Hrafnistu 9. agúst, tæpra 92ja ára að aldri. Kæra vinkona. Ævistarf þitt var að verulegu leyti helgað sveitinni. Þar vannstu að þvi að uppfræða ungdóm- inn og beina honum á þá braut, er leiðir til manndóms og þroska. Þar vannstu að þvi að efla samtakamátt kynsystra þinna og ótalmargt annað, sem hér er ekki nefnt. Við sveitungar þinir og þinn fjöl- menni kunningjahópur kveðjum þig með þökk fyrir samfylgdina. Það var alltaf bjart i kringum þig, og ég efast ekki um, að sú birta hefur enzt þér gegnum móðuna miklu, að strönd fyrirheitna landsins. Jón Kristjánsson. hjón hafi búið þar lengur á siðastlið- inni öld. Má öllum ljóst vera, að hið þrotlausa starf þeirra að búi sinu lætur sig ekki án vitnisburðar, enda sýna verkin merkin. Hróarsstaðahjón voru ætið mjög samhent um búskapinn, bæði ráðdeildarsöm, hyggin og starfsfús. Hjónaband þeirra var gott og farsælt. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Davið Hermann f. 1. ágúst 1914, bóndi á Hróarsstöðum, ókvæntur. Aðalbjörg f. 8 april 1916, gift Her- manni, verkstjóra, Vilhjálmssyni frá Torfunesi i Kinn. Búsett á Akureyri, eiga fimm börn. Guðrún f. 7. septem- ber 1917, bústýra hjá Davið bróður sfn- um. Á hún son, Kristján f. 29. janúar 1952. Hann vinnur að búi móður sinnar og móðurbróður. Löngum er gest- kvæmt á Hróarsstóðum, og hverjum, sem að garði ber,tekið með hlýrri og einlægri gestrisni.og öll fyrirgreiðsla við gest og gangandi fúslega i té látin. Heimilið nýtur að maklegleikum mik- illa vinsælda og eiga allir heimilis- menn þar góðan hlut að. Sigurður Daviðsson var vel greindur maður, bókhneigður og fróðleiksfús, og notaði þær naumu stundir, er honum gáfust frá dagsins önn, til bók lestrar, einkum hin siðari ár. Hygg ég, að vandur hafi hann verið að lestrar- efni. Alla ævi lagði Sigurður mörgum góðum málum Jið, enda hvarvetna góður félagsmaður og mikill félags- hyggjumaður, sem trúði á mátt sam- takanna, sá og skildi hversu samtaka- mátturinn, væri honum réttilega beitt, áorkaði miklu til farsældar fyrir land og lýð. Sigurður var maður ihugull, stefnu- fastur og eigi gjarnt til skoðanaskipta, rasaði ekki um ráð fram, athugaði vandlega það sem fyrir lá hverju sinni, og fór honum þvi flest vel úr hendi. Trúmaður var Sigurður og ætið mik- illunnandi kirkju- og kristindóms. Var lengi meðhjálpari i Hálskirkju og átti sæti i sóknarnefnd og var formaður hennar. Einnig var hann um skeið form. Búnaðarfélags Suður-Fnjósk- 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.