Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTHR Miðvikudagur 7. febr. 6. tölublað 6. árg. Nr. 91 TIMANS Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur Það mun hafa verið nálægt þvi, er fyrsta áratug þessarar aldar var að ljúka, eða i byrjun hins annars, er Búnaðarfélag Islands kom á fót þeirri fræðslustarfsemi meðal bænda, er bændanámskeið nefndust. Þetta var merkisatriði i starfsemi félagsins og var mjög vel tekið af bændum og öðru sveitafólki. Þá voru fáir, sem numið höfðu búvisindi i erlendum háskólum. En þeir fáu, sem fóru á þessa braut, voru hvort tveggja i senn góðum gáf- um gæddir og miklir áhugamenn um landbúnaðarmál. Þeir skipuðu þvi sæti sin með sóma og áorkuðu miklu i búnaðarframförum. En þá voru þrir búnaðarskólar á landi voru og vel sótt- ir þrátt fyrir það að búfræðingsnafnið var af mörgum fyrirlitið drjúgan spöl fram á þessa öld. Um marga undan- farna áratugi hafa þeir aðeins verið tveir. t fullan aldarfjórðung er buið að tala um að koma þeim þriöja á fót. Sú framkvæmd situr enn viö orðin tóm. Bændanámskeiðin stóðu fulla viku og voru mjög fjölsetin. Búvisinda- mennirnir, þótt fáir væru, stóðu sig vel og töluðu ekki fyrir daufum eyrum. Stúdentafélag Reykjavikur lagði nám- skeiðum gott lið sendi menn til fyrir- lestra á hvert námskeið, vitanlega ekki búfróðan mann, en bændum hefur löngum þótt forvitnilegt að skyggnast um viðar en á búskaparsviðinu. Stundum kom verkfræðimenntaður maður. Það var eins og ljós i hinu verklega þekkingarleysi. Allan lið- langan daginn voru fyrirlestrar fluttir og umræðufundir á kvöldin. Þá drógu menn ekki af sér. Þetta voru mestu vakningasam- komur, ekki eingöngu búfræðilega séð, heldur lika á ýmsum öðrum sviðum, meðal annars i þjóðmálum. Er sá at- burður merkilegastur, er gerðist á bændanámskeiði, serri haldið var i Þjórsártúni þegar stofnaö var til Samtaka óháðra bænda. Þar hafði Gestur á Hæli forystuna. Sam- tökin báru fram lista við landskjörs- kosningar sumarið eftir og komu manni að, sem steig árið eftir upp i ráðherrastól. Það var norðlenzkur bóndi, sem þarna var á ferð, Sigurður á Yztafelli. Agúst i Birtingaholti var i öðru sæti á listanum og komst seinna á þing. Ég get þess arna til að bregða upp ofurlitlu dæmi, sem sýnir, hve merkar samkomur bændanámskeiðin voru. Og ég segi meira. Þarna var fræ- inu sáð i fyrsta sinn, sem upp af spratt hinn mikli pólitiski . meiður, Framsóknarflokkurinn. Siðasta bændanámskeiðið af þessari gerð var haldið i Tryggvaskála i nóv. 1921. Það stóð i viku og var að sumu leyti nokkuð sögulegt. Sú saga verður ekki sögð hér. Námskeiðiö var fjöl- mennt og vel lærðir og vaskir menn, sem höfðu leiðsögu i búnaðarfræðum. Mesta eftirtekt vöktu tveir ungir menn, sem báöir komu til Búnaðar- félags Islands árið áður, 1920, sem ráðunautur þess. Þeir höfðu báðir sótt búfræðimenntun sina til Danmerkur, annar almenn búvisindi, Eyfirðingur- inn Valtýr Stefánsson, skólameistara á Akureyri, hinn stundaði garðyrkju- nám, Ragnar Ásgeirsson, fæddur Mýramaður, en Reykvikingur að upp- eldi að nokkru leyti. Þessir ungu menn höfðu frá mörgu að segja, bæði fræði- lega og af öðrum toga spunnið. Man ég það, að Ragnar sagði okkur eitt kvöld- ið brúðkaupsferðasögu sina suður um Evrópu, alla leið til Rómaborgar. Honum tókst vel að hverfa með okkur um óravegu aldanna til þess tima, þegar Rómaveldi var öll veröldin og Rómaborg höfuðborgin. En hann gekk lika með okkur um stræti Rómar og listasöfn eins og þá var umhorfs þar, er hann var þar á ferð. Þessir tveir ungu menn, Ragna og Valtýr, komu jafnsnemma til Búnaðarfélagsins. En mjög skipti sköpum um starf þeirra þar, þvi að 1923 ræðst Valtýr til Morgunblaðsins og gerist aðalritstjóri þess, og þaðan vék hann ekki fyrr en vanheilsa skákaði honum frá störfum fyrir aldur fram. En Ragnar fór hvergi og stóð ekki upp frá starfi sinu hjá Búnaðarfélaginu fyrr en eftir 51 ár og hefur enginn ráðunautur félagsins, átt svo langan starfsaldur að baki sér sem hann. Ragnar Ásgeirsson var fæddur 6. nóv. 1895 að Kóranesi á Mýrum. For- eldrar hans voru hjónin Ásgeir Eyþórsson, kaupmaður þar og i Straumfirði, siöar bókhaldari i Reykjavik og kona hans, Björg Matthiasdóttír frá Holti i Reykjavik. Fimm ára gamall fluttist hann meö foreldrum sinum til Reykjavikur og ólst þar upp og þó ekki samfellt, þvi

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.