Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 2
bandið slitnaði ekki að fullu viö bernskustöövarnar, þvi nokkur sumur var hann hjá frændum sinum i Knarrarnesi. Þá var hann einnig hálft annaö ár i Vik i Mýrdal á bernskuár- um sinum hjá föðursystur sinni, konu Gunnars Ólafssonar, verzlunarstjóra þar, seinna útgerðarmanns i Vest- mannaeyjum. Um þessar mundir var hafin ráðu- nautastarfsemi hjá Búnaðarfélagi ts- lands. Eins og likum lætur voru ekki sporin stór, sem stigin voru fyrst til að byrja með, Ráðunautarnir voru aðeins tveir fyrst um sinn, Sigurður Sigurðs- son frá Langholti i Flóa, seinna al- þingismaður, leiðbeindi bændum i öll- um greinum búskapar, en hinn, Einar Helgason, hafði garðyrkjuna eingöngu með höndum. Sýnir þetta, hve for- ráðamenn Búnaðarfélagsins höfðu glöggan skilning og áhuga fyrir garð- yrkjunni og útbreiðslu hennar. Einar Helgason hafði alla forsjá fyrir Gróörarstöð Búnaðarfélagsins viö Laufásveg og Gróðrarstöðin var stórt nafn i höfuðborginni. Nú fór það svo, að drengurinn frá Kóranesi, nú búsettur hjá foreldrum sinum i Holti við Skólavörðustig, lagði leið sina til Einars i Gróðrarstöðinni og falaðist eftirvorvinnuþar. Þvi var vel tekið og þar vann hann nokkur vor fyrir fermingaraldur. Ragnar sagði mér, að þessi vorvinna i Gróðarstöð- inni undir handleiöslu hins ágæta garðyrkjumanns, Einars Helgasonar, hefði ráðið úrslitum um ævistarf sitt. Við ræktunarstörfin opnaðist honum ungum nýr unaðslegur heimur. Þarna var lika gott nágrenni og að þvi hefur jafnan þótt góður lifsauki. Biskups- setrið var næsti nágranni. Þórhallur biskup var ekki einungis mikill og ágætur kirkjuhöfðingi, sakir vits, lærdóms og viösýnis, hann var einnig mikill ræktunarmaður og bóndi og rak stórbú, að sið biskupa fyrri alda. Hann breytti lélegum forarmýrum i iðja- grænan töðuvöll. Biskup gekk gjarnan til manna sinna, sem grófu skurði og lokræsi, plægðu, herfuðu og sáðu. Hann ræddi við þá um þetta merkilega starf að rækta jöröina, samstarfið við skapara himins og jarðar. Og biskup gekk heim frá slikum fundum með vinnumönnum sinum, settist við skrif- borðsitt og skrifaði hugleiðingu i Nýtt kirkjublað, sem hann gaf úr um rækt- un mannsins, ræktun huga og handar og ræktun jarðarinnar. Og hann end- aði þessa hugleiðingu sina með þess- um orðum: „Það er svo gaman að skapa með Guði”. Nú er hinn gullni teigurbiskupsins I Laufási lagður und- ir steinlögð stræti og stórhýsi höfuð- borgarinnar. Slikt nágrenni var hollt 2 og gott fyrir hinn unga svein. Og hann gekk að ræktunarstörfunum af áhuga, sáði fræinu, sá kimiblöðin gægjast upp úr frjórri, rakri moldinni, fylgdist með þroska þeirra, hlúði að gróðrinum, unz takmarkinu var náð, fullkominn þroski og ávöxtur. Þetta skyldi verða hans ævistarf. Með þessi sterku áhrif i huga og að vorönnum loknum fermingarárið hélt Ragnar til Danmerkur til garðyrkju- náms. A þeim árum þótti i mikið ráðizt fyrir nýfermdan dreng að leggja upp i slika langferð. Þá þótti það mikið að vera „sigildur maður”, eins og þaö var kallað. Og þegar skip fór til út- landa, birtu blöðin lista yfir farþeg- ana, svo mikils þótti það um vert að sigla til annarra landa. Ragnar átti að góðu að hverfa i Kaupmannahöfn. Þar bjuggu móðursystur hans, me^tu rausnarkonur. Sjálfsagt hefur hann ekki gept neina áætlun um hve 4öng námsdvöl hans yrði. En hann tjaldaði ekki til einnar nætur, þvi að ferðin tók hann 10 ár. Fyrstu árir. .ameinaði hann nám og vinnu hjá einstökum mönnum, sem nauðsynlegt var fjár- hagsins vegna. En árið 1914 fer hann i garðyrkjuskólann i Velvorde i Char- lottenlund og eftir tveggja ára nám tók hann garðyrkjupróf frá þessum skóla, sem var talinn einn fremsti garðyrkju- skóli i Danmörku. Ekki veit ég hve háa einkunn Ragn- ar fékk á þessu prófi, en annað er vist, að hann var ráðinn kennari við skól- ann, svo að segja um leið og hann gekk þaðan út sem nemandi, og segir sú staðreynd bezt frá þvi, hvert álit þessi ungi Islendingur hafði áunnið sér á þessum stað. Hann var kennari þarna i tvö ár 1916-’ 18, en hætti þá að eigin ósk. Hvort tveggja var, að hann vildi læra meira og svo það, sem mestu réði, aö hann hafði aldrei ætlað sér að setjast að i Danmörku fyrir fullt og allt. Næstu tvö árin vann hann að ýmsum garðyrkjustörfum, en lagði þó aðal- lega stund á gerð skrúðgaröa og tók próf i þeirri grein. Þessi 10 ára Danmerkurdvöl Ragn- ars endaði á hinn rómantiskasta Snemma sumars 1920 fór hann á stutt námskeið i Lýðháskólanum i Valle- kilde á Norður-Sjálandi. Þar hitti hann unga, józka stúlku, Grethe Harne, dóttir Ole Nielsen, gestgjafa i Árósum. Hún var hvort tveggja i senn, gullfall- eg og geislandi greind. Staðfesti hún það, þá um vorið með frábæru gagn- fræðaprófi, sérstaklega i dönsku, tók hæst próf i þeirri grein yfir allt landið, en prófverkefnið var hið sama alls staðar. Þótt námskeiöið i Vallekilde væri stutt, nægði það til þess, að þau bundust þeim böndum, sem entist þeim ævina út. Arið 1920 réðist Ragnar Asgeirsson til Búnaðarfélags Islands sem garð- yrkjuráðunautur. Hann tók þá strax við Gróðrarstöðinni, þar sem hann, góðu heilli, byrjaði garöyrkjunám sitt. Um jólaley tið þetta ár brá hann sér til Danmerkuraðhitta heitmey sina. Þau giftu sig 11. jan. 1921 og fluttu heim til íslands. Frá þeim degi var frú Grethe islenzk húsmóðir. En alla ævi frá þvi að hún fluttist hingað til lands, var hún trúverðug dóttir sins ættarlands. Sizt af öllu hefði hún viljað afneita uppruna sinum. Þaðan kom henni sá styrkur og listfengi að rækja af fyllstu alúð og einlægni islenzka húsmóöur- starfið. Þeim auðnaðist 50 ára hamingjusamt hjónaband. A gullbrúð- kaupsdegi þeirra lá hún helsjúk og andaðist daginn eftir. Þau hjónin eignuðust 4 börn: Eva, gift Onundi Asgeirssyni, forstjóra, Rvik., Olfur, læknir, kvæntur Astu Guðvarðardóttur, Sigrún kennari, Rvik., og Haukur skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá, kvæntur Ásdisi Alexandersdóttur. Starfssaga Ragnars Asgrimssonar er svo löng og viðamikil, að hér verður ekki getið nema fárra atriða. Ungu hjónin fengu húsn. i Gróðrarstööinni og bjuggu þar þangað til að skipulag borgarinnar þoldi ekki stöðina, þá varð hún að þoka um set og raunar hverfa fyrir fullt og allt. Það var alltaf skemmtilegt, gott og gagnlegt að koma I Gróðrarstöðina til Ragnars. Hann gaf mörgum góð ráð og leysti margan vanda. Ragnar gat ekki unað við að sitja á venjulegri skrifstofu ráðunautar. Hann varð að hafa ráð á landi, gróöur- mold, gróðrarstöð. Það varð þvi að ráði, að hann flytti að Laugarvatni ár- ið 1932. Þar gerði hann nýja gróðarstöð á vegum Búnaðarfélagsins. Það átti vel við, að slikur reitur væri i þessu fjölmenna skólahverfi. Þar var greið leið til áhrifa um aukna garðyrkju, bæði meðal æskufólks staðarins og á hinu viðlendasta, samfellda landbúnaðarhéraði. Eftir 8 ár dæmdist rétt vera af fyrirmönnum staðarins, að gróðarstöðinni væri ofaukið þar. Nýr skáli var i uppsiglingu fyrir for- göngu Sambands sunnlenzkra kvenna, Húsmæðraskóli Suðurlands, sem allir voru sammála um að skyldi vera á Laugarvatni. Þá fluttist Ragnar til Borgarness til 3ja ára dvalar þar. Þótt sumir bændur haldi þvi fram, að ráðunautar Búnaðarfélagsins eigi að vera búsettir viðsvegar um landið, þá sýnir reynslan það, að slikt er mjög óhagkvæmt. Það fannst Ragnari. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.