Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Side 3
Hann óskaði að flytjast nær aðal- stöðvum félagsins og flutti með sam- þykki þess til Hveragerðis 1943. Húsið og gróðrarstöðin á Laugarvatni, sem hann varð að hverfa frá, var lagt til húsmæðraskólans. 1 Hveragerði þrengdist kostur hans hvað landrými snerti. Þó hafði hann þarna dálitinn garð með nokkrum reitum og trjágróðri, sem var þeim hjónunum til gagns og yndisauka. Húsið var þokka- legt. Þessa eign átti Búnaðarfélagið. Arið 1961 flytja þau hjónin til Reykjavikur og eyddu sinum siðustu æviáfrum þar. Ragnars Asgeirssonar verður eðli- lega fyrst og fremst minnzt fyrir ráðunautarstarf hans i garðyrkju. Þar vann hann veglegt braut- ryðjandastarf, s«m vert er að þakka. Á þvi sviði hefður áhrifa hans gætt um allt land. En hinu má ekki gleyma, að seinni helming af hinum langa og farsæla starfstima hans hjá Búnaðar- félaginu vann hann annað þjóðþrifa- starf, sem vert er að muna og þakka, en það er söfnun fornra muna og minja i sveitum landsins, sem fyrr á timum voru i rauninni lifsnauðsynlegir, en voru úr gildi gengnir með breyttum lifsháttum og vaxandi tækni. Hann byrjaði hjá Skagfirðingum að þeirra ósk 1948, viðaði að safninu i Glaumbæ og sá um uppsetningu þess. Og hann fór viöar, safnaði og kom upp söfnum. Ahugi manna var vakinn um land allt fyrir þessu merkilega máli. Þegar siðari heimsstyrjöldinni lauk varð bylting i sveitunum. Það þurfti að byggja þær upp. Og það var gert af fádæma dugnaði bænda og aðstoð hins opinbera. Torfbæirnir og fénaðarhús, allt var jafnað við jörðu. En ný hús, sem höfðu nútið og framtið, risu af grunni. Jafnframt kom vélaöldin. Og bændur tóku henni tveim höndum. Þá urðu gömlu búsáhöldin litils virði i augum manna, i öllum byltingarhitan- um. Og sveitirnar breyttu svip á fáum árum, svo að þær urðu næstum þvi óþekkjanlegar. Annað eins hefur óviða gerztá svo litlum tima, þó leitað sé um lönd og álfur. 1 sliku umróti er mikil hætta á, að margt fari forgörð- um. Við slik „siðaskipti” er gott að eiga menn með vökul augu og skilning á þvi, hvers virði þessir gömlu munir eru fyrir menningarsögu þjóðarinnar. Þessa kosti uppfyllti Ragnar Asgeirs- son flestum mönnum betur. Þjóðin stendur i þakkarskuld við hann fyrir hans ágæta, mikilsverða björgunar- starf. Ragnar var gæddur óvenjulega rikum, sjálfstæðum listasmekk. Ungur að aldri kynntist hann Jóhannesi Kjarval, liklega i Danmörku. Kjarval átti þá ekki upp á pallborðið hjá mörgum. Ragnar skildi hann og dáði og var honum innan handar, útvegaði kaupendur að mál- verkum hans og keypti sjálfur, af litl- um efnum. Þetta þótti sumum fáfengi- leg fjárfesting, en Ragnar hélt þvi fram að verra væri að eyða álika upphæð fyrir tóbak og brennivin, en það voru forboðnir ávextir i húsi þeirra hjóna. Marga fleiri málara mat hann mikils og voru vinir hans, þó að þeirra sé ekki getið hér. Þó verð ég að nefna Höskuld Björnsson, en með þeim tókst góð vinátta, er þeir voru nágrannar i Hveragerði. Rágnar dáði þennan ágæta, yfirlætislausa málara og kynnti hann vel viða um land. Heimili þeirra hjóna, Ragnars og frú Grétu, — var frábært. Það var i raun- inni fjölskrúðugt listasafn. Samt var það fyrst og fremst óvenjulega fagurt heimili. Ollum þessum listaverkum og gömlum munum var fenginn staður af einstakri smekkvisi, svo að gesturinn gladdist og fannst, að svona ætti það að vera og ekki öðruvisi. Og að þessu stóð húsbóndinn ekki einn. Þáttur eiginkonunnar var kannski ekki minni. Ragnar Asgeirsson var ritari Búnaðarþings i meira en þrjá áratugi. Starf hans var i þvi fólgið að bókfæra allar gjörðir þingsins. Alika lengi færði hann inn i gjörðabók stjórnar- innar allar fundargerðir hennar. Það eru þvi margar og stórar bækur, sem hann hefur skrifað og geyma hans karlmannlegu, föstu rithönd, svo persónuleg og sérstæð, að hún á ekki sinn lika. Fjölmargir bændur og húsfreyjur um land allt munu nú minnast Ragnars með hlýjum hug og virðingu, ekki eingöngu fyrir garðyrkjuleið- beiningarnar, þótt góðar væru, en ekki siður fyrir leiðsögu hans um flestar sveitir landsins i hinum mörgu, fjöl- mennu bændaförum, en það starf hafði hann á hendi fyrir hönd Búnaðar- féiagsins i fulla þrjá áratugi. Ég held, að allir þessir mörgu ferðamenn hafi verið mjög ánægðir með þennan ágæta „sendiherra” félagsins. Mörg stakan flaug honum af munni i þessum ferö- um, en hann var eins og alþjóð er kunnugt, ágætur hagyrðingur, enda margar visur hans landfleygar. Hann kunni þá list að gera góða visu af litlu efni. Hann var mikill aðdáandi Páls Ólafssonar, skálds og gjörþekkti skáldskap hans og ævikjör. Honum var litt að skapi hinn rimlausi sam- tiningur sumra ungu skáldanna. Honum fannst þar komin nýju fötin keisarans á nýjan leik. Mér er einlæg þökk i huga fyrir hálfrar aldar samfylgd og vináttu, sem aldrei bar nokkurn skugga á. Og nú finnst mér tómlegt, þegar ég hitti ekki framar Ragnar, vin minn, Ásgeirsson. Þorsteinn Sigurösson. Ragnar Ásgeirsson, hvarf aö fullu sjónum okkar s.l. nýársdagsmorgun. Er þá sá maður horfinn, er lengst hef- ur unnið fyrir Búnaðarfélag tslands, flestum viöförlari um sveitir landsins, svo vinsæll, að hann mun við þessi leiðaskil eiga hlýhug bænda og húsmæðra i næstum hverri einustu sveit á Islandi, ef ekki bókstaflega i þeim öllum. Hann haföi háð lokabaráttuna um alllangt skeið, löngum þjáningalaus en sihnignandi að kröftum, þó hann héldi andlegri heilsu óskertri til leiðarloka. En gegn þeim, sem þar sótti að, þekkt- ust engar varnir. Þar virtist hvildin sigilda eina lausnin, sem til mála gat komið. Og hún kom, hljóðlát og hlý, eins og ævi hans hafði löngum verið, vafin ástúð þeirra, er næst stóðu á þann hátt, að trauðla verður á fegurra kosið. Hér skal ekki freistast að rekja ævi- sögu Ragnars Asgeirssonar. Agrip hennar hefur þegar verið birt og verð- ur þar ekki um bætt hér. Þeim, er að þessari kveðju standa, er þökk rikust i huga, þökk fyrir samfylgdina, þökk fyrir samstarfiö, þökk fyrir feguröina i hug hans og háttum, þökk fyrir hina fjölþættu menntun hans, þökk fyrir hina sérstæðu skyggni hans á gildi andlegrar og efnislegrar menningar, sem ísland hefur fóstrað og fágað um aldir, þökk fyrir túlkun hans á þeim, jafnt i önn og baráttu og i ljóðum og listum, þökk fyrir þá geysifjölþættu vinnu, em hann lagði i að safna þeim munum og minjum, sem holskeflur þeirra byltinga, sem gengiö hafa á þessari öld yfir þjóö vora, voru ráðnar i aö grafa fyrir fullt og allt, þökk fyrir stökurnar, léttar og hugljúfar, þökk fyrir gleðina og þá heiðrikju, sem yfir henni vakti, þökk fyrir að hafa fengið að hlæja með honum og að honum öll þessi ár og svo græskulaust, sem raun gaf löngum vitni. Og siðast — en þó fyrst — þökk fyrir heimili þeirra hjóna, þökk fyrir hina fágætu fágun þess og fegurð, þökk fyr- ir frábæra rausn, þökk fyrir viðerni þess, þótt stofurnar væru þröngar lengi framan af, þökk fyrir mannkosti og menntun hinnar rammislenzku konu hans, þótt hún jafnframt missti aldrei sjónar á uppruna sinum og ynni honum af heilum hug, þökk fyrir önn hennar og hug fyrir norrænan samhug og norræn tengsl. Þökk fyrir þann auð minninga, sem þeim eru tengdar. Vinnufélagar I Búnaðarfélagi tslands. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.