Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.02.1973, Blaðsíða 6
Magnús Ikkaboð Guðmundsson frá Skörðum l'a'ddur 20. desember 1S!)5, Dáinu 21. nóvember 1072 Magnús var fæddur aö Hólmlátri á Skógarströnd. Foreldrar hans voru Hugborg Magnúsdóltir og Guðmundur Ikkaboðsson. Magnús ólst upp á fjöl- mennu heimili — systkinin mörg og auk þess ávallt nokkuð af vinnufólki, eins og þá tíðkaðist. i þá daga er Magnús var að alast upp, var öðruvisi um að litast i þjóðfé- lagi okkar en nú er. Þá mátti segja. að hér va*ri i raun og veru sama lrum- sta'ða þjóðfélagið og verið hafði um aldir — allt unnið með sömu frum- sheðu verkfærunum. Það þurfti fá- dæma elju til að hafa i sig og á, sem kallað er. Foreldrar Magnúsar áttu i rikum mæli þá eðliskosti, sem nauðsynlegir voru til að halda uppi rausnar- og myndarheimili. Guðmundur var for- sjáll. gætinn og hvgginn bóndi, stjórn- samur og úrra'ðagóður. Hugborg stórmvndarleg húsmóðir. hly. notaleg og rausnarleg hvað allar veitingar snerti. Við þessi skilyrði ólst Magnús upp: Reglusemi. sparsemi, nýtni og auðvitað mikla vinnu. Það varð snemma Ijóst. að Magnús mvndi verða nytur starfsmaður að hverju sem hann gekk. kappsfullur. áreiðanlegur og samvizkusamur við hvert það starf. sem honum var til trú- að. Um og eftir aldamótin mun það hafa verið algengt, að eldri börnin vnnu á heimili foreldranna. án þess að heimta kaup eða spyrja um daglaun að kvöldi. Þetta var aldarandi. Enda stundum fullkomin nauðsyn. ef takast átti að framílevta fjölskyldunni og halda hóp- inn. Magnús mun hafa verið einn af þeim. sem mikið lagði á sig fyrir fjöl- skvlduna. a.m.k. framan af ævinni. En þótt öll sveitastörf færu honum vel úr hendi. þá er grunur minn sá. að aðra leið hefði hann fremur kosið. en gerast bóndi i sveit. Magnús var ein- staklega fróðleiksfús! Ekki tel ég nokkurn vafa á þvi. að hinn svokallaöa menntaveg hefði hann viljað ganga, en atvik og aðstæður höguðu þvi svo. að sú leið reyndist ekki fær. En þrátt fyrir það, að skólagöngu væri eftki til að dreifa, varð Magnús fjölfróður og allvel að sér um marga hluti. Athyglisgáfu hafði hann i rikum mæli —- og óþrjótandi fróðleikslöngun. Það sannaðist á honum, sem svo mörgum öðrum, að hún varð furðu safarik. baðstofumenningin islenzka. Hver bók, sem heimilinu barst, var lesin og það vandlega og efni hennar og innihald krufið til mergjar. Yrði einhver svo rikur að eignast orðabók. þotti sjálfsagt að hún gengi á milli heimilanna. Þannig studdi hver annan. l’m það levti. sem Magnús óx úr grasi. voru ýmsir andlegir straumar að berast til landsins. má þar nefna bindindis- og ungmennafélagshreyf- inguna. Þessar andlegu hræringar settu mark sitt á þjóðlifið og gripu hugi ungra manna. Menn sáu aö hér var nærri allt ógert. sem gera þurfti, til þess að hægt væri að lifa menningarlifi i landinu. Menn urðu gripnir eidmóði og spurðu: Hvað get ég gert fyrir land- ið mitt? ..íslandi allt" var ekki innan- tómt orðagjálfur. heldur bláköld alvara hugsandi manna. Magnús var einn af þeim. sem drakk i sig hugsjón ungmennafélagshrevfingarinnar og reyndist henni trúr til dauðadags. Maður af gerð Magnúsar komst vitanlega ekki hjá þvi að inna af hönd- um margvisleg störf fyrir sve^ sina og samfélag. Hann var t.d. oddviti Mið- dalahrepps um árabil. Ég minnist þess frá unglingsárun- um. að eitt sinn fór ég með húsbónda minum að Nesodda, sem var sam- komustaður sveitarinnar. Þar átti að halda almennan hreppsfund. Meðal þess. sem þar átti að gera var að kjósa nýjan oddvita. Fundarstjórinn lýsti eftir tillögum með nýjan oddvita. Þá glumdi við i salnum. nærri eins og væri samæfður talkór: ,,Við kjósum Magnús i Skörðum". Mjög var þetta á móti vilja Magnúsar, enda var hann hlédrægur maður. Hann mótmælti þessu kröftuglega og sagðist alls ekki vilja taka þetta að sér. Þá man ég, að húsbóndi minn. sem var greindur maður. sagði við Magnús: ..Þú veizt það. Magnús minn, að þú ert langfær- astur að gera þetta. og þér er sómi að þvi. að nota þinar góðu gáfur i þágu samtelagsins. en vansæmd að vikjast undan þessum starfa. sem þú ert íærastur um". Svo fór að Magnús tók þetta að sér. Óskandi væri að við ættum marga slika. sem svo almennrar tiltrúar nvtu hjá samborgurum sinum. og sýndu það i starfi sinu. að þeir væru þess trausts verðir. Magnús var þjóðkunnur maður fyrir nokkrum árum. er hann las Passiu- sálmana i útvarpiö. Hann sýndi það svo áþreifanlega. að það er ekki sama hvernig lesið er. Hann las með svo innilegri tilfinningu. Hann mun hafa liaft mikla æfingu. þvi hann hafði um árabil lesið húslestra á heimili sinu. Trúmál munu og hafa verið honum hugstæð. sýndi hanii það bezt i verki með fjárhagslegum stuðningi við Hall- grimskirkju. Magnús var myndarlegur maður i sjón og bar sig vel. Honum var i blóð borin tiguleg og virðuleg framkoma. Merkur maður. sem þekkti Magnús. sagði við mig nýlega: ..Hann Magnús minnti mig á fas og framkomu þeirra. sem vanir eru að koma fram". Ég naut þess ævinlega að hitta Magnús frænda minn. en þó einkum. er við vorum tveir einir. Hann var hlé- drægur i margmenni. Er við rædd- umst við i einrúmi fann ég bezt. hversu hlýr og tilfinninganæmur hann var innst inni. Þá kom og fram eðlisþáttur i fari hans. sem annars bar litið á. en 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.