Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 2
þrem, einstöku barnaláni, — en synir hans voru Jón Pétursson háyfirdómari afi sira Jóns og alnafni, dr. Pétur Pétursson biskup og sira Brynjólfur Pétursson, einn Fjölnismanna — og einnig var slra Pétur i móöurætt af- komandi Boga Benediktssonar, bónda og fræöimanns á Staðarfelli I Dölum, þess er skráöi Sýslumannsævir og lagöi þar með grundvöll að islenzk- um ættfræöivisindum og persónusögu. baö kom fljótt I ljós, að sira Jón Pétursson haföi fengið i arf hæfileika og mannkosti ætta sinna. Óvenjulegur minnishæfileiki og óvenjuleg löngun aö fræðast og vita leyndi sér ekki. — baö var ljóst, aö hér var mikiö mannsefni aö vaxa úr grasi. Og það sem ekki var minna um vert, hér var maöur, sem enga löngun haföi til aö hreykja sér hátt eöa ofmetnast af gáf- um sinum. — Hæfileikar sr. Jóns hlutu að beina honum inn á lærdómsbrautir. Undir- búningsmenntun hlaut hann heima i föðurgaröi, en siöar hvarf hann aö námi til Reykjavikur. — En einmitt á þeim árum þegar ungmenni eru viö kvæmust og framtlöin ræöst, veiktist sira Jón af alvarlegum sjúkdómi, taugaveiki, sem geröi hvort tveggja i senn, taföi hann verulega á mennta- braut og lamaöi þrek hans og þor svo verulega, aö hann varö aldrei samur upp frá þvi. — 1 þeim skugga, sem þessi veikindi á æskuárum felldi yfir lif hans, dvaldi hann alla ævi. bvi er sá sannleikurinn auðsær, aö sira Jón fékk aldrei að fullu notiö þeirra hæfileika og gáfna, sem hann raunverulega bjó yfir. Sá sannleikur var hins vegar aldrei borinn á torg,heldur allt gert til að leyna honum og lifsgangan fetuö svo sem ekkert heföi iskorist. En augljósar staöreyndir bera hinu sanna vitni. Sira Jón Pétursson er aö vera 32 ára þegar hann lýkur guö- fræöiprófi frá Háskóla Islands, 14. febrúar 1928. bá var faöir hans dáinn fyrir nær tveim árum. En það bar vott um vinsældir prestshjónanna, hins læröa fööur, séra Péturs, og hinna mildu móöur, frú Helgu svo og þess álits, sem sonurinn Jón naut hjá sókn- arbörnunum austur þar, aö þess mun eindregiö hafa veriö óskaö, aö prests- embættinu yröi ekki ráöstafaö heldur skyldi þaö biöa hins unga guðfræöings og sveitunga, sem allir þekktu bæöi af góövild og gáfum. — beim óskum var fullnægt og 8. mai er Jón Pétursson settur prestur I Kálfafellsstaðar- prestakalli og vigöur til embættis 13. sama mánaðar. brátt fyrir tafir á námsbraut svo og þeirra afleiöinga, er §júkdómurinn haföi haft, var hitt samt augljóst, aö námsdvölin syöra haföi oröiö hin- um unga manni brunnur mennta og fræða. Og þar var heldur ekki látið staöar numiö. Sira Jón var alla tiö aö auka þekkingu sina, vaxa aö vizku, auögast af skilningi. Ekkert mannlegt var honum óviökomandi. Ættfræöi og persónusaga voru eftirlætisgreinar hans þegar á unga aldri og aila ævi bætti hann viö fræöasjóö sinn, ávaxt- aði i viötölum og gaf af rikidæmi þekkingar sinnar. bvi miöur uröu rit- störf hans minni en samferðarmenn hans heföu óskað, en margir eiga hon- um þakkir að gjalda fyrir yndis- stundir, sem þeir áttu i fræðslu hans, og fá voru þau fræði sem ekki voru i sjónmáli þessa fjölhæfa manns. Árið 1936 kvæntist sira Jón eftirlif- andi konu sinni bóru Einarsdóttur, vegaverkstjóra Jónssonar, frænku minni og mágkonu. Sira Jón haföi þá gegnt prestsþjónustu I 8 ár i Kálfa- fellsstaðarprestakalli svo og aukaþjónustu i Bjarnanesprestakalli fyrst, en siðar i Sandfellspr.kalli i öræfum. Meö hinni ungu konu kom nýr og ferskur andblær, og sira Jón kunni vel að meta, aö þau voru um margt ólik, vegna þess ekki sizt, aö hann gat faliö konu sinni aö sinna verkefnum hiö ytra, svo aö hans eigin reitur mætti vera þvi stærri hiö innra, fróöleiksleitin og mannþekkingin. beim hjónum sira Jóni og frú bóru varö þriggja barna auðiö. beim fædd- ust tveir synir, Pétur viöskipta- fræöingur og Einar Guðni, nú prestur i Miklaholtsprestakalli á Snæfellsnesi, svo og ein dóttir, Helga Jarþrúður. — Ariö 1944 hætti sira Jón Pétursson prestsskap i Skaftafellssýslu, og hafði þá jafnframt veriö prófastur i 14 ár. Hann fluttist þá meö fjölsk. sina til Reykjavikur og hér dvaldi hann þaöan frá og en siöustu árin átti hann við mikla vanheilsu aö striöa og naut þá sérstakrar hjúkrunar og umönnunar á sjúkraheimilinu aö Sólvangi, Hafnar- firði. Eftir aö sira Jón Pétursson fluttist til Reykjavikur geröist hann fyrst aö- stoðarskólastjóri við Iðnskólann vet- urinn 1944-1945 og siöar kennari viö sama skóla. Kennslan varö honum hugstætt viöfangsefni bæöi vegna þess að hún veitti honum tækifæri að miöla þekkingu og afla sér þekkingar, svo og vegna hins aö hún stuðlaði aö aukinni kynningu, stækkaöi hópinn, fjölgaöi einstaklingunum, sem hægt var aö blanda geði við. Sira Jón Péturss. var sannfærður um sannleiksgildi þeirrar fullyröingar Martins Bubers, mann- vinarins frá ísrael, að enginn fær aö fullu notiö sin, sem ekki rækir hin þrenns konar sambönd sem tiltæk eru: Tengist I fyrsta lagi umhverfi sinu, þeim reit þar sem lifað er, skynjar eggjun þess, veit af undri þess. — Tengist i öðru lagi mönnunum sem hann er samferða á lifsleiöinni, ekki sem ópersónulegum og framandi, heldur sem vinum I leit að markmiöi og tilgangi — Tengist i þriðja lagi leyndardómi tilverúnnar i bæn, beiöni og þakkargjörö. Merkum leitanda á sviö trúarinnar var valinn þessi grafskrift: „Frá skuggum og táknum til veruleika”. Lif allra manna býr yfir skuggum, i lifi allra manna birtast tákn, en þá er þroska og göfgi náð, þegar skuggarnir og táknin benda til þess veruleika, sem einn skiptir máli, að lifinu sé lifaö frammi fyrir Guöi, i fullvissunni um mátt hans og mildi. Ég sem hér skrifa átti þess eitt sinn kost aö mæta meö sira Jóni Péturssyni á norrænu kirkjuþingi, sem haldiö var i Helsinki sumariö 1950. bað voru bjartir og fagrir dagar, ekki aöeins vegna þess að sólin skein, heldur miklu fremur vegna hins, aö þá varö mér fyrst ljóst til fulls, hve góöur, gætinn og heillandi samferöamaöur og vinur sr. Jón Pétursson var. — 1 honum komu á sérstæöan hátt saman hinar þrjár manngerðir, sem danski guöfræöingurinn, Sören Kierkegaard fullyrti aö skipta megi mönnunum i: Manngerö hins fagurfræðilega, sem þráir unaö og fögnuð: manngerð hins siöræan, sem veit um skuld sina viö lif iö og skyldu: og manngerð hins trúræna, sem veit aö án trúar og trausts er allt óvisst og öryggislaust. III. Eitt af fegurstu kvæöum borgeirs Sveinbjarnarsonar, vinar mins frá Efstabæ I Skorradal heitir ,,AÖ lifa og deyja”. bað er á þessa leið: Aö lifa er aö skynja nýjan tima. Tiöin liöna er jöröin. Aö deyja er aö lifa nýjum tima. 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.