Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 4
„Flýt þér, vinur, f fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboöans, og fljúgðu á vængjum morgunroöans meira að starfa Guðs um geim.” Hjalti Pálssor t Séra Jón Pétursson fyrrum prestur og prófastur á Kálfafellsstað f Suður- sveit lézt 23. jan. þessa árs, eftir langa og þunga vanheilsu. Hann var fæddur á Kálfafellsstaö 1. marz 1896 og vantaði því rúman mánuö á 77 ára aldur. Foreldrar hans voru þau góðkunnu hjón, frú Helga Skúladóttir og séra Pétur Jónsson. Höfðu þau flutzt að Kálfafellsstaö 1893 frá Hátsi i Fnjóska- dal, en þar hafði hann veriö prestur i niu ár, en vigöist 1881 til Fjallaþinga i Norður-Þingeyjarsýslu. Börn þeirra frú Helgu og séra Péturs voru.auk séra Jóns, Jóhanna, er giftist Helga Hermanni Eirikssyni skóla- stjóra, Jarþrúður, kona Sigfúsar M. Johnsen bæjarfógeta og Elisabet, er flutti til Danmerkur, giftist dönskum manni og hefur verið búsett þar. Báðar eldri systurnar eru dánar og er Elisabet eina barnið, sem enn er á lifi. Allar systurnar voru eldri en Jón og allar fæddar áður en hjónin fluttu að Kálfafellsstað. Prestshjónin, þau frú Helga og sér Pétur, voru mikils metin af sóknar- börnum sinum og öðrum , er til þeirra þekktu. Menn dáðu heimili þeirra fyrir gestrisni og myndarskap og þau sjálf fyrir hjálpsemi þeirra, hjartagæzku og ljúfmennsku. Þau voru lika styrkasta stoð sveitarfélagsins og bú þeirra rekið af fyrirhyggju og dugnaöi. Börn þeirra voru öll i hugum sveitunganna sem jafningjar þeirra, er á svipuöu reki voru. Bújörðin.prestssetrið Kálfa- fellsstaður, var ein bezta jörð sveitar- innar og kom fleirum til nota en þeim, sem jörðina sat. Þegar ég kynntist þeim hjónum, er ég tók við forstöðu Kaupfélags Austur- Skaftfellinga i ársbyrjun 1922, voru þau hjón komin á háan aldur, séra Jón var fæddur 1850 en frúin töluvert yngri, fædd 1866. Minnist ég þess, hversu vel þau tóku mér á heimili sinu og hélzt svo meðan ævi þeirra entist. Eitt hið fyrsta, sem ég man eftir i samtali við séra Pétur, var, að hann sagði: ,,Ég vorkenni þér ósköp, það eru svo margir fátækir”. Um þessar mundir voru öll börn> þeirra farin að heiman til náms og starfs, en gömlu hjónin ráku búið áfram meö vandalausu, en dyggðugu 4 fólki, og farnaöist vel eins og jafnan hafði veriö. Jón sonur þeirra hafði hafið menntaskólanám milli fermingar og tvitugs, en varð að hætta námi vegna alvarlegra veikinda og hafði þá um sinn gerzt starfsmaður i banka i Reykjavik, en hélt siðan náminu áfram eftir nokkur ár og tók stúdents- próf 1924 og hóf þá þegar guðfræðinám i Háskóla Islands og lauk þaðan em- bættisprófi vorið 1928. Faðir hans var þá dáinn fyrir tveimur árum, en að ósk safnaðar séra Péturs var brauðinu ekki ráðstafað þá þegar, heldur frestað um sinn, þar sem sonur hans var kominn svo nærri að ljúka guð- fræðinámi, og það var ákveðinn vilji og krafa sóknarbarnanna, aö hann tæki við prestsþjónustu á Kálfafells- stað, hvað og varö svo fljótt sem unnt var. Hann vigöist þvi þangað þá þegar og þjónaði þvi embætti meöan heilsa hans leyfði eða til vordægra 1944. Hann var einnig prófastur I Austur-Skaftafells- sýslu nærri jafnlengi eða frá 1930. Hann þjónaöi og Sandfellsprestakalli lengst af embættistiö sinni. Það var þvi viðáttumikiö starfssvæði, er prestsþjónusta hans náði til, þ.e. alla leið austan frá Hornafjarðarfljóti suöur að Skeiðarársandi, enda voru þetta 3 prestaköll fyrr, þ.e. Einholts prestakall, Kálfafellsstaðar- og Sand- fells. A þessu svæði voru mörg stór- vötn, svo sem Heinabergsvötn, Kolgrima, Steinavötn, Jökulsá á Breiðamerkursandi o.fl. og þá öll óbrúuö. Kolgrimubrúin var reist 1935, en hún var fyrsta brúin á stórvatnsfalli á þessu svæði, en nú er svo komið, aö segja má, að hver smálækur sé brúaö- ur, hvað þá stórvötnin, og vegir allir akfærir og þvi auðvelt um að komast, þar sem áður voru torfærur miklar og stundum ófærar. Það var sveitungum séra Jóns mikiö ánægjuefni að fá son frú Helgu og séra Péturs til prestsþjónustu og annarra starfa á æskustöövunum, og séra Jón mun einnig hafa kosið það fremur en nokkuð annaö. Ýmis störf voru honum falin á embættisárunum fyrir sveitina og meðal annars var hann sýslu- nefndarmaöur um skeið. Hann rak búskap á Kálfafellsstaö, eins og for- eldrar hans höfðu gert, og var móðir hans bústýra fyrstu árin, en hann kvæntist 1936 Þóru, elztu dóttur þeirra kunnu hjóna, Guðbjargar Kristjáns dóttur frá Haukabrekku i Fróðár- hreppi og Einars Jónssonar kennara við Bændaskólann á Hvanneyri, siðar vegagerðarverkstjóra á Austurlandi. Var heimili þeirra á Kálfafellsstað með myndarbrag og hlýleika eins og veriðhaföi áður, Börn þeirra hjóna eru þrjú, ein dóttir, Helga, og tveir synir, Pétur viðskiptafræðingur og séra Ein- ar Guöni, nýlega vigður prestur til hins forna Miklaholtsprestakalls á Snæfellsnesi. A þeim tima sem við séra Jón vorum báðir i Austur-Skaftafellssýslu, áttum við að sjálfsögöu allmikið saman að sælda. Hann var félagsmaður Kaupfé- lagsins og hafði viðskipti sin hjá þvi, og var þátttakandi og fylgdist vel með starfsemi þess á fundum, sem haldnir voru I þeirri kaupfélagsdeild, sem hann taldist til, og þar lagði hann jafnan gott til mála. Hann var skilvis og öruggur I öllum viðskiptum sinum og gott til hans að leita, ef vandræöi bar að höndum Vorið 1944 flutti séra Jón meö fjölskyldu sina til Reykjavikur, mest vegna þess að heilsa hans var veil til þeirra starfa, sem hann gegndi. Gerðist hann þá aðstoðarskólastjóri við Iðnskólann og kennari hans um árabil og var einnig prófdómari við þann skóla. Annars lagði hann alltaf stund á ýmis fræði, einkum ættfræði, og samdi ritum ætt Boga langafa sins á Staöarfelli. Heilsa séra Jóns var lengst af heldur veil eins og þegar er sagt, og háöi það störfum hans meira en ýmsir gerðu sér grein fyrir, og eftir sjötiuogfimm ára aldur varð hann að dvelja á sjúkrahúsinu á Sólvangi I Hafnarfiröi Eins og alkunnugt er átti séra Jón til stórmerkra og þjóökunnra manna aö telja. Móöir hans var dóttir Skúla bónda Kristjánssonar á Sigriðar- stöðum I Ljósavatnsskarði og stóöu aö henni kjarnaættir i Þingeyjarsýslu. Jón Pétursson háyfirdómari og alþingismaður var afi hans, en bræöur háyfirdómarans voru þeir Pétur biskup og Brynjólfur ráðuneytisforseti i Kaupmannahöfn, einn hinna dáðu Fjölnismanna. Séra Jón var 3.ættliöur frá þeim báðum, Boga á Staðarfelli og séra Pétri á Viöivöllum. Bogi á Staðarfelli og tengdasonur hans, Jón háyfirdómari, voru miklir ættfræðingar eins og Sýslumannsævir o.fl. bera vott um. Bogi var frum- höfundur þeirra, en Jón Pétursson umbætti þær, jók og leiörétti, en nokkrum hluta þeirra fór Hannes Þorsteinsson ritstjóri og alþingis- maður höndum um áður en þær voru gefnar út. Jón Pétursson dómstjóri gaf út timarit um ættfræði. Sér Jón hafði stálminni. Hann hafði á takteinum ættfærslu fjölda manna um land allt og var tilbúinn i skyndingu að gera grein fyrir ætt þeirra og uppruna, einkennum og starfi, hvort sem þeir lifðu á þessari islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.