Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 7
— Eina ferö fór hann meö mér suöur yfir Breiöafjörö á þeim árum I heldur lélegu og feröaveöri. Sá ég þá aö hann var ekki búinn aö gleyma aö fást viö segl og stjórn á opnum bátum, þótt veriö heföi þá um árabil á stórum vél- bátum og togurum, en ekki veröur feröasaga okkar sögö hér. — En eyja- liföi átti ekki lengur við þennan sjó- vana mann, enda minna um aö vera á þeim slóöum en þegar hann var aö alast upp i Flatey. Hann hélt nú suöur á land, til Keflavlkur eöa Reykjavikur og stundaði sjóinn sem fyrr. bar giftist hann aftur áriö 1944, Júliönu Gisla- dóttur atgervis- og myndarkonu og undi nú hag sinum vel. En hjónaband þeirra varö skammvinnt. Júliana and- aöist eftir fárra ára sambúö. Var þá eins og sveöju heföi veriö brugöiö á lifsþráö þessa hrausta og gervilega manns, sem svo margt haföi reynt og viö fátt brugöiö um dagana. Upp úr þvi fór heilsu hans ört hnignandi. Sjósókn gat hann ekki stundaö lengur né venju- lega erfiöisvinnu á landi. Síöustu ævi- árin varö hann aö dvelja á heilsu- hælum og sjúkrahúsum, unz hann lézt á sjúkrahúsinu I Keflavik 23. maí s.l. Hún er svipminni breiðfirzka sveitin hér á Suðurnesjum sföan Jóhannes féll frá. 17/2.1973 B.Sk. Arngrímur Jónsson Framhald af bls. 8. mætti verða I lifsbaráttunni. Arngrim- ur var næmur — og hann var viljafast- ur. Mun þetta hvort tveggja hafa gert hann að þeim röskleikamanni, sem hann varð. Arngrimur var orðinn 18 ára, er hann hóf nám i framhaldsskóla. Lá leiðin þá eðlilega að Núpi, en þar var þá fyrir skólanum séra Eirikur J. Eiriksson, hinn nafnkunni æskulýðs- leiðtogi og öðlingur. Frá Núpi er haldið til Akureyrar og gagnfræðaprófi, utan skóla þó, lokið vorið 1946. Næsta vetur kenndi Arngrlmur i Mosvallahreppi I önundarfirði. Haustið 1947 lá svo leiöin i Kennaraskólann. Hóf hann þá nám i 3. bekk skólans. Hann var þá 21 árs að aldri og óvenjulega þroskaður maður til sálar og likama. Get ég mér þess til, að tiltölulega hörð llfsbarátta hafi áttsinn þáttiþvi. Okkur, sem vor- um þá að hefja nám I bekknum, og höfðum sum verið i skólanum frá upp- hafi 1. bekkjar, varö starsýnt á þennan unga mann. Okkur virtist hann geta verið einn af kennurum skólans. Að þvi studdi allt: fasið, málfæriö og likam- legur þroski. Fyrsti æfingatlminn I kennslu barna rann upp. Vegna nálægðar I stafrófinu vorum við Arngrimur i sama kennslu- flokki. Arngrimi var sett fyrir að kenna málfræði. Og það verö ég að segja, að mér fannst kennslan leika I höndum hans. Var engu likara en þarna væri gamall og reyndur kennari að verki. Hvorki fum né fálm, heldur örugg tök. Þegar Arngrimur talaði til barnanna, gerði hann það á vingjarn- legan hátt, en þó með festu þess manns, sem ætiö er viðbúinn að vera kennari. Mér fannst, og öðrum bekkj- arsystkinum Arngrims, að hann væri þegar orðinnkennari. Veit ég reyndar, að sú skólavist, er Arngrimur naut i Kennaraskólanum um tveggja vetra skeið, hefur orðið honum til mikils gagns. bó held ég, að erfiðara nám hefði hentað honum betur. Atti ég stundum tal um það við Arngrim, hvers vegna hann hefði ekki haldið áfram til stúdentsprófs á Akureyri, annar eins námsmaður og hann var. Veit ég, að það hefði ekki orðið honum ofviða. Hann átti alla andlega burði til að stefna til hæstu mennta. En hann varð kennari við unglingaskóla og siðar skólastjóri. Þar var hans vett- vangur til æviloka. Kennaraprófi lukum við vorið 1949 — 28 að tölu, þar af tveir stúdentar, er sátu aðeins i 4. bekk. Or þessum hópi eru nú þrir horfnir: Steinþór Bjarni Kristjánsson frá Ytri-Hjarðardal I önundarfirði, er andaðist af afleiðingum hörmulegs slyss á Breiða- dalsheiöi i júni 1959, Jón Sigurðsson cand. theol., er andaðist á Þingeyri 1966, og nú Arngrimurhinn 2. febrúar 1973. Allir þessir menn hurfu i blóma lifsins. Arngrimur varð aðeins rúm- lega 46 ára. Við höfum hitzt á merkisafmælum, skólasystkinin frá 1949. Siðast var það vorið 1969, er við heldum upp á 20 ára afmælið. Þá geröum viö okkur nokkurn dagamun. Mig minnir, að fimm hafi aðeins vantað í hópinn af þeim, sem þá voru ofan moldar. Arngrimur var hrókur alls fagnaðar. Grunaði mig þá sizt, að hann yrði næstur að kveðja þetta jarðlif. 1 kvæði, sem ég setti saman fyrir þennan fund okkar og sem sungið var nokkrum sinnum, eru eftirfarandi ljóðlinur: Ot I starf og stööu stökk svo hver um leið, og meö eftirvænting eftir þessu beið. Hélt, að hérna væri hnossið mikla að fá. — Dýra sólskinsdrauma dreymdi okkur þá. Einn fór kannski austur, annar norðr i land. Þá fór þriðji vestur, þráði kennslustand. Beið ei fjórði boða, bæjarlöngun rik, komst að góðum kjörum: kenndi I Reykjavík. Og siðasta erindi kvæðisins er á þessa leið: Nú skal staðar nema, nóg er þetta ljóð, Margt er geymt I minni, myndar vænan sjóð, sem við sífellt aukum. — Signum andans full. Eitt er vist og öruggt: Aldrei ryðgar gull, Arngrimur varð kennari á Núpi strax að kennaraprófi loknu. Þar var hann skammt frá heimahögum. Kennari var hann frábær, og einkar vel lét honum að kenna stærðfræði. Var það hans óskagrein.Arngrlmur varð snemma hægri hönd skólastjór- ans, sira Eiriks J. Eiriksonar. Og þegar hann lét af störfum á Núpi sem skólastjóri, kom ekki annar en Arngrimur til greina sem eftirmaður hans. Segir það ekki sina sögu? A s.l. hausti tók Arngrimur við skólastjórastarfið við hinn nýja Fella- skóla I Breiðholtshverfi i Reykjavik. Þar með var hann kominn i tölu þeirra skólastjóra, er stærstum menntastofn- unum stjórna. En stutt varð sú saga — allt of stutt. Þjóðin hefur misst, langt um aldur fram, giftudrjúgan forystumann og góðan dreng. En mest hefur kona Arngrim, Þyri Jensdóttir, svo og börnin tvö, misst. Þá má ekki gleyma Svanbjörgu, móður Arngrims sáluga og Hirti bróður hans. Votta ég þeim einlæga samúð mina i sorg þeirra. Megi sá, sem öllu ræður hjálpa þeim á erfiðum stundum. Skálholti, 12. febr. 1973. Auöunn Bragi Sveinsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.