Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 8
Arngrímur Jónsson skólastjóri F. 5. sept. 1926. I). 2. febr. 1973. Fáeinar linur langar mig til aö láta fylgja mynd þessa frænda mins, er kallaður var burt af þessum heimi langt um aldur fram og jarðsettur i dag. Fylgdi honum fjöldi manns til grafar, svo að sjá mátti að hann var mikilsvirtur, og að honum var mikil eftirsjá. A Flateyri var hann fæddur, og Vestfirðir áttu hann, þótt væri hann eyfirzkur i móðurkyn. Kom móðir hans norðan úr Svarfaðardal á minum vegum meðan ég var skólakennari á Flateyri, Svanbjörg Arngrimsdóttir, „horsk mær og hjartahrein” af góðu bergi brotin. Hún giftist siðar Jóni Þorbjarnarsyni, einum af nemendum minum á Flateyri, úrvalsdreng, sem einnig varð skammlifur. Þau eignuð- ust tvo syni, Arngrim og Hjört, sem verið hafa augasteinar móður sinnar og fjölskyldan jafnan sem eitt kær- leiksheimili, og er nú stórt skarð fyrir skildi, þegar Arngrimur er I val fall- inn. Föðurforeldrar Arngrims eru mér minnisstæðir, þau Þorbjörn Guð- mundsson og Kristin Sigmundsdóttir, hann hægur jafnan og mikið prúð- menni, en hún skörungskona og vikingur til vinnu. Enda eru frá Sigmundi bónda i Hrauni á Ingjalds- sandi komnir ýmsir dugmiklir at- hafnamenn. Og móðurfólk hans úr Svarfaðardalnum, þótti einnig dugnaðarfólk, sem ekki lét sinn hlut eftir liggja. Má i þvi sambandi nefna ingigerði ömmu hans, sem á sextugs- aldri, og 7 barna móðir, tókst i starfs- keppni að ganga með sigur af hólmi, þótt langelzt væri keppendanna. Og ég hefði vel getað trúað föðurömmu hans til hins sama. Slikt fólk stóð honum næst. Og allt var það vel gefið mannkostafólk. Og sjálfur var hann lika starfsins maður, vel gefinn mann- kostamaður og fylginn sér. Veikindi á unga aldri stöðVuðu nám hans hvað eftir annað, en tókst ekki að buga kjark hans og sálarþrek. Hann hóf nám i Menntaskólanum á Akur- eyri, og hefði eflaust lokið þar stúdentsprófi, ef veikindi hefðu ekki stöðvað hann. En kennaraprófi lauk hann siðar með prýði, og að kennslu- störfum gaf hann sig, kenndi fyrst börnum en siðar unglingum, og lét það starf vel. A Núpi i Dýrafirði varð hann kennari og siðar skólastjóri, þegar sr. Eirikur J. Eiriksson lét þar af stjórn. Vann hann þar mikið verk, lét byggja og bæta hag skólans að miklum mun, og hefir sr. Eirikur dáð hann, sem mikinn starfsm. og góðan dreng, svo sem verðugt var. En Arngrimur átti fleiri áhugaefni og var stórhuga um margt, er að atvinnumálum laut i heimasveit hans á Flateyri. Þar lagði hann fram mikla starfsorku til úrbóta og þau hyggindi, er i hag komu. Og bæði þeir og margir aðrir þar vestra sýndu honum trúnað á ýmsan hátt er hann rækti þannig að hans er nú sakn- að, og munu þeir æðimargir, sem þykjast eiga honum gott að gjalda. En nú hafði Arngrimur sagt skilið við Núpsskólann, eftir langa og dygga þjónustu, og flutzt hingað suður. Hafði hann á sl. hausti tekið við stjórn Fella skólans fyrir Reykjavikurborg, sem er nýr skóli, þar sem móta þurfti alla starfshætti og koma mörgu á laggir. Og það reynir á kraftana, ekki sizt hins kappsama og ósérhlifna manns, sem ekki gekk alveg heill til skógar. Þvi aö fyrir nokkru hafði hann kennt þess sjúkleika er margan leggur nú að velli. Og á starfsakrinum féll hann aðeins 46 ára gamall. Arið 1952 kvæntist Arngrimur Jóns- son góðri konu, Þýri Jensdóttur, frá Patreksfirði, er reynzt hefur manni sinum traustur llfsförunautur og búið honum heimili, sem þekkt er að rausn og myndarbrag. Eru börn þeirra tvö, og hin mannvænlegustu. Sendi ég öll- um ástvinum Arngrims innilegustu samúðarkveðjur, þakka honum öll okkar kynni, flyt honum kveðjur að norðan, og bið honum eilifrar blessun- ar. 12/2’73. Snorri Sigfússon. f Mig setti hljóðan við tilkynningu i útvarpinu föstudagskvöldiö 2. þ.m Arngrimur Jónsson skólastjóri hafði andazt þann dag. Mér var aö visu kunnugt um, að hann hafði átt við nokkra vanheilsu að búa undanfarin ár. Hafði fengið hjartaköst. Gerist nú titt, á þessum miklu streitutimum, að menn falli á miðjum aldri fyrir hjarta- sjúkdómum. Alagið er oft mikið, ekki siztá þeim mönnum, er gegna ábyrgð- arstörfum. Það hlaut Arngrimur að reyna. Hann var skólastjóri fjölmenns heimavistarskóla um alllanga hriö. Fá störf reyna meira á taugar manna en stjórn á fólki, og þá ekki sizt ungling- um á erfiðu aldursskeiði. Arngrimur Jónsson fæddist 5. sept. 1926 á Flateyri við önundarfjörð. Foreldrar hans voru Jón Þorbjarnar- son verkamaður þar og kona hans Svanbjörg Asgrimsdóttir frá Jarðbrú i Svarfaðardal. Hafði hún komið vestur á Flateyri til Snorra Sigfússonar, en hann gerðist skólastjóri á Flateyri á öðrum áratug þessarar aldar. Ég kann litil skil á æsku og uppvexti Arngrims, en veit, að hann mun hafa stundað sjó á æskuárum frá Flateyri. Að visu var heilsa hans tæp á æskuárum. Þannig lá hann lengi og bar þess menjar alla ævi. Heilsuleysi þetta yfirsteig lifs- orkan, og nú var að þvi hugað að heyja hér einhvern þann lærdóm, er að gagni Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.