Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 3
Sjötugur: Jón Bjömsson Hafsteinsstöðum Skagfirzkur merkisbóndi, Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum, fyllti 7. ^ratuginn 23. febr. s.l. Vel hefði mátt svo fara, að ég hefði heimsótt hann á þessum heiðursdegi og e.t.v. talað yfir hausamótunum á honum fáein orð, þvi ög hef átt langt og ánægjulegt sam- starf við Jón og á honum ýmislegt upp unna, en hann sá við þvi, með þvi að hverfa til Reykjavikur á vit vina sinna og frænda þar, og eyddi með þeim afmælisdeginum. En nú á ég næsta •eik og hann er sá, að biðja tslendinga- þætti Timans fyrir fáein orð til Jóns og verður að hafa það þótt hann verði far- 'nn að feta inn á áttunda tuginn þegar honum berast þau. Jón Björnsson fæddist að Glaumbæ, 23. febr. 1903. Foreldrar hans voru Björn hreppstjóri og lengst af bóndi á Stóru-Seylu, Jónsson, Björnssonar á ögmundarstöðum og fyrri kona hans Steinvör Sigurjónsdóttir Bergvinsson- ar i Glæsibæ. Jón ólst upp hjá foreldr- "m sinum og siðar stjúpu, Margréti Björnsdóttur, siðari konu Björns á Seylu, en móður sina missti Jón 8 ára gamall. — Snemma bar á búskapar- hneigð Jóns og mun hann ungur að ár- úm hafa ákveðið að helga sig bónda- starfinu, þótt annarra kosta ætti hann vissulega völ. Hann kvæntist Sigriði Trjámannsdóttur frá Fagranesi i Oxnadal 13. des. 1924— mikilli ágætis- konu. Hófu þau, til að byrja meö, bú- skap á Stóru-Seylu en hurfu brátt það- on að Brekku hjá Viöimýri, og bjuggu þar i io ár. Jóni mun hafa þótt fremur þröngbýlt i Brekku og athafnarými úm. Að öllum jafnaði eru skapsmunir hans mjög á hreyfingu og ber þvi aö •agna. Fólki með slikt géðlag er oft gefið að skynja fjölbreyttari stemn- ■ngar og finni blæbrigði tilverunnar, sem hinum drauglynda „hamingju- úianni” eru og verða ávallt lokaður heimur. Ég óska séra Hannesi Guð- "'úndssyni heilla og hamingju á hálfr- ar aldar afmæli sinu. Hann er sakramenti sálum þeirra, sem meta hann og dá. Þuríður Kvaran. takmarkað, auk þess sem hann var þar leiguliði, en sú aðstaða mun varla hafa fallið að skaplyndi Jóns. Frá Brekku fluttu þau hjón aftur að Stóru- Seylu. Þar bjuggu þau þó að þessu sinni aðeins um eins árs skeið þvi þá gafst Jóni kostur ábúðar á Reykjarhóli i Seyluhreppi. Enn mátti Jón þó una kjörum leiguliöans án þess að kunna þvi hlutskipti betur en áður. Að öðru leyti undi Jón hag sinum vel á Reykjarhóli. Mun hugur hans mjög hafa staðið til þess að fá jörðina keypta en hún lá ekki á lausu. En nú var þess skammt að biða að Jón gæti óhindraður notið athafnaþrár sinnar á eigin jarðnæði. Arið 1939 skip- aðist svo málum, að hann gat fengið keyptan meginhluta jarðarinnar Haf- steinsstaða i Staðarhreppi. Sat hann það færi að sjálfsögðu ekki af sér. og hefur siðan búið á Hafsteinsstöðum. Hafsteinsstaðir eru vildisjörð og voru vel setnir á gamla visu. Jón kom þang- að um það leyti, sem segja má að nýtt landnám hafi með nokkrum hætti haf- izt i Skagafirði. Túnrækt i Skagafirði var að visu svipuð þvi, sem gekk og gerðist i öðrum héruðum. 1 Skagafirði sem annars staðar komst ekki veru- legur skriður á hana fyrr en til komu hinar stórvirku jarðvinnsluvélar, á siðari hluta striðsáranna og eftir þau. En varanlegar byggingar voru ekki komnar á mörgum jörðum i Skagafirði fyrir 1939. Hæpinn mun þó sá dómur, sem stundum hefur heyrzt, aö vegna framtaksleysis hafi skagfirzkir bænd- ur gerzt siðbúnari til byggingarfram- kvæmda en stéttarbræöur þeirra i ýmsum héruðum öðrum. Nær sanni er hitt, að vegna þurrviðra i Skagafirði entust byggingar, geröar af torfi og grjóti, betur þar en viðast hvar annars •slendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.