Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 8
Hjónin Sigurbjörn Si n °g Jórunn Anna Guttormsdóttir Rauðholti, Hjaltastaðarþinghá Miðvikudaginn 27. des. sl. andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum Sigbjörn Sigurðsson fyrrum bóndi og oddviti i Rauðholti, áttræður að aldri. Kona Sigbjörns, Anna Guttormsdóttir frá Ketilsstöðum, dó fyrir tæplega þrem árum, einnig rúmlega áttræð. t'tilefni þess að löngum starfsdegi þessara merkishjóna er lokið langar mig til að minnast þeirra örfáum orðum. Þau hjón bjuggu i Itauðholti allan sinn búskap, að undanskildufyrsta bú- skaparári, eða i rúm 40 ár, og áttu þar heima til æviloka. Eignuðust þau 8 börn, sem öll eru á lifi, en búsett utan heimasveitar nema yngsti sonur, sem býr nú i Rauðholti. Auk þess ólu þau upp eitt fósturbarn frá frumbernsku. Heimili þeirra var þvi jafnan mann- margt, og margs að gæta til þess að sjá farborða stóru heimili á dögum heimskreppu og annarra erfiðleika, sem yfir gengu á 3ja og 4ða tug þessar- ar aldar, áður en fjölskylduhjálp kom til og önnur lýðhjálp ekki umtalsverð. Ekki létu þau Rauðholtshjón sér nægja stórfin heima fyrir, þótt þau væru ærin, heldur tóku bæði virkan þátt i félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. — Verður hér á eftir lauslega rakinn æviþáttur þeirra. Sigbjörn var fæddur i Rauðholti 14. mai 1892. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Einarsson, Jónssonar skálds i Staka-Hjalla, og Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þorvaldssonar frá Horni i Nesjahreppi, Austur-Skafta- fellssýslu. Bjuggu þau hjón i Rauðholti mestan sinn búskap, eignuðust 11 börn, sem öll komust til aldurs og þroska, og eru átta þeirra enn á lifi. Sigbjörn var fjóröa i aldursröð af börnunum. Eins og að llkum lætur var ekki 8 auður i búi hjá foreldrum Sigbjörns, sem bjugguáhlunnindalausri leigujörð með sinn stóra barnahóp. Urðu börnin þvi að leita sér atvinnu og framfærslu, strax og aldur og þroski leyfði. Sig- björn fór snemma að heiman, innan við fermingu sem smalapiltur á sumr- um og sat þá yfir kviaám, þvi að þá voru ær að jafnaði hafð,ar i kvium á flestum eða öllum bæjum i sveitinni. Eftir fermingu réðst Sigbjörn svo i ár- vistir og var i vinnumennsku á ýmsum bæjum fram yfir tvitugsaldur. Haustið 1914 brá hann á það ráð að leita sér menntunar og settist i yngri deild Búnaðarskólans á Eiðum. Hann var þá heitbundinnungri stúlku, Helgu Gutt- ormsdóttur á Ketilsstöðum. A þeim tima var berklaveikin mjög útbreidd- ur sjúkdómur hérlendis og herjaði á fólk, ungt jafnt sem aldrað. Sýktist Helgaaf þessum sjúkdómi og varð brátt að fara á spitala, fyrst á Seyðisfjörð, en þaðan lá svo leiðin i Vifilsstaði, og þar dó hún snemma árs 1916. Má nærri geta, hversu mikið áfall þetta hefur verið fyrir hina unga mann, þótt hann tæki þvi með karlmennsku. Einhver raunbót má það hafa verið fyrir hann, að námsdvöl hans á EiðUm varö hon- um um margt ánægjuleg, og taldi hann hana ómetanlegan ávinning fyrir sig. Skólastjóri á Eiðum var þá Methúsa- lem Stefánsson og kennari Benedikt Blöndal, hvorttveggja hinir ágætustu menn og miklir uppalendur. Minntist Sigbjörn þeirra jafnan með mikilli Framhald á bls. 6 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.