Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 16. mai 28. tbl. 6. árg. Nr. 113. TIMAIMS Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins A lifsskeiöinu liggja leiðir manna saman af margvislegum ástæðum. Marga leiðir lifsstarfið saman. Svo varð um okkur Valdimar Stefánsson saksóknara rikisins, sem andaðist að kvöldi annars dags i páskum 23. april s.l. aðeins 62 ára að aldri. Valdimar fæddist 24. september 1910 i Fagraskógi i Eyjafirði og voru for eldrar hans Stefán Stefánsson, bóndi og alþingismaður, og kona hans Ragn- heiöur Daviðsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum á Akureyri 1930 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Islands 1934. Skömmu siðar varð hann fulltrúi lögreglustjóra og 1940 fulltrúi sakadómara og 1947 sakadóm- ari i Reykjavik. Hann varö yfirsaka- dómari þegar það embætti var stofnað i april 1961, og saksóknari rikisins þeg- ar það embætti var stofnað 1. júli 1961. Hann gegndi mörgum störfum öðrum. Þannig var honum oftar en einu sinni falið að rannsaka fangelsismál lands- ins og marga vetur kenndi hann refsi- rétt við Háskóla Islands. Þá var hann varasáttasemjari i vinnudeilum i mörg ár. Óhætt er að fullyrða að eng- inn maður hér á landi hafi haft meiri reynsluþekkingu á' meðferð opinberra mála en Valdimar þegar hann andað- ist. Allar götur slðan 1941 lágu leiðir okkar saman. Fyrst vorum við sam- timis fulltrúar sakadómara i 6 ár, og siðan var ég fulltrúi sakadómarans Valdimars i 14 ár og nú undanfarin 12 ár, sem hann var saksóknari, hefi ég verið dómari i sakamálum. Samskipti okkar á hinu afmarkaða sviði saka- mála I tæpan þriðjung aldar hafa óhjá- kvæmilega skilið eftir i huga minum margar minningar. Mér er minnis- stæður dagurinn 14. janúar 1941 þegar við Valdimar hittumst i fyrsta skipti. Að morgni þess dags sýndi hann mér hvernig halda skyldi lögreglurétt og fara með kæru á hendur manni fyrir ölvun á almannafæri. Ávallt siðan var hann, sem eldri fulltrúi og siðar sem sakadómari, reiðubúinn til að leið- beina mér og gefa holl ráð við rann- sókn mála og úrlausn þeirra. A fulltrúaárunum fór Valdimar i fyrstu með mál út af brotum á öðrum lögum en almennum hegningarlögum og annaðist fullnustu refsidóma, pn siðan fór hann i sfauknum mæli með hegningalagabrot. Hann hafði á hendi rannsóknir i mörgum stórmálum striðsáranna og næstu ára þar á eftir og minnist ég þar einkum rannsókna útaf ikveikjum og vátryggingasvikum svo og sviksamlegum stórgjaldþrot- um. Valdimar var mikill rannsóknar- dómari og það var eins og honum yxi ásmegin, er á þolrifin reyndi við rann- sókn erfiðs máls. Hann var farsæll dómari og stóðust dómar hans vel i æðra rétti. Bókanir hans i þingbók á framburð- um sökunauta og vitna svo og dómar hans voru á einstaklega góðu máli og sögðu sumir, að þar mætti merkja kjarngott málfar bænda norðanlands. Valdimar átti heldur ekki langt að sækja leikni i ritun islenzkrar tungu sem bróðir þjóðskáldsins Daviðs Stefánssonar og systursonur fræði- mannsins Ólafs Daviðssonar. Sem forstöðumaður embættis var Valdimar í senn stjórnsamur og mild- ur og i augum okkar, sem unnum hjá honum, var hann sem góður húsbóndi á stóru heimili. Verkefnin voru marg- þætt, bæði yfirstjórn sakadóms, rann- sóknarlögreglu og hegningarhússins við Skólavörðustíg svo og rannsókn einstakra mála, uppsagna dóma og fullnusta áfellisdóma. Kom sér þá vel, að Valdimar kunni vel til allra verka og var vfkingur til vinnu. Oft hefur mér orðiö hugsað til þess, hversu vel hefði legið fyrir honum að vera sýslumaður og bæjarfógeti i stóru umdæmi. Og mig grunar reyndar að fyrr á árum hafi hugur hans staðið til sýslumennsku og hefði hver kaupstaður og sýsla verið vel sett að hafa hann sem yfirvald. Hlutskipti Valdimars varð þo annaö. Fyrir fáeinum áratugum fóru að heyrast raddir um að úrelt væri sú skipan, að dómsmálaráðherra hefði á hendi ákæruvaldið og ætti það heldur að vera hjá ópólitískum embættis- manni, opinberum ákæranda eða sak- sóknara, eins og i nágrannalöndum okkar. Þessar raddir urðu æ háværari og 1961 var ákveðið i lögum að stofna skyldi embætti saksóknara rikisins, sem fara skyldi með ákæruvaldið, kveða á um höfðun opinberra mála og annast sókn þeirra fyrir Hæstarétti.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.