Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 4
Eiríkur Sigurðsson kennari frá Hjartarstöðum F. 1/5 1889 D. 21/8 1972. Kæri gamli vinur og kennari minn góður, þér kveöju vil ég senda og þakkarorö frá mér. Mig Iangar til aö þakka i ofurlitlu ljóöi þá Ljúfmennsku og alúö, sem naut ég æ hjá þér. Það var litil feimin stúlka, ekki laus viöhugarangur, sem læddist inn í bekkinn i fyrstu kennslustund, yrði nýi kennarinn nú ótta- lega strangur, ókunnugur, lærður ogfinná alla lund. En óttinn hvarf á svipstundu, eins og dögg á vori, er andar hlýi blærinn og sólin blessuð skin, svo ljúf og glöð i huga og létt og kvik ispori, þau litu upp til kennarans slns, skólabörnin þin. Árin fram hjá liða og okkur virðist stundum svo undarlega stutt okkar dvöl á jarðargrund, en hinum megin seinna, ef saman bæri fundum, við sitja vildum gjarnan hjá þér eina kennslustund. Konu þinni og börnum við kveðjur hlýjar sendum og kæra þökkum vináttu, vor lund cr mild og klökk. Við bakkann hinum megin við bráðum fleyi lendum- Blessuð sé þin minning. Með virðingu og þökk. Kveðja frá tveimur 70 ára skólasystrum úr fyrsta nemendahópi i Fellasveit. Sigurður Eiríksson Þingskálum Fæddur 11. nóv. 1894 Dáinn 15. aprfl 1973. Með örstuttum hugleiðingum, og án þess að gera úttekt á æviferli, langar mig að minnast mins gamla og góða nágranna, Sigga á Þingskálum, en frá barnæsku til tvitugs var ég á heimili foreldra minna á næstu grösum við Þingskála. A þessum slóðum var frekar fáför- ult, en þeim mun meiri viðburður var það, ef gest bar að garði. Frá þessum árum minnistég margra góðra granna og gesta og ekki sizt þess, sem þessi minningarorð eru helguð, þvi að löng- um var hann okkar næsti nágranni. Það er trúlega ágætt samræmi milli þess, hve Sigiirður átti gott með að setja sig jafnfætis börnum, og blanda geði við þau, án þess að vera yfir þau hafin, og þess, hve hann taldi hismið litils virði en mat kjarnann þeim mun betur. Börn ihuga ekki hvar viðmæl- andi þeirra er staddur i metorðastig- anum, en.þau finna gjarnan hyað að þeim snýr. Viö þau greinaskil er verða, þegar einhver nákunnugur kveöur þetta lif, er þeim, sem eftir eru, hollt að staldra nú ögn við og beina huganum um stund frá veraldarvafstrinu. Hvaöan komum við? Hvert förum við? Þetta eru gaml- ar en þó siungar spurningar, sem hver og einn hlýtur að svara eftir eigin trú, en lif og starf grandvars manns ætti að verða okkur öllum hvatning til þess að gaumgæfa okkar eigin Hfsferil. Og á þessum timum rótleysis og kröfugerð- ar yröi það þjóðinni til heilla, ef stað- festan og samvizkusemin yrðu meira afgerandi þættir i lifi fólks. Og þaö voru einmitt þessir eiginleikar, sem fundust i rikum mæli hjá Sigurði. Stundum er staðfestan raunar kölluð þrjózka, en þá af þeim, sem ekki fá haggað hinum staðfasta. Að lokum langar mig að flytja Sig- urði og Þingskálaheimilinu þakkir frá móður minni fyrir gott nágrenni um áratuga skeið, og ánægjuleg kynni, sem héldust þótt um nábýli væri ekki lengur að ræða. Með þessum þekktu ljóðllnum kveö ég Sigurð: Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég flyt Júliu Guöjónsdóttur og börn- um þeirra innilegar samúðarkveöjur frá mér og fjölskyldu minni. Bjarni Böðvarsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.