Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 7
hverja raun. Faðir Steinunnar prófessor Sigurður Sivertsen lézt 9. febrúar 1938 eftir langa vanheiisu. En margar bjartar stundir áttu þau hjón Gústav og Steinunn saman. Þau eignuðust 4 börn, sem nú eru öll upp- komin. Eru þau: Þórdis, gift Jóhanni Niels- syni héraðsdómslögmanni, fram- kvæmdastjóra Hjartaverndar. Sigurður hagfræðingur, kvæntur Auði Torfadóttur kennara B.A. Kristin félagsráðgjafi M.A. gift Karl Gustaf Piltz lögfræðingi og sálfræðingi, búsett i Gautaborg, Jónas lögfræðingur, full- trúi borgarfógeta, kvæntur Kristinu Jónsdóttur, kennara við Fóstruskóla Islands. Ég var jafngömul Steinunni, við vorum systradætur og fylgdumst að frá þvi hún fluttist til Reykjavikur. Fjölskyldutengslin voru sterk, en þó voru það fyrst og siðast mannkostir Steinunnar og góðir hæfileikar, sem bundu okkur órofa tryggðaböndum. Nú er Steinunn horfin okkur um sinn. Heimili hennar þar sem var hennar vettvangur, var glæsilegt og að- laðandi. Nánustu vinir og ættingjar minnast gestrisni þeirra hjóna og margra góðra stunda á heimilinu. Börn og barnabörn eiga dýrmætar minningar frá æskuheimilinu, þar sem gleði ríkti á góðri stund, en skin og skúrir skiptust á, á langri ævi. Þrátt fyrir erfiða sjúkdómsbaráttu Steinunnar Sivertsen hin siðustu æviár hennar, var hún þakklát fyrir hvert stundarhlé, sem hún átti i þeirri baráttu, og innilega gladdist hún með börnum sinum yfir hverri hamingju, sem þau urðu aðnjótandi og bæði þeim og vinum sinum bað hún blessunar. Það er auður að hafa kynnzt slikri konu og mun lengi i minningu geymast. Friede Briem Benedikt að gera rétt og gera það bezta, jafna ágreiningsmálin, sem af eölilegum ástæðum kunna að risa, vegna mis- jafnra sjónarmiða á vandamálum dagsins.Var þá oft að hálfu Benedikts, viðhöfð góðlátleg glettni og gaman- yrði, sem urðu til þess aö vopnin voru slegin úr hendi deiluaðila. Ég sagði i upphafi þessarar greinar minnar, að þessi orð ættu fyrst og fremst að vera þakkarorð frá mér fyr- ir vináttu og samstarf um langt árabil. Ég vona Benedikt minn og frú Ragn- heiður að þið takið viljann fyrir verkið. Ég vil svo mega bera fram þá ósk ykkur til handa, að þið, sem nú eruð að ná háum aldri, megið eiga rólega daga á þeim stað, þar sem þið háfið unnið lifsstarfið af hendi, og að arineldur margra liðinna stunda vermi ykkur. Að siðustu vil ég einnig bera fram þá ósk, að afkomendur ykkar, Benedikts og Ragnheiðar, megi um langa fram- tið halda uppi merki ykkar á Kirkju- bóli. Lifið heil! Ólafur E. Einarsson frá Þórustööum. f A þessum timamótum I ævi vinar mins, Benedikts, er hann á að baki þrjá aldarfjórðunga, bregður ýmsum myndum á loft. Það hefur verið hlut- skipti hans I lifinu að vera mikið i sviðsljósinu i féla'gs- og framfaramál- um okkar Strandamanna um margra áratuga skeið, enda maðurinn vel til forystu fallinn. Ekki hlaut Benedikt langa skóla- göngu, fremur en margir aðrir alda- mótamenn. Ungur að árum hreifst hann af ungmennafélagshreyfingunni og þeirri hvatningar- og framfaraöld, sem þá fór um þjóð vora. Mér finnst, að Benedikt hafi gert hugsjón ung- mennafélagsskaparins að sinni lifs- skoðun, þvi að öll hans störf á sviði fé- lags- og framfaramála bera þess glöggt vitni. A yngri árum starfaði hann mikið innan ungmennafélags- skaparins, var m.a. formaöur ung- mennafélags sveitar sinnar um margra ára skeið og einnig formaöur Ungmennasambands Strandasýslu um fjölda ára. Eins og áöur hefur verið drepið á, hefur Benedikt gegnt og gegnir enn fjölmörgum trúnaðarstörfum. Um- svifamestur hefur hann verið á sviði búnaðarmála, þar hefur hann verið i fylkingarbrjósti um áratugi. Búnaðar- samband Strandamanna var stofnað árið 1945 eftir alllanga baráttu um að fá samþykkt fyrir skiptingu Búnaðar- sambands Vestfjarða i tvö sambönd, þannig að Strandasýsla yrði sérstakt búnaðarsamband. Andstaða gegn þessari skiptingu hygg ég, að hafi aðallega byggzt á þvi, að stjórn búnað- armála i landinu, hafi þótt Stranda- sýsla full fámenn til þess að vera sér- stakt samband og þar af leiðandi van- treyst þvi, að við gætum rekiö þaö fjárhagslega. Þessi andstaða, sem hér var drepið á, var i sjálfu sér ekki óeöli- leg, og okkur Strandamönnum var vel ljóst, að i mikið var ráðizt. Þvi reið okkur mjög á að fá hinu nýja sam- bandi sterka stjórn. A stofnfundi sam- bandsins, sem var allfjölmennur, urðu allir sammála um það, að fara þess á leit við Benedikt að taka að sér for- mennsku hins nýja búnaöarsambands. Það var vel valið. Byrjunarörðuleikar voru töluverðir, einkum hvað fjármál- in snerti og reyndi þá mikið á Bene- dikt, einkum fyrstu árin. En með hyggindum og lagni tókst að yfirstiga alla örðugleika og það er langt siðan, að sambandið varð traust stofnun fjár- hagslega. Fyrir um tuttugu árum, beitti Benedikt sér fyrir þvi, að sam- bandið réði til sin héraðsráðunaut, og það hefur haft hann siðan. Upp úr þvi færðist mikil gróska i starfsemi sam- bandsins og búskapinn almennt og hefur sú framþróun haldið áfram og farið vaxandi. Þó að Strandamenn væru hart leiknir á kalárunum eins og margir aðrir, voru þeir ekki á þvi að gefast upp. 1 öruggri trú á byggðina, sem hafði fóstrað þá, héldu þeir velli og i vissunni um að öll él birtir um sið- ir. Ég hef nokkuö unnið með Benedikt að félagsmálum, einkum búnaðarmál- um og minnist ég þess samstarfs með mikilli ánægju og tel mér það til tekna, að hafa átt þess kost að kynnast Bene- dikt og starfa með honum. Benedikt hefur mikinn persónuleika, hann er með afbrigðum traustur, drenglyndur, gætinn, laginn að setja niður deilur, samvinnuþýður, en þó fastur fyrir. Hann hefur verið sérstaklega farsæll i störfum og e'g held, að það sé ekki of- mælt, að hann hafi leyst af hendi öll hin fjölþættu störf, sem honum hafa verið falin, með hinni mestu prýði. Þaö var ekki ætlunin, að þetta grein- arkorn yrði nokkur æviminning, held- ur aðeins nokkur fátækleg orð i tilefni dagsins. Á þessum merku timamótum i ævi Benedikts vil ég flytja honum innilegar þakkir fyrir drengilegt sam- starf og vináttu á liðnum árum. Jafn- framtvilégflytja honum og fjölskyldu hans beztu óskir um giftu og farsæld á ókomnum árum. Þú getur nú Benedikt minn litið yfir farinn veg, með nokkru stolti, þó að það sé ekki þér eiginlegt. Þú hefur séð margar hugsjóna þinna rætast, og það er erfitt að benda á nokkur framfara- mál norður þar, sem þú hefur ekki átt einhvern hlut að. Nú tekur að halla undan fæti, og senn liður að þvi, að þú farir að kveðja þin félagsmálastörf og hverfa á vit minninganna. Minninga um velheppnað forystuhlutverk fyrir heimabyggð þina, við þann arineld er gott að orna sér. Jón Kristjánsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.