Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 8
75 ára Benedikt Grímsson hreppsstjóri á Kirkjubóli Þann 17. april varð Benedikt Grims- son hreppstj. á Kirkjubóli i Stranda- sýslu 75 ára. Af þvi tilefni langar mig að stinga niöur penna og fær honum þakkir, fyrir áratuga góða viðkynn- ingu, samstarf og vináttu um fjölda ára, og jafnframt minnast hins óvenjumikla félagsstarfs, sem hann hefir innt af hendi, og sveitungar hans og héraösbúar hafa notið góðs af. Benedikt er fæddur að Kirkjubóli 17. april 1898. Foreldrar hans voru Grim- ur Benediktsson bóndi á Kirkjubóli og kona hans Sigriður Guðmundsdóttir frá Vighólsstöðum á Fellsströnd i Dalasýslu, mikiö vinsæl heiðurshjón. Þau Grimur og Sigriður voru bæði af breiðfirzkum ættum, Grimur af svo- kallaðri Ormsætt, sem kennd var við Orm Sigurösson, er hóf búskap i Fremri-Langey á Breiðafiröi fyrir rúmlega 200 árum. Er sú ætt afar fjöl- menn. Benedikt er 5. maöur frá Ormi i Fremri-Langey, og voru þessir forfeð- ur hans i beinan karllegg taldir miklir greindarkarlar og voru allir framá- menn i sinum sveitum og héruðum. Og sjaldan fellur eplið langt fra eikinni, ekki fór Benedikt Grimsson i felur, þegar sinna þurfti framfaramálum sveitar hans og héraðs. A unglingsár- um Benedikts var aöstaða til náms svo til engin i sveitum þessa lands, nema léleg barnafræðsla, en sveit Benedikts var að þessu leyti betur sett en flestar aðrar, þvi að þar var byggður og starfræktur fyrsti unglingaskólinn i sveit á Islandi — Heydalsárskólinn. Benedikt fór i bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1921. Halldór Vilhjálmsson var þá skóla- stjóri, og sem kunnugt er haföi hann sérstakt lag á þvi, aö glæða áhuga nemenda sinna á ræktun lands og lýðs, ásamt öðrum framfaramálum sveit- anna, og ég ætla að flestir nemenda hans hafi búiö að þvi ævilangt. Benedikt Grimsson hóf búskap á Kirkjubóli 1925. Hann á þá einnig 48 ára afmæli sem bóndi. Hann kvæntist sama ár, Ragnheiði Lýðsdóttur hreppsstjóra á Skriðnesenni i Bitru. Þau eiga 3 mannvænlega syni, Grim og Sigurö, bændur á Kirkjubóli, og Lýð sem vinnur i Skipadeild S.l.S. i Reykjavik. Einnig eiga þau kjördótt- ur, sem búsett er i Reykjavik. 8 Kirkjuból er falleg jörð, vel i sveit sett, meö fagurt útsýni til allra átta. Þar hefir Benedikt ræktað mjög mikiö land, og þar eru miklar og góðar bygg- ingar. Sjálfsagt hafa synir hans þar unnið i samvinnu við foreldra sina. Snyrtimennska er þar i bezta lagi, eins og vegfarendur hljóta að hafa veitt at- hygli. 1 Kirkjubólshreppi hefir nú um langa hrið ríkt mikill og góður félags- andi, meiri en almennt gerist. Mér er kunnugt að þar eiga margir hlut aö máli, en ég held, aö ég geri engum rangt til þótt ég segi, að þar hefur Benedikt Grimsson staðið i fremstu viglinu, og átt sinn stóra og ómetan- lega þátt i öllu félagslifi, og framfara- málum sinnar sveitar, um hálfrar ald- ar skeið enda hefur hann notið trausts sveitar sinnar og héraðsbúa i heild, að verðleikum. Ekki er þess nokkur kostur að telja upp öll þau félagsmálastörf, sem Benedikt hefir verið viðriðinn, þvi að þau munu vera eins mörg og finnast i sveitum. Hér skal þó aðeins getið nokkurra. Hreppsstjóri Kirkjubóls- hrepps hefir hann verið frá 1932, eöa um 40 ára skeið. Sýslunefndarmaður frá 1946 (aðalmaður), sparisjóðsstjóri frá 1941 (eða fyrr). Ýmist sem for- maöur eða endurskoðandi Kaupfélags Steingrimsfjarðar mörg ár, búnaðar- þingsfulltrúi. Búnaðarsambands Strandamanna um 20 ára skeið, og for- maður þess frá stofnun Búnaðarsam- bandsins. Er Benedikt lét af störfum, sem búnaðarþingsfulltrúi var hann kosinn heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands. Þá hefir hann verið fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda flest árin frá stofnun Stéttarsam- bandsins til siöasta kjörtimabils. öll þessi störf vann Benedikt af mik- illi lipurð og samvizkusemi og frá- gangur á öllum hans skýrslum var svo hreinlegur og góöur, aö til fyrirmynd- ar var. Það var sagt að Benedikt á Kirkju- bóli þyrfti aldrei að flýta sér, störfin gengu samt fram, og voru aldrei leyst af hendi öðruvisi en vel. Það segir sig sjálft að þegar menn eru kallaðir til starfa á félagsmálasviðinu, eins og hér hefur verið lýst, þá veröur hvoru- tveggja aö ske, að leggja verður nótt við dag, til að geta komið störfunum af, og i annan stað verður ýmislegt annað að sitja á hakanum af heimilis- störfum. En þó i þaö færi, var þvi bjargað af hans ágætis- og dugnaðar- konu Ragnheiði, sem sá um að halda öllu i horfinu, og vel það, með börnum 'þeirra hjóna. Eins og aö likum lætur þurftu margir aö leggja leið sina að Kirkjubóli, þar sem húsbóndinn haföi svo mörgum félagsmálum að gegna, og er ég þess fullviss, aö hver sá er þar var kominn inn fyrir dyr, langaði ekk- ert til að flýta sér af staö aftur. Slik var gestrisnin þeirra hjóna og fjöl- skyldunnar allrar. Það var gott aö vinna með Benedikt Grimssyni að fé- lagsmálum. Fyrsta boðoröið var alltaf Framhald á^7. siðu. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.