Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Qupperneq 8
Guðfinna Guðmundsdóttir Djúpuvík F. 6. sept. 1895. D. 19. maí 1973. Guðfinna Guðmundsdóttir fæddist að Munaðarnesi i Árneshreppi, en fluttist ársgömul að Felli i sömu sveit. bar ólst hún upp i stórum systkina- hópi, hjá foreldrum sinum Vilborgu ólafsdóttur og Guðmundi Þorkelssyni. Ekki var neinu rikidæmi fyrir að fara á Fellsheimilinu frekar en á allflestum öðrum heimilum i Árneshreppi á þessum timum. En nokkurn veginn bjargálna gat heimilið þó talizt og öll voru systkinin gædd góðri greind. Oft var glatt á hjalla á Felli, og mörgum þótti gaman þar að koma. Á Felli dvaldi Guðfinna þar til hún hóf búskap með Magnúsi Hannibals- syni. Var hún þá rúmlega tvitug að aldri. Fyrstu samveruár sin bjuggu þau á Kúvikum við Reykjarfjörð i sama hreppi. Þeim varð fjögurra barna auðið: Esterar, sem er elzt, Trausta, Vilborgar, sem þau misstu um tiu ára aldur og Emmu, sem er yngst. öll eru þessi börn hin mann- vænlegustu og búa nú öll við góð efni. Ester og Emma eru nú báðar búsettar i Hafnarfirði, en Trausti er vitavörður á Sauðanesvita við Sigluf'jörð. Börn Guöfinnu reyndust henni öil vei á hennar efri árum og gerðu fyrir hana allt, sem I þeirra valdi stóð, til hinztu stundar. Frá Kúvikum fluttust Guðfinna og Magnús að Gjögri um 1925 og dvöldu þar lengst af. Stundaði Magnús sjóinn eftir þvi sem tök voru á, á þeirra tima farkostum. Sjómennskan var Magnúsi i blóð borin og mér hefur verið hermt, að hann hafi verið af- burða sjómaður og lánsmaður, hvað varðaði sjósóknarferil. Árið 1942 fluttust svo Guðfinna og Magnús til Djúpuvikur, enda voru þá dætur þeirra báðar, Ester og Emma, giftar og búsettar þar. Litu þær mikið til með gömlu hjónunum og bjó Emma i sama húsi og þau. Ekki var heldur vanþörf á þvi, svo stórfötluð sem Guð- finna var, að mestu bundin við að sitja i stól, þótt hún gæti staulazt um innan- húss. Guðfinna var aöeins 33 ára gömul er hún fékk hina svokölluðu lömunar- veiki. Var hún lengi rúmliggjandi og virtist sem litið væri hægt að gera 8 henni til hjálpar i þessum veikindum eins og timarnir voru þá. En Guðfinna átti yfir mjög miklum viljakrafti að ráða og mætti vist orða það svo, að hún hafi rifið sig upp úr rúminu að mestu með skaphörkunni þannig, að henni tókst þó að bera sig um innanhúss á þann hátt er áður greinir. Henni tókst lika að ná tökum á þvi að vinna mikið i sæti sinu, þrátt fyrir það að hægri hönd hennar væri næstum alveg óvirk. Allir geta sett sér fyrir sjónir hvilíkt regin- áfall þessi veikindi voru fyrir jafn dug- lega og kraftmikla konu og Guðfinna var og enn á svo góðum aldri. Og ekki var það siður áfall fyrir heimilið allt i heild, og gengur furðu næst hvernig það tókst að halda heimilinu gangandi við þessar aðstæður. Þar mun mestu hafa ráðið harka Guðfinnu um að sundra ekki heimilinu hvernig sem öllu reiddi af. En vitanlega varð hlut- skipti barnanna einnig erfitt og kom það auðvitað harðast niður á Ester sem var elzt, aðeins 10 ára gömul er þessir atburðir gerðust. Munu mörg þau verk er hún varð að vinna i sjálfu sérhafa veriðhenni algjörlega ofvaxin og reyndar börnunum öllum. Auðvitað gerði Magnús einnig sitt bezta en hans hlutskipti var fyrst og fremst að sjá um að fjölskyldan liði ekki skort. Ein- hvern veginn tókst þetta allt þótt sjálf- sagt hafi ekki alltaf verið úrmiklu að spila. Ekki má heldur gleyma aðstoð ýmissa nágranna, sem reyndu að rétta hjálparhönd eftir föngum og getu. Ég sem þessar linur rita kynntist Guðfinnu og Magnúsi ekkert að ráði fyrr en um 1955, þótt auðvitað þekkti ég þau dálitið áður, þar sem Ester dóttir þeirra er gift Guðmundi Ágústs- syni, hálfbróður minum, og Emma uppeldisbróður minum, Sveini Guð- mundssyni. En á þessu tlmabili var ég búsett á Djúpuvik um þriggja-úra skeið og kom þá mjög oft til Guðfinnu og Magnúsar. Mér þóttu gömlu hjónin um marga hluti skemmtilegar mann- eskjur. Þeim þótti báðum gaman að spila bridge og þar var ég á sömu linu. Atti ég margar mjög skemmtilegar stundir með þeim við spilaborðið. Bæði voru þau lika ljóðelsk og bráðvel greind. Guðfinna kunni ógrynni öll af vlsum og þykir mér stundum slæmt að hafa ekki lagt margar þeirra betur á minnið. Sveinn fluttist til Hafnarfjarðar 1957 og Guðmundur og Ester 1959. Guð- finna og Magnús fluttust þá til Trausta að Sauðanesi en festu ekki yndi þar og fóru aftur til Djúpuvlkur, þar sem þau dvöldust þangað til Magnús lézt árið 1963. Eftir það fluttist Guðfinna til Emmu og Sveins i Hafnarfjörð og er óhætt að segja, að þau spöruðu ekkert til þess að láta gömlu konunni liða eins vel og tök voru á. En Guðfinna var um marga hluti sérstæður persónuleiki og þegar hún fann heilsu sina fara þverrandi vildi hún samt halda sjálf- stæði sinu til hinztu stundar og alls ekki vera til óþæginda. Þvi afréð hún að setjast að á Hrafnistu hin siöustu ár ævinnar. Það tókst henni og þar leið henni vel og var ánægð með sitt hlutskipti. Á Hrafnistu kom ég nokkrum sinnum til hennar og var hún jafn hressileg heim að sækja á meðan hún gat gefið kaffisopa, spjallað við sina gesti og jafnvel tekið slag. Þetta sið- asta ár hnignaði henni svo mjög og vissi hún ábyggilega sjálf að hverju dró, þvi andlegu þreki hélt hún til hinztu stundar. Nú er hún flutt yfir landamæri lifs og dauða og flyt ég henni kæra þökk fyrir viðkynningu mina af henni. 1 eðli sinu var Guðfinna mikil ferða- manneskja en örlögin bundu henni snemma fjötur um fót. Nú mun hún Framhald á 7. siðu. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.