Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆITIR Fimmtudagur 19. júli42. tbl. 6. árg. Nr. 127 TIMANS Björn Kristjánsson frá Kópaskeri Sælt er nú eftir unniö striB unaðarsæla hvild að taka. Kristján Jónsson. Eitt af þvi, sem aldrei bregst, er að hver maður deyr. Nú er hinn lands- kunni höfðingi, Björn frá Kópaskeri, dáinn. Hann lézt 10. þ.m. á Landakots- spítala eftir legu þar frá þvi 19. janúar s.l., — rænulausa lengstáf. Björn var fæddur að Vikingavatni I Kelduhverfi 22. febrúar 1880. Hann var þvi orðinn 93 ára gamall, er hann andaðist. Lifsáhugi hans hafði alltaf verið mjög sterkur, enda var dauðinn lengi aö slita lifsþráð hans að fullu. Hið hrausta hjarta gafst ekki upp fyrr en seint og um siðir. Björn var ágætlega ættaður. For- eldrar hans voru Kristján Kristjáns- son bóndi á Vikingavatni og kona hans Jónina Þórarinsdóttir bónda þar 1854- ’96, Björnssonar bónda þar 1818-’43, Þórarinssonar bónda þar, Pálssonar bónda þar, Arngrimssonar sýslu- manns á Stórulaugum i Reykjadal (d. 1700) Hrólfssonar sýslumanns, Sigurðssonar sýslumanns, Hrólfsson- ar. Kristján faðir Björns var sonur Kristjáns bónda og hreppstjóra i Ær- lækjarseli og siðar á Vikingavatni, Arnasonar umboðsmanns Munka- þverárjarða, er byggði Arnanes I Kelduhverfi 1896, Þórðarsonar bónda á Sörlastööum i Fnjóskadal 1804-’23 og siðar á Kjarna i Eyjafirði, Pálssonar. Ingunn Pálsdóttir frá Vikingavatni var móðir Guðmundar föður Sveins bónda og hreppstjóra á Hallbjarnar- stööum á Tjörnesi. Sveinn þótti gáfu- maður og kynsæll með afbrigöum. Hann átti þrjá sonu, er upp komust, og átta dætur. Björn Kristjánsson var þriöji maður frá Ólöfu dóttur Sveins. — Kristján Fjallaskáld var dótturson- ur Sveins. — Jón prestur Sveinsson, rithöfundurinn Nonni, var þriðji maö- ur frá Sveini. — Gisli Guðmundsson al- þingismaður er stutt frá Sveini kom- inn. Bjarni heitinn Benediktsson forsætis- ráðherra var i ætt við Svein, — og svo mætti lengi telja fram sterka ættkvisti á þessum stofni. Björn Kristjánsson ólst upp á ættar- óðalinu Vikingavatni hjá foreldrum sinum, enda framan af ævi við þann bæ kenndur. Á Vikingavatni var fjöl- menni, 20-30 manns, aldrei minna en tvibýli, mikil umsvif og stórstaðarlegt. Fagurt er þar bæði heiman og heim að sjá. Minnist ég þess frá æskuárum, þeg- ar leið min lá yfir Tunguheiði i góðu veðri og björtu, hve fjarlægðar blá- móðan yfir hverfinu var mjúkleg og mild, ef horft var niðuryfir það af austurbrún heiðarinnar, en ljómi sólarinnar geislandi á Vikingavatninu og draumsjónarlegt þangað að lita. Björn fór ekki i skóla i æsku. Ein- hverrar tilsagnar naut hann á stuttu timabili hjá alþýðufræðaranum Guð- mundi Hjaltasyni i hópi annara ung- linga úr nágrenninu. Lofaði hann G.H. fyrir mannkosti og áhuga við fræðslu- störfin. Vetrarpart var Björn hjá séra Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðar- stöðum, sem var giftur Astu Þórarins- dóttur móðursystur hans. Hjá séra Benedikt fékkst hann aðallega við enskunám. Enskuna hélt hann siðan dyggilega áfram að nema á eigin spýt- ur af bókum. Hafði með sér gögn til þess, þegar hann stóð yfir fé á vetrum. ,,Ég var vel búinn og vanur kalsanum. Þaö var vel hægt að sitja undir vörðu- broti með bók”, sagði hann einhvern- tima við blaðamann. Haijn varö fljótlega svo læs á enska tungu með þessum námshætti að til af- reka var talið. Norðurlandamálin lærði hann að lesa með svipuðum hætti. Námsþorstinn var brennandi. Athafnaákafinn við það, sem hann tók sér fyrir hendur, strax linnulaus. Allvel stóö Björn að vigi til að fá bókakost til afnota. Naut hann m.a. sem fleiri góðs af Bókasafni S.-Þing- eyinga i höndum Benedikts frá Auðn- um. Sjálfur byrjaði hann snemma að kaupa bækur, og átti að lokum mjög

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.