Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 5
Olafur Gissur Guðbjörnsson Ekki græddis þeim fé, en margur fátækur listamaður átti visan beina i húsi þeirra og kommúnistar héldu þar sellufundi. Siðar flutti Sigriður á Ránargötu 9 og hafði ibúð með frændkonu ' sinni önnu Guðmunds- dóttur og Guðmundi Sigurðssyni. Þar kynntist hún Karli ísfeld skáldi og blaðamanni. Með honum eignaðist hún son, Einar fsfeld, 15. október 1935. Þá voru erfiðir timar og margur fátækur, mæðrahjálp var þá heldur bágborin. Sigriður hafði ofan af fyrir sér og syni sinum með saumaskap. Þrátt fyrir erfiða og illa launaða vinnu starfaði Sigriður alla tið mikið að félagsmálum. Hún var stofnandi Kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, hún gekk i verkalýðsflokkinn i Borgar- nesi og eftir að hún fluttist til Reykja- vikur lagði hún svo mikið af mörkum til félagsstarfa að undrun sætir hvernig hún gat afkastað sliku verki. 1 14 ár var hún ritari Mæðrafélagsins, hún var i stjórn Menningar- og friðar- samtaka islenzkra kvenna og Kven- réttindafélags Islands, árum saman mæddi útgáfa rits þess 19. júni mest á henni. Hún var um ára bil endur- skoðandi reikninga Rithöfundafélags Islands. Allt þetta vann hún hljóðlega og án endurgjalds svo yfirlætislaust að menn tóku sjaldnast eftir þeiri vinnu. Ritstörfin vann hún af sömu hóg- værð, þegar sambýíismaður hennar Karl Isfeld, þau bjuggu saman siðustu 8 ár æfi hans, dó frá óloknu sinu stóra verki að þýða Kalevalaljóðin, lauk hún þvi og sér hvergi hatta fyrir. Ljóða- bækur hennar urðu fjórar: Milli lækjar og ár 1956, Laufþytur 1970 og 1 svölu rjóöri 1971, auk þess ritaði hin smá- sögur og þýddi skáldsöguna Ljós i myrkrinu eftir Michel del Castille árið 1966. Ég hef tekið saman þessar heimildir um lif Sigríðar, að þær mættu verða ábending þeim sem vildu kynna sér stórmerkt æfistarf hennar. Ég reyni ekki að lýsa henni, hvorki sem lista- manni eða manneskju. Ég á persónu- lega henni stóra þökk að gjalda eins og svo margur annar, sem varð á vegi hennar, en mér finnst tilfinningasemi ekki eiga hér við. Ég sendi syni hennar, systkinum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Vilborg Dagbjartsdóttir. F. 16. nóv. 1910 D. 2. jtill 1973. Þótt Ólafur Gissur væri aðeins 62ja ára er hann \éít, kom fráfall hans ekki alls kostar á óvart. Vinir hans og sam- starfsmenn vissu að hann gekk ekki heill til skógar. Fyrir 2—3 árum siðan gerði kransæðastifla fyrst vart við sig. Siðan urðu köstin fleiri. Starf Ólafs var erfitt. M.a. þurfti hann að ferðast um landið einsamall — oft langar dagleiðir. Honum var boðið að létta á störfum sinum, ferðast minna, eða taka upp rólegra starf i bænum. Það vildi hann ekki þiggja. Ólafur Gissur stundaði sitt starf af stakri samvizkusemi og vildi ekki gef- ast upp. Hann vissi að hverju stefndi, en kaus að mæta örlögum sinum i fullu starfi. Hann bað um, að sér yrði ekki hlift við hvers konar ferðir og kærði sig litt um að fyrirmæli lækna sinna um varfærni kæmust rétta boðleið. Slikur maður var ólafur Gissur. Samvizku- samur, hjálplegur, stjórnsamur en laginn að umgangast fólk, trygglynd- ur. Ólafur Gissur fæddist i Bolungar- vik og ólst þar upp hjá afa sinum og ömmu til 11 ára aldurs. Þá fluttist hann til Hafnarfjarðar, en síðan til Reykjavikur árið 1927. Störf Ólafs voru þó ekki einskorðuð við höfuð- borgarsvæðið. Hann var um árabil verkstjóri við hraðfrystihús úti á landsbyggðinni, m.a. i Grundarfirði og i Höfnum. Árið 1965 réðst Ólafur Giss- ur til Sjávarafurðadeildar Sambands Islenzkra samvinnufélaga sem fisk- eftirlitsmaður. Siðan hefur hann stöð- ugt ferðast á milli hraðfrystihúsa um land allt. Hann hefur þvi mörgum kynnzt á sinni starfsævi og hvarvetna getið sér hið bezta orð. Til marks um dugnað Ólafs og á- ræðni má nefna að árið 1946 gekkst hann fyrir þvi að 24 sjómenn og verka- menn i Reykjavik urðu sér úti um lóðir og reistu af miklum vanefnum, en af eigin rammleik 12 hús, með samtals 36 ibúðum. Einar Sigurðsson, útgerðar- maður hefur sagt frá þvi sem dæmi um trúmennsku og kapp Ólafs að ein- hverju sinni er hann var verkstjóri i frystihúsi Einars i Höfnum, missti hann framan af fingri. ólafur hélt samt áfram vinnu sinni þann daginn, eftir að læknir hafði gert að sárinu. Arið 1935 kvæntist ólafur Gissur Sigriði Sigurþórsdóttur, en hún lézt I ágúst 1968. Þau eignuðust fjögur börn, Sigurþór Inga, bókbindara, Sigurð, bókbindara, Auði sem er gift Ásgeiri Eirikssyni, bifreiðasmið og Jóninu Birnu. Við sem störfuðum með Ólafi geym- um minningu um góðan dreng. Börn- um hans og öðrum ættingjum flytjum við dýpstu samúðarkveðjur. (slendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.