Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 22. ágúst48. tbl. 6. árg. Nr. 133. TIIVIANS Salome Kristjánsdóttir frá Sveinsstöðum í Dalasýslu KVÆÐI Guðmundar á Sandi, „Ekkjan við ána” er hetjukvæði um konu, sem haslaði sér völl á heimili sinu og lagði dugnað sinn, djarfhug og kærleika i að koma börnunum sínum 10 til manns við hin erfiöustu skilyrði. Um þennan þátt i lifi þessarar hljóðlátu hetju islenzkrar alþýðu segir skáldið frá Sandi m .a. þetta i áðurnefndu kvæði: ,,Er börnin voru i ómegð hún bjó við marga þraut, hjá börnunum i ellinni þess hún aftur naut, hún kenndi þeim að lesa og kemba, prjóna og spinna, hún kenndi þeim fyrst að tala og svo að ganga og vinna. Er búið var að lesa, hún bar þeim kvöldverðinn og breiddi siðan ofan á litla hópinn sinn, á versin sin þau minnti og vermdi kalda fætur, en vakti sjálf og prjónaði fram á miðjar nætur.” Þetta rismikla rammislenzka kvæði Guðmundar skálds frá Sandi kom mér i hug, er ég settist niður til að minnast annarrar merkiskonu, frú Salome Kristjánsdóttur, frá Sveinsstöðum. hennar, sem leysti hliöstætt hlutverk af hendi með mikilli prýði og fórnfúsu hetjustarfi og naut þess, eins og „Ekkjan við ána”, hjá börnum sinum og öðrum afkomendum i rikum mæli i ellinni. Salome lézt i Borgarsjúkra- húsinu i Reykjavik 29. júli s.l. á 83. aldursári. Salome Kristjánsdóttir var fædd að Breiðabólstað á Fellsströnd, 10. marz 1891, næstelzt af 12 börnum þeirra Kristjáns Þórðarsonar bónda þar og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur. Breiðabólstaöur hefur verið i eign og setinn i sömu ætt frá þvi snemma á 18. öld. og alltaf gengiö i beinan karllegg. Tiu af börnum Sigurbjargar og Kristjáns á Breiðabólstað náðu full- orðinsaldri, en af þeim dóu tvö á námsárum sinum, Friðjón i guðfræði- námi við Háskólann og Jófriður við nám i Kennaraskólanum. Fimm bræðra frú Salome eru enn á lifi. Oli voru þessi Breiðabólstaðs-systkini manndóms- og myndarfólk. Salome ólst upp hjá foreldrum sin- um við venjuleg sveitarstörf og var þegar á unga aldri glæsileg kona, há, grönn og beinvaxin, með liprar og létt- ar hreyfingar. Salome giftist áriö 1917 Sveini Hallgrimssyni frá Túngarði á Fellsströnd. Þau hófu þegar búskap að Köldukinn á Fellsströnd, en urðu á næstu árum að flytjast á milli bæja þar I grennd, þar sem fjárhagur þeirra leyfði þeim ekki að eignast jarðnæöi, enda lá það ekki á lausu á þeim árum. Arið 1922 fluttust þau að Dagverðar- nesseli i Klofningshreppi, sem að visu var litil jörð, en þar bjuggu þau næstu 10 árin. Bættu þau þá jörð mikið, svo sem kostur var á i þá daga. Á þeim ár- um batnaði hagur þeirra, enda bæði dugleg og samhent. Árið 1932 eignast þau svo mikinn hluta af jörðinni Kvenhól i sömu sveit. Það var meiri og betri jörð, grasgefin og að öllu leyti hægt til búskapar. Hagur þeirra hélt áfram að batna svo þau náðu eignarhaldi á jörðinni allri. A árunum 1935 og 36 ,byggðu þau nýbýlið Sveinsstaöi úr landi Kvenhóls. Þar voru öll hús byggð i upphafi, ibúðarhús með steinsteypt- um kjallara, en annars timburhús, en útihús flest eða öll úr steinsteypu. Var slikur myndarskapur yfir þessum framkvæmdum öllum, að þaö var með þvi sem bezt gerðist þar um slóðir á þeim tima. Eru öll þessi hús i notkun enn þann dag i dag. A þeim 19 árum, sem liðin voru frá giftingu þeirra Salome og Sveins höfðu þau eignazt 10 börn, er öll voru á lifi, á aldrinum 18 ára elzt og það yngsta á öðru ári. Eitt af þeim, næst elzti sonurinn, Gestur, hafði alizt upp annars staðar frá 2ja ára aldri. Af þessum barnahópi voru haustið 1936 fjögur komin yfir fermingu. Ekki þarf löngum tima að eyða i þá hugsun, aö frá sjónarmiði f jölskyldunnar á Sveinsstöðum voru þá, þrátt fyrir miklar skuldir, erfiöustu árin að baki.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.