Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 3
María Níelsdóttir Nýlega var til moldar borin frá Fossvogskirkju Maria Nielsdóttir, húsfreyja Snekkjuvogi 5 i Reykjavík. Hún andaöist aö heimili sinu hinn 10. ágúst s.l. eftir nokkurra mánaöa erfiöa sjúkdómslegu, bæöi á sjúkrahúsi og heima, aöeins 56 ára aö aldri. Maria var fædd 11. september 1916 á Ytri-Kóngsbakka i Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Guörún Ivarsdóttir og Niels Hafstein Sveinsson, sem þá bjuggu á Ytri-Kóngsbakka. Haföi Niels fest kaup á jöröinni áriö 1914, og haföi fjölskyldan þá flutt vestur á Snæfellsnes úr Húnaþingi. Aö Mariu stóöu traustar bændaættir úr Húnavatnssýslum báöum. Ólst hún upp hjá foreldrum sinum, fyrst á Ytri- Kóngsbakka og siöar i Stykkishólmi. Ariö 1922 fluttust foreldrar hennar aft- ur noröur I Húnavatnssýslu og bjuggu þau lengst af i Þingeyraseli i Sveins- staöahreppi, aö undanskildum þrem árum, sem þau bjuggu i Umsvölum innan sama hrepps. Maria var ein tiu systkina, þriggja bræöra og sjö systra. Látin eru áöur tveir bræður og ein systir. Eftirlifandi systkini hennar eru: Ivar, bóndi á Flögu i Vatnsdal, Ingibjörg, húsfreyja I Reykavik, Rósa, búsett i Reykjavik, Ingunn, húsfreyja i Reykjavik, Helga, húsfreyja i Garöahreppi og Elsa, hús- freyja i Reykjavik. Þingeyrasel stóð undir Viöidals- fjalli, Vatnsdalsmegin, langt frá al- farabyggö og afskekkt mjög. En jöröin þótti fjárjörö með ágætum. Um vetur- nætur áriö 1930 lézt faðir hennar af slysförum. Hrapaöi hann til dauöa i Vföidalsfjalli i stórhrið, er þá geröi. Fluttist þá ekkjan úr Þingeyraseli með dætur sinar, sem þá voru heima og var Maria þeirra elzt, þá nýoröin 14 ára. Dvaldist hún með móður sinni og systrum um nokkurt skeið eftir þetta, en fór siðan til móöursystur sinnar, Jennýar og eiginmanns hennar, Bjarna Jónassonar, sem þá bjuggu i Hvammi i Vatnsdal. Vann hún á þvi heimili, þar til hún fluttist alfarin til Reykjavikur um tvitugsaldur. islendingaþættir Halldóra, móöir þeirra systkinanna, lézt i Reykjavik 19. október 1967. Eftir aö Maria fluttist til Reykjavik- ur stundaöi hún ýmiss störf, þar til hún hóf störf i Belgjageröinni áriö 1942. Vann hún þar óslitiö þar til fyrir um þaö bil ári siðan, að hún varð að hætta störfum vegna sjúkdóms þess, er leiddi hana til dauða. 1 mörg ár héldu þær heimili saman, Maria og Rósa, systir hennar, enda voru þær mjög samrýmdar, eins og raunar segja má um öll systkinin. Hinn 26. desember 1958 gekk Maria aö eiga Sigurð Gunnarsson, bif- reiðarstjóra i Reykjavlk, ættaöan úr Norður-Þingeyjarsýslu, mikinn dugnaöar- og mannkostamann. Miklir kærleikar voru meö þeim hjónum, og samhent voru þau um heill og heiöur heimilisins og tjölskyldunnar. Hús þeirra stóð ætiö opiö skyldfólki, venzlafólki og vinum þeirra hjóna, enda laðaöist fólk aö heimili þeirra sökum alúðar og hlýju.Var hlutur Mariu þar eigi minnstur. Aöur en Maria giftist, átti hún eina dóttur, Hafdisi Hönnu Moldoff, f. 10. febrúar 1946. Hafdis er gift Ragnari Jóhannessyni, bifreiðaviögeröar- manniiReykjavik, ættuðum úr Dölum vestur. Eiga þau tvær dætur, Mariu 11 ára og Guðbjörgu Rósu 7 ára. Þá leit Maria á Gunnar, son Sigurð- ar sem einn eigin son. Gunnar stundar sjósókn, og er hann búsettur á Grenivlk Kvæntur er hann Guðrúnu Isaksdóttur, ættaðri frá Grenivik. Eiga þau þrjú börn, tvær dætur Val- borgu 8 ára og Ornu 6 ára og einn son Sigurð 4 ára. ömmubörnin sakna vinar I stað, þvi aö fátt var þaö, em hún lét ekki eftir þeim, ef það mátti veröa þeim til gleði eða þroska. Ég sem þessar linur rita, kynntist fyrst Mariu heitinni fyrir um það bil 12 árum, þegar ég kvæntist systur henn- ar. Veitti ég fljótt athygli kvenkostum hennar og heilsteyptum persónuleika. Maria heitin var ákveðin i skoðunum, en sanngjörn I dómum sinum um menn og málefni. Hún var mannblend- in og hafði ánægju af þvi að umgang- ast fólk, og trygg og vinföst var hún. Hún tók virkan þátt i félagsstarfsemi stéttarfélags sin, Iðju, félags verk- smiðjufólks. Gegndi hún þar margháttuöum trúnaðarstörfum. Gekk hún að þessum störfum heils hugar og af einurð og festu, ef hún þurfti að koma fram málum starfs- félaga sinna. Otiveru unni hún og ferðalaga naut nú. Eflaust hafa þessir þættir mótazt i bernsku hennar og æsku. Ég hef vart séö fegurra um- hverfi, en fagran Breiöafjörðinn fram- undan bænum á Kóngsbakka á sólrík- um sumardegi, og varla hefur fjalla- kyrröin og ósnortin náttúran i Þing- eyraseli gefið þar nokkru eftir. Ég og fjölskylda min vottum eigin- manni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og örðum aðstandend- um Mariu heitinnar dýpstu samúð. Aö leiöarlokum flyt ég þér kærar kveðjur og þakkir frá mér og minum fyrir órofa tryggö og vináttu á umliön- um árum. Drottinn minn gefi dánum ró, en hin- um likn sem lifa. — S.K. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.