Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 6
Elín Árnadóttir fyrrverandi ljósmóðir Fædd 18. mai 1886 Dáin 10. júli 1973 Laugardaginn 21. júli, einn þann sól- rikasta dag, sem komið hefur á þessu sumri, fór fram við Grafarkirkju i Skaftártungu jarðarför mætrar og merkrar konu, Elinar Arnadóttur fyrrverandi ljósmóður og húsfreyju i Hrifunesi, og var það ein fjöl- mennasta jarðarför, sem þar hefur farið fram. Elin var fædd i Pétursey i Mýrdal, dóttir þeirra merkishjóna Arna Jóns- sonar og Þórunnar Sigurðardóttur i Pétursey. A þessari fallegu jörð fæddist Elin og átti sin bernsku- og æskuár i sælum hópi margra myndar- legra systkina, Þar naut hún og ástar og vakandi .umhyggju ástrikra for- eldra, sem bæði voru góðrar ættar, og voru orðlögð fyrir mannúð og myndar- skap. Frá þessu æskuheimili gekk Elin út i lifið, að ég hygg með meiri *uppeldismennt en almennt þekktist i sveitum i þá tið. Ung mun hún hafa lært til ljósmóðurstarfa, og fatasaum mun hún hafa lært jafnframt. Vorið 1909 flytzt þessi myndarlega stúlka austur i Skaftártungu og tekur þar við ljósmóðurstörfum, þá 23 ára að aldri. Þar átti hún eftir að starfa og eyða ævinni, dáð og virt af sveitungum sinum. Hún hafði nóg að starfa auk ljósmóðurstarfanna við saumaskap og kenndi þá ungum stúlkum karl- mannafatasaum og margt annað, sem þær gátu af henni lært Þessi störf stundaði hún i 2 ár. Þá var margt af mjög myndarlegu ungu fólki i sveitinni og félagslif þá þar i blóma. Vorið 1911 giftist hún jafnaldra sinum, Jóni Pálssyni i Hrifunesi, sem þá var þar hjá móður sinni, Þórunni Bjarna- dóttur ásamt fleiri systkynum sinum og tóku þar þá við jörð og búi af móður Jóns. Nú reyndi fljótlega á búskapar- snilli hinna ungu hjóna. Ekki tóku þau við neinu stórbúi. Strax kom i ljós, að bæði hjónin höfðu sameiginlegan áhuga á búskapnum, og voru vel hæf til starfsins. Þau voru bæði hagsýn og áhugasöm, og gekk þvi búskapur hjá þeim mjög vel, og varð heimili þeirra strax myndarlegt, enda Hrifunesið alltaf talin frekar góð bújörð vegna góðrar vetrarbeitar, sem á þeim árum var talið mikils virði. Þá stóð Hrifunesbærinn á bökkum Hólmsár. Þar veltist þetta mikla vatnsfall fram straumhart og mis- jafnlega vatnsmikið meðfram tún- jaðrinum. Þarna voru þeir Hrifunes- bræður uppaldir hjá móður sinni. Uröu þeir mjög ungir að glima við ýmsa erfiðleika, og þar á meðal Hólmsá, sem oft var erfið yfirferðar, og ekki talin fær nema glöggum vatna- mönnum. Þarna urðu þeir að taka að sér mjög ungir að fylgja ferðamönnum yfir Hólmsá bæði sumar og vetur. Urðu þeir þvi snemma glöggir vatna- menn og gætnir, en oft munu þeir á þeim árum hafa komið hraktir og með hrakta hesta upp úr Hólmsá, og eflaust hafa þeir oft teflt djarft til að koma ferðamönnum yfir Hólmsá. En met gætni og glöggskyggni tókst þeim alltaf vel og ekki heyrði ég talað um að þeim hefði nokkurn tima hlekkzt þar á. Við þessi skilyrði ólst Jón upp, og kannski hefur gliman við Hólmsá, ásamt öðrum erfiðleikjum, sem við var að etja á þeim árum, gert Jón að þeim hyggna og góða búmanni, sem hann siðar varð. En þegar Elin fluttist að Hrifunesi, voru erfiðleikar við Hólmsá úr sögunni. Hólmsá var brúuð árið 1907 og þótti mikil samgöngubót. Fljótlega eftir að þau byrjuðu búskap, urðu þau að stækka og endurbæta ibúðarhusið og útihús. Elin var mikil búsýslukona og verk- mikil og myndarleg húsmóðir, enda mátti segja, að i Hrifunesi væri mikill heimilisiðnaður. Hún hélt áfram að taka saum, og svo fengu þau hjón sér prjónavél, sem þá voru fátiðar, og var þá mikið prjónað fyrir sveitirnar þar i kring. Hrifunes er næsti bær austan við Mýrdalssand. Gestakoma var þvi eðlilega mikil, sérstaklega vor og haust meðan allir flutningar fóru fram á hestum. Ollum var þar vel tekið og veittur góður beini, og hin skemmti- lega og hressandi framkoma hús- móðurinnar, sem allir litu upp til og dáðu, verður mörgum minnisstæö. Afram hélt hún ljósmóðurstörfun- um, og varð hún oft að fara út i vond veður og á erfiða vegi. Skaftártunga var ekki mannmörg, en var oft erfið yfirferðar á veturna vegna mikilla snjóa og vatna. A og Skaftárdalur voru i Elinar umdæmi, en hún var dugleg og kjarkmikil að ferðast, og ánægð var hún, þegar hún sá, að góöhestur var með i ferðinni. Elin sat vel hest og fór hratt yfir, þegar sæmilegt færi var. Elin var mjög lánsöm og heppin ljós- móðir og traustvekjandi, og ekki minnist ég þess að hafa heyrt, að neitt hafi komið fyrir hjá henni. Ljósmóður- störfum hélt hún áfram fram á efri ár. Tók þá Sigriður dóttir hennar við þvi starfi i nokkur ár. Var þá heilsa Elinar farin að bila, og hún hin siöari ár mjög heilsutæp. A siðari búskaparárum sinum fluttu þau bæ sinn og byggðu að nýju nær þjóðveginum uppi undir heiðarbrún- inni, og var það að mörgu leyti betra bæjarstæði. Það er óhætt að segja, að jörð sina ræktuðu þau og byggðu upp eins og bezt mátti verða. t Hrifunesi bjuggu þau á sjötta tug ára myndarbúi og urðu frekar vel efnuð. Þau eignuðust 5 börn. Fyrsta barn sitt misstu þau Sigriði að nafni, á 4. ári. Hin eru i þessari röð: Sigriður ljósmóðir, Arni bóndi i Hrifunesi, Kjartan lögregluþjónn i Reykjavik og Guðriður Þórunn i Hrifunesi. Auk þess ólu þau upp tvo drengi: Garðar islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.