Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 7
O Valmundur Hana hef ég engan heyrt flytja eins vel, hvað þá betur, en hann. Björn Eiriksson eignabist 14 börn, einn son með fyrrikonunni, Björn, sem nú er aldraður sómamaöur i Vik i Mýrdal, meö siðari konunni eignaðist hann 13 börn, 10 syni og þrjár dætur. Elzta barn sitt misstu þau á fyrsta ári, Valmund aö nafni. Valmund létu þau heita aftur, og var hann elztur af þeim alsystkinum, sem lifðu. Valmundur ólst upp hjá foreldrum sinum i stórum systkinahópi og varð fljótt liðtækur við bústörfin. Ekki naut hann neinnar skólamenntunar, en lærði sin undir- stööuatriði hjá Jóni i Hemru, sem hon- um varð drjúgt veganesti, sem og öör- um fleiri sem til Jóns var komið. A þeim árum var ekki hægt um vik fyrir unga menn að afla sér menntunar þó þá langaði til. En þeir Svinadalsbræð- ur eru allir sérstaklega verklagnir og sumir snillingar i höndunum. Valmundur missti föður sinn árið 1922 og var hann þá fyrir búi hjá móður sinni i nokkur ár. Settu þeir þá upp raf- stöð, sem varö þá sú fyrsta, sem sett var upp i sveitinni og með þeim fyrstu sem upp voru settar i sýslunni, og unni þeir að þvi að mestu bræðurnir. Kannski hefur Bjarni i Hólmi að ein- hverju leyti aðstoðað þá. Hann mun þá hafa verið að byrja að setja upp raf- stöðvar, en siðan hefur Eirikur Björnsson sett upp margar rafstöövar og oröið frægur fyrir. Ekki efast ég um að Valmundur hefði orðið mikill bóndi Bjarnason og Ævar Harðarson, sem báðir eru búsettir i Vik. Margir fleiri unglingar dvölu á þeirra heimili, og komu þau þeim öllum vel til manns. Mann sinn missti Elin i febrúar 1971. Voru þau þá hætt búskap, en Arni sonur þeirra tekinn við jörð og búi en áfram dvaldi hún hjá börnum sinum i Hrifupesi. Minningar um slika konu sem Elin var, verða öllum ógleymanlegar, sem hana þekktu. Hún vildi öllum vel og hjálpaði þeim, sem voru hjálpar þurfi. Það var sólbjartur sumardagur, þegar Skaftártungumenn, og margir fleiri, komu saman við Grafarkirkju til að kveöja Elinu frá Hrifunesi hinzta sinni, og það eru bjartar minningar, sem henni fylgja frá sveitungum og öðrum, sem hana þekktu. Svo mun og sólbirta Guðsnáðar lýsa sálu hennar um eiliföar heimkynni. bað er vor kveðjubæn. « Vigfús Gestsson.' hafðihannlagt það fyrir sig. En annað starf átti nú fyrir honum að liggja og ekki þýðingarminna. Arið 1928 flytur hann úr Skaftártungu og sezt að i Vik i Mýrdal og giftist heitmey sinni Seinunni dóttur þeirra merku hjóna Jóns Brynjólfssonar smiðs og Rannveigar Einarsdóttur, sem voru þá búsett i Vik, og þá var það afráðið að ekki ætlaöi hann að verða sveita- bóndi en það hygg ég að það hafi staðið hug hans næst. Strax eftir að Val- mundur settist að i Vik stundaði hann smiðar á veturna, en á sumrum byrj- aði hann á brúarsmiði, fyrst með Jóni Dagssyni, brúarsmið, en fljótlega var honum falin yfirumsjón með brúar- smiði, og það varð hans lifsstarf. Skaftafellssýsla er öll sundurskorin af vötnum og margt af þvi stórvötn, sem öll voru ill yfirferöar, en nú eru öíl þessi vötn brúuð, og allar þessar brýr eru settar á af Valmundi og margar af þeim stórbrýr. Þetta sýnir hvað þessi maður hefur haft mikla athygli og verklagni i sér.ánþess aö setjast nokk- urn tima á skólabekk, og mér hefur verið sagt, að flest af þeim vekum, sem hann stóð fyrir, hafi orðið undir kostnaðaráætlun, og er það vist frekar sjaldgæft nú á dögum. Sjálfsagt hefur hann verið nokkuð kröfuharður verk- stjóri og ekki átt gott með að þola aö ekki væri vel unnið, þvi sjálfur hefur hann alltaf unnið allra manna mest, og það hefur sagt mér mikið duglegur verkmaður, sem á timabili vann mikið hjá Valmundi við’brúarsmiði að ekki hefði sér þýtt að setja kappi við Val- mund, og oft hefði verið gaman að sjá hans snöru handtök. Eins og fyrr segir stundaði hann alltaf smiðar á veturna, bæði húsasmiði og húsainnréttingar, nú hin siðari ár i samvinnu við Jón son sinn, og alltaf var Valmundur afkasta- mikill verkmaður hvað sem hann lagði hönd á. Gestrisinn var hann eins og hann átti kyn til,ogspillti þvi ekki hans ágæta kona Steinunn, enda hún vön gestrisni hjá sinum ágætu foreldrum. Ég minnist þess frá þvi ég dvaldi fyrir austan og var á ferð i Vik, að þá var alltaf sjálfsagt að koma til þeirra hjóna og þiggja hjá þeim hressingu. Þau áttu það sameiginlegt að vera viðræðugóð og skemmtileg. Þau eignuðust tvö börn: Jón húsasmiða- meistara, giftan Steinunni Pálsdóttur, og Sigurbjörgu kennara, gifta Gisla Þorbergsyni. Valmundur lagði áherzlu á að mennta bæði börn sin, enda bæði mjög hagsýn og myndarleg. Valmundur missti konu sina árið 1945. Hún var alltaf frekar heilsutæp. Nokkrum árum siöar giftist hann aftur Guðrúnu ólafsdóttur frá Skarðshlið, mætri konu að mér er sagt. Valmundur hafði gaman af hestum, þó hann væri kannski ekki eins mikill hestamaður og faðir hans, en það vissi ég, að hann var með hesta fyrstu árin, sem hann var i Vik, og hafði mikla ánægju af þvi Greiðamaður held ég að Valmundur hafi alltaf verið, og hjálp- legur við þá, sem minnimáttar voru, og mjög viss og áreiðanlegur i öllum viðskiptum og vildi ekki vamm sitt vita, sem sagt strangheiðarlegur mað- ur. Mjög var honum hlýtt til fæðingar- sveitar sinnar, og vildi vist hennar hag alltaf sem mestan, og mjög var hann ánægður þegar honum voru falin verk, sem Skaftártungu voru til hagsbóta. Það er ekki hægt annað að segja en að Valmundur væri lánsmaður. t verk- stjórn sinni hefur Valmundur verið svo farsæll, að lengi mun i minnum haft. Aldrei varð slys hjá honum við brúar- smiði og engin óhöpp hentu i meira en fjóra áratugu, og hafa þó aöstæðurnar oft verið misjafnar og sum vatnsföllin enginn barnaleikvangur. Þetta út af fyrir sig er mikil gæfa, en sýnir þó, að hjá honum fór saman kapp og forsjá. Og nú, þegar ég er að skrifa þessi fátæklegu minningarorð, um æskuvin minn Valmund, þá fljúga hjá mér minningarnar um góðan æskufélaga. Marga glaða og góða stund áttum viö saman á meðan við dvöldum báðir I okkar kæru sveit. Og nú hefur Valmundur gengið sina braut á enda á þessu tilverustigi og við fáum ei lengur notið félagsskapar hans. En við getum glatt okkur við margar góðar og skemmtilegar minningar frá liðnum dögum og þökkum þær. Siðustu ævidagarnir voru orðnir honum fjarska erfiðir. Honum var orðin mikil þörf hvildar eftir langt veikidastriö. Hlýjar óskir fylgja þessum mæta manni, og góða dreng og viö biðjum Guð að blessa för hans um eilifðar heimkynni. Vigfús Gestsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.