Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 8
Sextugur Guðjón Einarsson Laugabóli Yzti hluti nessins milli Seyðisfjaröar og Hestfjarðar lækkar til endans og verða þar sléttar grundir og lág kletta- holt. Heitir þetta svæði Folafótur og sú byggö þurrabúðarmanna er þarna myndaðist kölluð i Fætinum. Var sjór- inn sóttur fast úr þessu plássi og var aðal tekjulind þeirra er þarna áttu heima. I þessu byggöarlagi fæddist Guðjón Einarsson þ. 9. ágúst 1913. Foreldrar hans voru þau hjónin Einar Einarsson og Elin Samúelsdóttir, er bjuggu i Fætinum. Móðir hans, Elin var komin af Hafliða á Borg i Skötufirði, en faðir hans var sonur Einars Jónssonar, er átti fyrir konu Jóninu dóttur Jóns skálds Jónatanssonar, á Asmundar- nesi. Ekki ólst Guðjón upp hjá foreldrum sinum, heldur á Hjöllum i Skötufirði hjá hjónunum Guðbjarti og Ragnhildi Halldórsdóttur, er þar bjuggu þá. Þau fluttu að Efstadal og þar var hann um hrið og siðan að Hjalla, litlu býli fyrir ofan Hrafnabjörg. Að Laugabóli kom hann 1931 og hefur verið þar siðan, fyrst hjá Aðalsteini bónda Jónssyni og k.h. Rebekku og siðan hjá Rögnu dóttur þeirra, er þar býr nú. öllum algengum störfum vandist Guðjón i æsku og uppvexti, bæði þeim er lutu að sjósókn þeirra tima og land- búnaði. 1 ögurnesinu var útræði á þessum timum og nokkur útgerðarstöð og réri hann þar nokkrar vertiðir með fósturbróður sinum Steini Guðbjarts syni. A Laugabóli hefur honum faliið vel og unað hag sinum hið bezta. Þar byggði hann hús yfir skepnur sinar, sem hann vildi eiga sér, og vann fyrir þeim fyrir utan hvað hann vann búinu sjálfu. Hafa honum ætið fallið sveita- störf vel og unnið að þeim með alúð og samvizkusemi. Enda er Guðjón þann- ig maður að öllum störfum hefði hann sinnt af kostgæfni og natni. Hann er einn allra siðasti fulltrúi þeirrar stétt- ar manna, er áður voru kallaðir lausa- menn, voru sjálfs sin ráðandi, en réðu sig oft og tiðum til lengri eða skemmri tima á heimili, sem svo varð þeirra aðsetur með timanum, ef svo vildi verkast. Heimilinu á Laugabóli ann hann mjög og þar hefur honum liðið vel, bæði við störf sin og þeirra utan. Honum er Laugadalurinn kær, þetta yndislega dalverpi, sem i sumarfegurð sinni minnir einna helzt á ævintýri þegar allt er kyrrt og náttúran þrungin hljóðum unaði. Þar vill hann una alla sina daga. Sextugum óska ég þér i þessum fáu orðum alls góðs með þökk fyrir góöa viðkynningu. Megir þú enn um ókomin ár njóta ánægju af lifi og starfi á Laugabóli í friði og farsæld. sr. Baidur Vilhelmsson Vatnsfirði. Yalmundur Björnsson brúarsmiður Fæddur 4. desember 1898 Dáinn 17.júli 1973. Valmundur var fæddur i Svinadal i Skaftártungu 4. desember árið 1898, sonur Björns Eirikssonar og seinni konu hans Vigdisar Sæmundsdóttur frá Borgarfelli. Björn var sonur Eiriks Jónssonar og Sigriðar Sveinsdóttur Pálssonar læknis i Vik. Vigdis var dóttir Sæmundar Jónssonar hrepp- stjóra á Borgarfelli og Kristinar Vigfúsdóttur Bótólfssonar hreppstjóra á Flögu. Mér eru þessi hjón sérstaklega minnisstæð. Mér fannst þau sóma sér vel saman. Björn, var léttleikamaður mikill og fimur i hreyfingum, hesta- maður með afbrigðum, og átti margan góðan reiðhestinn. Mér verður hann ógleymanlegur, þegar hann var setzt- ur á bak Mósokkasinum, sem var hans siðasti reiðhesturog ekki siður man ég hann er hann stóð fyrir framan altarið t Grafarkirkju og las kirkjubænina. Framhald á 7. siðu. 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.