Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 27. september 52. tbl. 6. árg. nr. 137 TIMANS Valmundur Björnsson, brúarsniiður og verkstjóri, Vík í Mýrdal ALLT mannlegt er fallvalt. Okkur er skapað að skilja. Skuldina við lifið eig- um við öll að gjalda. Þú f dag, ég á morgun. Hvenær sem kallið kemur, kaupir sér enginn fri. Hver maður mótar með ýmsum hætti sitt umhverfi, breytir þvi, bætir það eða spillir þvi allt eftir eðli sinu og athöfnum. Áhrifin lifa i framtiðinni, á sama hátt og verk, orð og athafnir fortiðarinnar lifa i nútiðinni. Hjól menningar og framvindu stoppar ekki, annað hvort miðar áfram eða okkur ber af leið. Þáttur hvers einstaklings i þróun- inni liggur ekki alltaf ljós fyrir, heldur fellur inni heildarmynd hvers tima- bils. En þegar sjá má að hlutur ein- stakra er slikur að hann ber af, vekur athygli og ristir sinar rúnir á spjald sögunnar, setur sin spor svo ekki verð- ur um villzt, þá er skylt og rétt að minnast slikra með þökk og virðingu. Þann 28. júli s.l. kvöddu Vestur- Skaftfellingar einn af sinum mestu sonum i Vikurkirkju i Mýrdal, Val- mund Björnsson, verkstjóra og brúar- smið, sem um 40 ára skeið byggði brýr á flest vötn i Vestur-Skaftafellssýslu og viðar. Fjölmenni var mikið og fólk að komið úr öllum hreppum sýslunnar og viðar. Þar kom margur með þökk og virðingu i huga til mannsins, sem hafði brúað vötnin og tengt bæ við bæ og sveit við sveit, létt einangrun af fjölda bæja og heilum sveitum, og komið viða við sögu verklegra fram- kvæmda og athafna i sýslunni á langri og athafnasamri ævi. Valmundur Björnsson var fæddur 4. des. 1898 I Svinadal i Skaftártungu og var á 75. aldursári.er hann lézt þann 17. júli s.l. á Borgarsjúkrahúsinu i Reykjavik eftir nokkurra mánaða mjög erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru Björn Eiriks- son bóndi i Svinadal og kona hans Vigdis Sæmundsdóttir, Vigdis var dóttir Sæmundar Jónssonar bónda á Borgarfelli og konu hans Kristinar Vigfúsdóttur. Björn Eirlksson var fæddur I Hlið i Skaftártungu. Sonur Eiriks Jónssonar og Sigriðar Sveinsdóttur, en faðir Sigriðar var Sveinn Pálsson landlæknir. Er Val- mundur kominn af dugmiklu og traustu fólki langt fram i ættir. Björn Eiriksson I Svinadal var tvigiftur, átti hann einn son frá fyrra hjónabandi en alsystkini Valmundar voru þrettán, tiu bræður og þrjár systur. Heimilið I Svinadal var mannmargt og Val- mundur óx upp I stórum og glaðværum systkinahópi. 1 Svinadal var rekið stórt bú og varð þessi stóri systkina- hópur til þess að setja sinn svip á heimilið og allar athafnir. Þeir Svina- dalsbræður voru allir mjög verkhagir og mörgum þeirra hefur verið mjög sýnt um smiðar. Þeir bræður voru ellefu eins og fyrr segir, einn dó ungur en hinir komust allir upp. Hafa þeir allir búið i Vestur-Skaftafellssýslu og unnið þar sitt ævistarf, sem margra er stórt. Systurnar eru þrjár, býr ein i Reykjavik, ein i Rangárvallasýslu og ein i Mýrdalnum. Sýnir þetta bezt tryggð þessarar fjölskyldu við heima- hagana og heimahérað. Valmundur Björnsson vann hjá for- eldrum sinum sin fyrstu manndómsár en um 1928 flyzt hann til Vikur i Mýrdal, sem þá var uppvaxandi verzlunarstaður. Eftir þetta fer Val- mundur brátt að vinna við brúarsmið- ar hjá Vegagerð rikisins og þess á milli við húsasmiðar. Valmundur kvæntist 28. október 1928 Steinunni Jónsdóttur og stofnuðu þau heimili i Vik. Steinunn var dóttir Jóns Brynjólfssonar vegaverkstjóra og Rannveigar Einarsdóttur. Þau Jón og Rannveig voru með fyrstu land- nemunum i hinu litla en vaxandi Vfkurkauptúni. Bjuggu þau Valmundur og Steinunn I sama húsi og foreldrar Steinunnar. Seinunn var glæsileg kona og frábær húsmóðir. Hún átti við vanheilsu að striða mestan hluta ævinnar, en þrátt fyrir það brást aldrei hetjulund hennar og rósemi að gegna sinu starfi heima. Heimili þeirra Valmundar var alltaf með þeim hætti að frá þvi lagði hlýju og vináttu mót gestahópnum stóra, sem alltaf bar að garði. Margir áttu erindi við verkstjo’rann og brúarsmið- inn og greiðamanninn.sem vildi öllum hjálpa. Steinunn lézt ung að árum 13. mai 1945. Steinunn og Valmundur eignuðust tvö börn,Sigurbjörgu kenn- ara búsetta á Seltjarnarnesi og Jón byggingameistara búsettan i Vik. Hafa þau bæði sett markið hátt og orð- iö forgangs fólk i þjóðlifinu. Hefur Jón nú hafið störf sem brúarsmiður og verkstjóri eins og faðir hans og vinnur nii við brúargerð á stórvötnum á Skeiðarársandi, en þær brýr munu tengja saman Skaftafellssýslurnar þá eystri og vestri, en engin héruð hafa

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.