Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 3
Helgi Rafn Magnússon Fætldur 2B. október 1948. Dáinn 4. septcmber 1973. „Helgidáinn, horfinn sýnum, harm- fregn berst a& eyrum minum”. Það er vonlaust að ætla að lýsa i lin- um loga þeim, sem hryggðin slær, þegar maður heyrir slik tiðindi, að ungur elskulegur maður, sem maður þekkti jafnvel og ég þekkti Helga heitinn og hans f jölskyldu, sé allt i einu kallaður burtu, hér úr þessu lifi. Helgi Rafn var sonur hjónanna Elin- borgar Kristófersdóttur og Magnúsar Snæbjörnssonar sjómanns. Ég man vel þegar hann fæddist, þessi elskulegi fallegi drengur. Man gleði foreldranna, þá var vor i lofti, þó það væri komið haust. Ég sá hann dafna vel, i hópi tveggja annarra syst- okkur nú enn dýrmætari, þegar við höfum hana ekki lengur meðal okkar hér. Hún var sérlega hugmyndarik, þegar hún var að búa til allt mögulegt fallegt á basarana okkar á vorin.og reyndialltaf aðfinna út eitthvað nýtt. Þó að hún væri fædd Húnvetningur, varðhún svo mikill Skagfirðingur við búsetu sina á Sauðárkróki, sem eigin- kona séra Helga Konráðssonar, að eftir að hún missti hann og flutti bú- ferlum til Reykjavikur, taldi hún það alveg sjálfsagt að skipa sér i sveit okkar skagfirzkra kvenna hér, enda margar félagskonur vinir hennar frá Sauðárkróki. Jóhanna var heilsteypt og hrein og bein i öllum samskiptum við fólk og sagði meiningu sina afdráttarlaust, hún var einnig traustur og góður vinur vina sinna og gerði sér ekki manna- mun, enda vinahópurinn stór og úr öll- um stéttum þjóðfélagsins. Fátækieg orð segja venjulega ekki nema litinn hluta af þvi, sem maður vildi sagt hafa, og þetta er aðeins litil kveðja og þakklæti fyrir góða kynningu og vináttu frá okkur i Kvennadeild Skagfirðingafélagsins. Ég fyrir mitt leyti, trúi þvi statt og stöðugt, að hún hafi átt góða heim- komu til eiginmanns, frændfólks og vina á ströndinni hinum megin. Ég bið góðan guð að varðveita hana alla tið. Að endingu vil ég votta dóttur, tengdasyni, dóttursyni og aðstanden- um öllum mina dýpstu samúð. Guörún Þorvaldsdóttir. islendingaþættir kina sinna. Hann var óvenju ljúfur og góður, hvers manns hugljúfi. Maðurinn minn sálugi og Magnús, faöir Helga Rafns, voru samstarfs- menn, og kynntust fjölskyldurnar. Komu þau oft á mitt heimili og ég með min börn til þeirra. Það voru ófáar yndisstundir, sem börnin okkar áttu saman i leik, á fyrri árum. Börnin min sakna nú vinar i stað, þótt timinn hafi breytzt, þetta allt orðið fullorðið fólk og þá dreifzt, eins og gengur, og lifsins önn kallar fólk burt frá barnaleikjum til sjálfs- bjargarviðleitni. Við öll þökkum þér, Helgi Rafn, fyrir allar góðar samveru- stundir allt frá barnæsku og til þess dags, sem þú varst kallaður héðan, Meira að starfa guðs um geim. Það sannaðist á þér að þeir^sem guðirnir elska, deyja ungir. Megi almáttugur guð leiða þig á landi lifenda. Við ykkur, Eiinborg og Magnús, vil ég segja þetta: Ykkur var gefin stór gjöf, þegar þið eignuðust Helga Rafn: þið hafið notið þess að hafa hann hjá ykkur i nær 25 ár. Allar góðar gjafir eru okkur gefnar, til að við kunnum að meta þær. Þótt við verðum að missa svo dýr- mætar gjafir sem ástvinir okkar eru, erum við samt auðugri en að við hefðum aldrei eignast slfka gjöf. Lifið er okkur lánað, og fyrir það verðum við að gjalda öll með dauðanum. Þið hafið misst mikið, elskulegan son i blóma lifsins. Guð styrki ykkur og varðveiti, og systkinin Kristin og Mariu, megi minningin um góðan son og bróður lifa i hjörtum ykkar og bera smyrsl á sárin. Hann verður ykkur nálægur, með milda glaða brosið, sem einkenndi hann og systur hans, hvenær sem ég kom i heimsókn nú i seinni tið, tií ykkar. Foreldrum og systkinum Helga Rafns sendum við öll okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur i þessari raun. Fanney Gunnarsdóttir. f Sjáldan hafa mér fundizt hin spak- legu orð „þeir sem guðirnir elska, deyja ungir”,, hitta eins vel i mark og þegar mér bárust til eyrna þau válegu tiðindi að morgni 5. september s.l., að vinur minn og fyrrverandi vinnu- félagi, Helgi Magnússon Laugavegi 40 hér i borg, hefði farizt af slysförum kvöldið áður, aðeins tæpra 25 ára gamall. Þessi sorgarfregn kom mér svo á óvart, að i fyrstu var sem ég fylltist gremju i garð örlaganna fyrir þeirra miskunnarleysi að nema á brott frá okkur þennan geðþekka og góða félaga svo a& segja að morgni ævi- dagsins, einmitt þegar öll skilyröi virtust skapa honum möguleika til að leggja traustan grundvöll að framtið sinni, sjálfum sér og öðrum til heilla og hamingju. En ég gerði mér brátt ljóst að dauðinn, þessi sistarfandi sendiboði, er ekki vanur að ganga bón- leiður til búðar, ef hann ber að dyrum á annað borð. Hann kemur og tekur þá sem honum þóknast, þegar þeirra timi er kominn, og lætur sig einu gilda, hvort hann rekur erindi sitt í kóngsríki eða kotungsgarði, þvi frammi fyrir honum erum við vist allir jafnir. Við þessar kringumstæður rifjast upp fyrir mér ljóð eftir Bólu-Hjálmar. Minir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannske i kvöld meö klofinn hjálm og rofinn skjöld. brynju slitna, sundraðsverð og syndagjöld. Það er ekki ætlunin með þessum lin- um að fara að skrifa hér neina ævi- minningu um Helga, enda fremur ófróður um ætt hans og uppruna. En ég get ekki stillt mig um að senda honum nokkur kyeðjuorð fyrir frábærlega 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.