Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 5
Steinunn Þorsteinsdóttir frá Húsafelli, húsfreyja að Rauðsgili f. 25. júni 1887, d. 7. febr. 1973. Guðbjörn Oddsson f. 8. okt. 1880, d. 28. aprll 1959. Steinunn ólst upp við jöklasýn, tært fjallaloft, náttUrufegurð eins og hún er fjölbreytilegust og sviptignust á landi hér. — Á Húsafelli lætur niður silfur- tærra vatna unaðslega i eyrum, og þar á bæ „finnur fólk skógarilminn gegn- um svefnihn." —Sannanlegt er að svo sviptigið umhverfi hefur varanleg áhrif og djúptæk á þá, sem hafa átt bernsku sina i svo tilkomumiklum átt- högum. Enda virðist sem sum „börn" HUsafells hafi orðið svo samgróin um- hverfinu, að hluti þess fylgdi þeim si og æ, þótt að heiman væri farið að nafninu til. — Fyrir sjónum þeirra blasir við töfraheimur, sem breiðir út faöminn, lokkar og seiðir inn i þennan fjallkrýnda friðargeim, þar er skyggnzt um og dvalizt bæði i nætur- og dagdraumum. Steinunn var næst yngst af tiu börn- um hjónanna á Húsafelli: Astriðar Þorsteinsdóttur og Þorsteins Magnús- sonar. — Manndáð þeirra hjóna, stór- mannleg risna og búsýsla öll var við- kunn og rómuð. Heimilið var jafnan fjölmennt,og mikil umsvif bæði utan bæjar og innan. A uppvaxtarárum Steinunnar var uppfræðsla barna fólgin i þvi, sem heimilin gátu i té látið af þvi tagi. — Bóklegri fræðslu voru þvi harla þröng takmörk sett i þá daga. — Þó læröu börnin lestur ung að árum, líklega sizt lakár en börn nútimans, þótt óliku sé saman að jafna um kennarafjölda og skólagöngu. — Um þetta atriði getum viöfræðzthjá sóknarprestunum, ef við ' litum i sóknarmannatöl. — Það er eigi svo sjaldgæft, að þeir telji sjö og átta ára gömul börn fulllæs, þótt heimilin væru ein um tilsögnina. — Síðar lærðu þau að draga til stafs, ofboðlftið i eins- konartölum, bibliusögur og lærdóms- kver lærðu þau einnig undir leiðsögn heimafólks, er þeim óx fiskur um hrygg. — En á myndarlegum stór- heimilum sem Hiisafelli vöndust börn- in við það ung að árum aö taka þátt i verklegri iðju,fjölþættri mjög. Það var mikil og holl æfing bæði fyrir huga og hönd. — A timaskeiði þvi, er Steinunn var að alast upp, stóð þjóðleg verk- íslendingaþættir menning islenzk i miklum blóma, enda Hfsnauðsyn eins og högum Islendinga þá var háttað að standa á eigin fótum. — Þæg börn og hlýðin gátu ótrulega fljótt farið að rétta hjálparhönd og gjörast þátttakendur I heimilis- iðnaðinum. Það efldi sjálfstraust þeirra að finna að þau lögðu lið hag- nýtum störfum. — A þessu árabili tlðkaðist það og, að heimasætur frá efnaheimilum bættu við sig verklegri fræðslu á þann hátt að sækja nám- skeið, t.d. þar sem kenndur var fata- saumur, Utsaumur, matreiðsla o.s.frv. — Steinunn stundaði einnig nám vetur- inn 1907-1908 i alþýðuskóla Sigurðar Þórólfssonar á Hvítárbakka. Steinunn var gædd frábærri athyglisgáfu og staðfestu og gat þvi á skómmum námstima tileinkað sér mikilsverð undirstöðuatriði bóklegra greina, sem kenndar voru I skólanum og með sinni farsælu greind bætt síðan við með sjálfsnámi og alveg sérstaklega traustu minni.-------------- Frá 1857 til dánardægurs (2. mai 1887) bjó á Rauðsgili I Hálsasveit sjálfseignarbóndinn Jón Sigurðsson Guðmundssonar Hjálmssonar frá Háafelli I Hvitársiðu. — Þegar Jón lézt gekk jörðin úr greipum erfingja hans. — HUn komst i eigu Þorsteins bónda MagnUssonar að Húsafelli. Hann dó 20. ágúst 1906. — En ekkja hans, Astriður Þorsteinsdóttir, sat I óskiptu búi til vors 1913. Þá var jörðin með öllu til- heyrandi virt til arfs á 1.750 krónur. — HUn kom I erfðahlut Steinunnar, sem þá var enn heimasæta að Húsafelli. — Frá 1909 hafði jörðin verið i ábúð Egg- erts Jónssonar frá Ausu I Andakils- hreppi. Kona hans var Sigurbjörg (al- systir hinnar mætu konu Höllu á Breiðabólsstað). Hjá hjónum þessum rikti snyrtimennska og íyrirmyndar umgengni Uti sem inni. — En Eggert og Sigurbjörg þurftu af eðlilegum ástæöum að standa upp af jörðinni vorið 1918. Hinn 6. júni það vor gengu þau i hjónaband Steinunn Þorsteinsdóttir „heimasæta á Húsafelli" og Guðbjörn Oddsson trésmiður „lausamaður á HUsafelli." — Þau voru gefin saman i Stóra-Asskirkju af séra Einari Páls- syni að Reykholti. — Svaramenn: Kristleifur Þorsteinsson bóndi Stóra- Kroppi og ólafur Stefánsson bóndi Kalmanstungu. Hin ungu hjón settu saman bú á Rauðsgili þetta sama vor (1918). Bæjarstæðið á Rauðsgili er sér- kennilegt og umhverfið vinalegt. Bær- inn stendur móti norðvestri, hátt uppi I túninu I aðliðandi halla. — Þegar Guð- björn og Steinunn tóku sér bólfestu á Rauðsgili, var einn þriðji af túninu I þýfi, enda óviða alslétt tún á bænda- býlum á þeim tima. — En túnið var vel hirt, en jarðvegur grunnur og það harðlent. — 1 meðalári gaf það af sér 100 hestburði (kapla) af töðu. — Svo var háttað umhverfi þess, að afskorið var að stækka það með útgræðslu. — Suðvestanvert afmarkaðist það af gljúfragili (Rauðsgili) með býsna há- um hamraþiljum. Frá bænum að gil- barminum eru aðeins nokkur skref. — Neðan túns eru grýttar eyrar. — Þar skammt frá túnfæti stendur skilarétt meö mörgum dilkum. — Þangað safn- ast margmenni i haustréttum. Var þá gestkvæmt mjóg um hUsfreyju og rlkulega veitt. Norðan og austan gamla túnsins taka við grýttir, óræktanlegir hjallar. — En Rauðsgil bauð upp á gott land til túnræktar i samfelldu gróðurlendi norðan og neð- an hins gamla tUns. — Þangað beindi nU bóndinn á Rauðsgili ræktun sinni, eftir að hin stórvirku jarðyrkjutæki komu til sögunnar ásamt tilbUnum áburði, og breytti hann þar Uthaga I víðáttumikið, grasgefið, eggslétt tUn. Þannig var býli þeirra Rauðsgilshjóna bætt og prýtt smám saman með hygg- indum og þess vandlega gætt að reisa sér eigi hurðarás um 8x1. — Á Rauðs-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.