Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1973, Blaðsíða 8
Krotað á orfhælinn A borðinu i stofunni minni hefur lengi staðið mynd af konu, sem mér hefur stundum dottið i hug að minnast með nokkrum orðum i tslendingaþátt- um Timans. Hún var fullorðin kona á Skáleyjum á Breiðafirði, þegar ég var að alast þar upp, og bar meiri um- hyggju fyrir mér, en allar konur aðrar vandalausar, sem ég hef umgengizt um ævina. Hún var dálitið skyld mér, en þa.ð var ekki þess vegna, sem hún bar mig svo mjög fyrir brjósti, heldur vegna þess, hve barngóð hún var og af með- fæddri mannást, eöa einhverju öðru góðu, sem hún bjó yfir og þroskaöi með sér alla ævi. Aldrei átti hún þó heima hjá foreldr- um minum. Þó vann hún þeim löngum og var timum saman sem ein af heimilisfólkinu. Sitt heimili átti hún i öðrum bæ, sem nefndur var Efribær, og er nú horfinn af yfirborði eyj- anna. Ég held að hún hafi ekki átt heima utan Skáleyja meðan hún lifði. Þessi kona hét Theodóra Guðmunds- dóttir, fædd 13. april 1882. Voru foreldrar hennar Guömundur Jóhannesson, bóndi á Skáleyjum, Bæringssonar bónda á Kirkjubóli og Kvigindisfirði i Múlasveit, og Steinunn Sveinbjarnadóttir bónda i Skáleyjum, Magnússonar Einarssonar frá Svefn- eyjum. 6. september 1902 giftist Theodóra Sveini Jónssyni formanni i Skáleyjum. (Sveins hef ég getið i bók minni Um eyjar og annes 2) Ekki stunduðu þau hjón búskap i Skáleyj- um, heldur voru þar i húsmennsku, sem svo var kallað. Stundaði Sveinn sjóinn utan heimilis sins mestan hluta ársins. Löngum mun hann þó hafa verið i kaupavinnu hjá bændum i eyj- um eða i nágrenninu og átti nokkrar kindur, sem hann hafði stuðning af, og hirtí sér til dægrastyttingar á vetrum þegar hann var heima. — Svo var um íleiri húsmenn, en þeir voru býsna margir i eyjum á þeim tima, sem hér um ræðir. Þegar liða tók á veturinn og Sveinn fór til sjávar, losnaði lika um Theodóru. Heimili þeirra var alltaf fámennt. Þau áttu ekki börn saman, en Steinunn móöir Theodóru átti heima hjá þeim siðari hluta ævi sinnar, og var löngum rólfær. Theodóra átti þvi heimangengt — vann úti, eins og það mundi vera kallað um þessar mundir. Hún beiö þess aðeins heima, að farfuglarnir kæmu frá suðlægari löndum, blikinn og æðar- kollan utan af sjó,og færu að vappa um eyjarnar. Þegar til þeirrar marglitu hjarðar sást, flutti hún sig um set. Þó ekki rúmið sitt. Hún svaf alltaf i bænum sinum, svo móðir hennar væri ekki ein um nætur. Hún stóð aðeins upp af húsmóðursætinu i Efribænum, fá bústörfum og tóvinnu, og fór að sinna leitum og dúnhreinsun hjá bændunum. Til þeirra verka var hún eftirsótt. Þar gegndi hún forustu- hlutverki, eins og bóndi hennar á sjón- um. Það er gömul trú i eyjum, á góðum rökum reist, að konum farist sinning æðarvarps og dúnhreinsun betur úr höndum en flestum karlmönnum. Þær sem báru af öðrum við þaö verk, voru nefndar dúnkonur, stundum vorkonur. Theodóra var ein af þeim, og kom eng- um á óvart, sem þekkti hana. Að um- gangast æðarkollurnar, viðkvæmar og hálflasnar á hreiðrum sinum, og hjúkra ungum þeirra ef svo bar undir, einkum þegar liða tók á varptimann, mátti kallast hennar sérgrein. Stundum er komið að kollum, sem sitja á ungum.sem svo eru nýskriðnir úr eggjunum, að þeir eru ekki orðnir þurrir og alls ófærir um að fylgja móður sinni til sjávar. Þeir höfðu ekki nærzt nógu lengi á blóðfjörðum móður sinnar, eins og gamla fólkið orðaði það. En samt svo sprækir, aö þeir tolldu illa i hreiðrunum, er þeir voru sviptir i skyndi eölilegri vernd og gæzlu, og aðeins skjóður og rusl skýldu þeim i hreiðrunum. Mörgum gekk þá illa að „svæfa” þá. En bráður bani vap þeim búinn, ef þeir tvistruðust áður en móðir þeirra gat komizt til þeirra aftur, fullþurrkað þá og nært við brjóst sin. Engum tókst betur að spekja þá en Theodóru, hvernig sem hún nú hefur farið að þvi. Það var hennar leyndarmál. Til þess mun hún ekki hafa kastað höndunum frekar en til annars.sem hún gerði. — Ef fyrir kom, að hún var seinni til skips úr ein- hverri eyjunni en aðrir.sem meö henni voru i leitinni, vissu allir hvað háfði tafið hana. Var sú töf fúslega fyrir- gefin. Og þá innti hún dúnhreinsunina ekki verr af höndum. Alika dúnn og hún og aðrar beztu dúnhreinsunar- konur skiluðu af höndum sér, með frumstæðum tækjum eða engum, sést nú ekki lengur. Hann var gulls igildi, eða vel það. Að loknum vorverkum — leitum og dúnhreinsun — sem vorkonurnar unnu einkum að, hófst kaupavinnan. Theodóra var löngum i kaupavinnu hjá eyjabændum. Mörg sumur hjá for- eldrum minum. En heyvinna I eyjum var erfið og oft kaldsöm. Legið var við i tjöldum i úteyjum. Þaðan var ekki hægt um vik að skjótast heim, þótt Íerður versnaði svo að óstætt mætti eita við heyvinnu. Heyinu, röku og þungu var rakað saman i fangahnappa siðan bundið i sátur, sem bornar voru á bakinu i áraskip, og siðan róið heim. Fáum þyrfti að bjóða þann verkshátt nú sizt konum. En þetta hafði tiðkazt I eyjum langan tima — liklega frá þvi að mannlif hófst þar — og þótti ekki tiltökumál. Að visu hlifðu margir bændur vinnukonum og kaupakonum við þyngstu byrðunum, a.m.k. máttu þær velja léttustu sáturnar, ef þær vildu þiggja það. En það gerðu ekki allar Karlmennirnir lyftu sátunum á kvenfólkið, en öxluðu sinar sátur. Svo þrammaði lestin af stað, oft margar ferðir. Theodóra Guðmundsdóttir var fin- gerð kona og ekki heilsugóð siðari huta ævinnar, að ég ætla, en viljug og sizt islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.